Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Qupperneq 47
— Si, si, sih!
Við þögðum, áheyrendurnir. Svó sagði rakar-
inn:
— Hann segir stundum ekki annað en þetta
—og það kemur þá kannski á tíu mínútna fresti.
En nú þótti þeim aldraða víst tími til að tala.
Hann reisti höfuðið og mælti þvoglulega, en þó
svo sem af nokkrum móði:
— Það er satt, aldrei nema dagsatt, að þá
var það ég, sem stýrði — það var nú lóðið. En
minn elskanlegi. — Hver er það nú, sem stýrir?
Þögn. Svo á ný frá þeim drukkna:
— Allt í loft upp, 14 menn steindauðir, alveg
satt, dagsatt, en hvernig hefur það gengið nú
— ha? Hver er það nú, sem stýrir? Ekki ég,
ekki hann Simbi Jónatansson — o, dekillinn hafi
það!
Aftur þögn, en aðeins hið ytra. Minnsta kosti
bergmálaði það innra hjá mér, sem hafði verið
að lesa um friðarfundinn í París, þetta, sem
Simbi gamli hafði sagt:
Hver er það nú, sem stýrir?
—- Næsti, sagði rakarinn — að því er mér
virtist í eitthvað ankannalegum tón.
Sessunautur minn fór í stólinn, og sá sem
klipptur hafði verið og dubbaður upp, tók hatt
sinn og staf. Svo hristi hann höfuðið:
— Gott að vera laus við síldina — núna. Síld
og grútur, alveg þurrkað burt úr mínu lífi.
Adíu, piltar.
Þeir fóru eitthvað að rabba um Jóa grút og
síld, rakarinn og vélsmiðjueigandinn — merki-
legt, hvað kindin eins og vissi, hvar helzt væru
snöp, sögðu þeir, — en ég fór að athuga Simba
Jónatansson. Hann leit á mig, en skipti sér ekk-
ert af mér, enda mun hann hvorki hafa séð vork-
unnsemi né andúð í augnaráði mínu. En nú
hafði ég betra tækifæri en áður til þess að virða
liann fyrir mér. Hann var lágur og þéttvaxinn,
ekki þó verulega gildur, frekar eins og saman-
rekinn. Hann hafði ljóst yfirskegg, var — eins
og mér hafði sýnzt — undarlega fölbleikur yfir-
litum. Hann var íhyglislegur og þreytulegur á
svip. Hann blundaði ekki, horfði gráleitum aug-
unum niður í gólfið, hafði spennt greipar, hend-
urnar litlar og þéttar.
Nú brosti hann sigrihrósandi, og þó svo sem
angurvært, og hann strauk annarri hendinni um
munninn:
— Þú stýrir — svo segja þeir. En margt skeð-
ur nú á sæ, og hvert horfir, hvert horfir nú,
lagsmaður?
Þögn hjá þeim gamla, og ég heyrði, að rakar-
inn nefndi manninn í stólnum nafni alkunns vél-
smiðjueiganda, sem áður hafði verið vélstjóri.
Ég gaf þeim engan gaum, en horfði á Simba,
sem ók sér nú, svo sem í honum væri hrollur.
Svo sagði liann:
— Ég er sosum ekkert að lasta þig. Það er
annað um að tala en í að komast. Það veit ég,
karl minn. Si, si, sih.
— Gerið þér svo vel, sagði rakarinn.
Og vélsmiðjueigandinn fór sína leið. Svo fór
ég þá í stólinn.
;— Klipping, þvottur og rakstur — eins og
vanalega ?
— Jú, þakka yður fyrir.
— Það er alveg sérstakt, ruglið í honum núna,
þeim gamla.
— Jæja.
— Hann sagði, þegar hann kom inn, að hann
væri að koma frá París.
— Ha? Frá París?
— Bara kjaftæði.
Ég þagði um stund, en sagði síðan:
— Vitið þér, livaðan hann er?
— Nei, ekki svo ég geti sagt greinilega frá
því. Hann er víst vanalega eitthvað hér suður
með sjó og kvað þá vera eins og hver annar mað-
ur, bara þegjandalegri, þó smákíminn stundum,
var maður að segja mér, og afbragðs verkmað-
ur, en svo kemur hann fjórum fimm sinnum
á ári hingað til bæjarins og drekkur þá svona.
Ég leit til Simba, sem hékk nú eins og hálf-
sofandi fram á hendur sínar.
— Hvað er þetta tal í honum um stjórn?
— Ég veit ekki almennilega, hvernig það
var. En ég hef heyrt, að hérna í fyrra stríðinu
hafi hann orðið fyrir því óláni að stýra á
tundurdufl, og síðan liafi hann aldrei orðið sam-
ur maður, t. d. segja þeir þarna suður frá, að
það eina athugaverða við hann til verka sé það,
að hann fáist aldrei til að taka í stýri..Ekki
teyma undir neinum heldur, hafa þeir eftir
honum. En hvað sem öðru líður: Engum gerir
hann neitt.
Hana nú. Þar var hann staðinn upp. Hann
rambaði ekki, og hann reigði sig ekki og sagði:
Hér er ég! Nei, hann stóð þarna bara eins og
hvert annað veraldarinnar olnbogabarn, og var í
vandræðum með skil og skilning. Loks leit hann
út í horn og mælti:
— Að ég sé sosum nokkuð að derra mig! Nei,
nei. Og hann hrissti höfuðið og lét aftur aug-
un. Ég hef síðan litið á mig sem sakamann.
Tuttugu og níu ár, var þrjátíu og tveggja, þeg-
ar það kom fyrir, hef í tuttugu og níu ár verið
sakamaður, sem enginn hefur viljað dæma, ekki
að tala um. Fógetinn hérna — ekki von með
hann, þetta var soddan góðmenni, ekki minn
eigin kaptein, ekki ráðherrann, ekkert yfirvald
á jörðunni eða í himninum — • já, heldurðu
kannski ekki, að ég hafi beðið hans þar uppi
líka — bróðir bezti, hefi ég sagt. En þó tók út
yfir allan ekki sen þjófabálk, skal ég segja ykk-
ur, þegar helvítin tóku upp peninga, heila glúffu
V í K I N □ U R
335