Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Síða 47

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Síða 47
— Si, si, sih! Við þögðum, áheyrendurnir. Svó sagði rakar- inn: — Hann segir stundum ekki annað en þetta —og það kemur þá kannski á tíu mínútna fresti. En nú þótti þeim aldraða víst tími til að tala. Hann reisti höfuðið og mælti þvoglulega, en þó svo sem af nokkrum móði: — Það er satt, aldrei nema dagsatt, að þá var það ég, sem stýrði — það var nú lóðið. En minn elskanlegi. — Hver er það nú, sem stýrir? Þögn. Svo á ný frá þeim drukkna: — Allt í loft upp, 14 menn steindauðir, alveg satt, dagsatt, en hvernig hefur það gengið nú — ha? Hver er það nú, sem stýrir? Ekki ég, ekki hann Simbi Jónatansson — o, dekillinn hafi það! Aftur þögn, en aðeins hið ytra. Minnsta kosti bergmálaði það innra hjá mér, sem hafði verið að lesa um friðarfundinn í París, þetta, sem Simbi gamli hafði sagt: Hver er það nú, sem stýrir? —- Næsti, sagði rakarinn — að því er mér virtist í eitthvað ankannalegum tón. Sessunautur minn fór í stólinn, og sá sem klipptur hafði verið og dubbaður upp, tók hatt sinn og staf. Svo hristi hann höfuðið: — Gott að vera laus við síldina — núna. Síld og grútur, alveg þurrkað burt úr mínu lífi. Adíu, piltar. Þeir fóru eitthvað að rabba um Jóa grút og síld, rakarinn og vélsmiðjueigandinn — merki- legt, hvað kindin eins og vissi, hvar helzt væru snöp, sögðu þeir, — en ég fór að athuga Simba Jónatansson. Hann leit á mig, en skipti sér ekk- ert af mér, enda mun hann hvorki hafa séð vork- unnsemi né andúð í augnaráði mínu. En nú hafði ég betra tækifæri en áður til þess að virða liann fyrir mér. Hann var lágur og þéttvaxinn, ekki þó verulega gildur, frekar eins og saman- rekinn. Hann hafði ljóst yfirskegg, var — eins og mér hafði sýnzt — undarlega fölbleikur yfir- litum. Hann var íhyglislegur og þreytulegur á svip. Hann blundaði ekki, horfði gráleitum aug- unum niður í gólfið, hafði spennt greipar, hend- urnar litlar og þéttar. Nú brosti hann sigrihrósandi, og þó svo sem angurvært, og hann strauk annarri hendinni um munninn: — Þú stýrir — svo segja þeir. En margt skeð- ur nú á sæ, og hvert horfir, hvert horfir nú, lagsmaður? Þögn hjá þeim gamla, og ég heyrði, að rakar- inn nefndi manninn í stólnum nafni alkunns vél- smiðjueiganda, sem áður hafði verið vélstjóri. Ég gaf þeim engan gaum, en horfði á Simba, sem ók sér nú, svo sem í honum væri hrollur. Svo sagði liann: — Ég er sosum ekkert að lasta þig. Það er annað um að tala en í að komast. Það veit ég, karl minn. Si, si, sih. — Gerið þér svo vel, sagði rakarinn. Og vélsmiðjueigandinn fór sína leið. Svo fór ég þá í stólinn. ;— Klipping, þvottur og rakstur — eins og vanalega ? — Jú, þakka yður fyrir. — Það er alveg sérstakt, ruglið í honum núna, þeim gamla. — Jæja. — Hann sagði, þegar hann kom inn, að hann væri að koma frá París. — Ha? Frá París? — Bara kjaftæði. Ég þagði um stund, en sagði síðan: — Vitið þér, livaðan hann er? — Nei, ekki svo ég geti sagt greinilega frá því. Hann er víst vanalega eitthvað hér suður með sjó og kvað þá vera eins og hver annar mað- ur, bara þegjandalegri, þó smákíminn stundum, var maður að segja mér, og afbragðs verkmað- ur, en svo kemur hann fjórum fimm sinnum á ári hingað til bæjarins og drekkur þá svona. Ég leit til Simba, sem hékk nú eins og hálf- sofandi fram á hendur sínar. — Hvað er þetta tal í honum um stjórn? — Ég veit ekki almennilega, hvernig það var. En ég hef heyrt, að hérna í fyrra stríðinu hafi hann orðið fyrir því óláni að stýra á tundurdufl, og síðan liafi hann aldrei orðið sam- ur maður, t. d. segja þeir þarna suður frá, að það eina athugaverða við hann til verka sé það, að hann fáist aldrei til að taka í stýri..Ekki teyma undir neinum heldur, hafa þeir eftir honum. En hvað sem öðru líður: Engum gerir hann neitt. Hana nú. Þar var hann staðinn upp. Hann rambaði ekki, og hann reigði sig ekki og sagði: Hér er ég! Nei, hann stóð þarna bara eins og hvert annað veraldarinnar olnbogabarn, og var í vandræðum með skil og skilning. Loks leit hann út í horn og mælti: — Að ég sé sosum nokkuð að derra mig! Nei, nei. Og hann hrissti höfuðið og lét aftur aug- un. Ég hef síðan litið á mig sem sakamann. Tuttugu og níu ár, var þrjátíu og tveggja, þeg- ar það kom fyrir, hef í tuttugu og níu ár verið sakamaður, sem enginn hefur viljað dæma, ekki að tala um. Fógetinn hérna — ekki von með hann, þetta var soddan góðmenni, ekki minn eigin kaptein, ekki ráðherrann, ekkert yfirvald á jörðunni eða í himninum — • já, heldurðu kannski ekki, að ég hafi beðið hans þar uppi líka — bróðir bezti, hefi ég sagt. En þó tók út yfir allan ekki sen þjófabálk, skal ég segja ykk- ur, þegar helvítin tóku upp peninga, heila glúffu V í K I N □ U R 335
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.