Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Side 49

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Side 49
glóandi skörung, en maður hafði nú slegizt, svo það urðu engin vandræði........ Svo fór maður þá burt með stelpuskinnið, og hyskið angaf ég. Þá varð ég nú bara, lagsmaður, að sitja lon og don við að vitna og þótti heldur leiðigjarnt. En í tugthús voru þau dæmd, Valka og stærri drjól- inn, en öll voru þau dæmd til að borga Þorfinnu. En hvað svo, hvað svo? spyrjið þið. Spyr marg- ur í veröldinni! skal ég segja ykkur.....Jæja, hún Þorfinna, þessi vesalingur — hvað haldið þið? Hún dó af barnsförum, þegar hún var að eignast einhver ósköp af peningum, já, þá...... Si, si, sih! Hann skók höfuðið, leit síðan upp og sagði: -— Það má nú kannske sjá, að svona hafi verið stjórnað af viti og aðgæzlu! Nú settist Simbi gamli á bekkinn, var tekinn að roðna í andliti. Allt í einu leit hann hvatlega á rakarann og sagði hátt: — Þú ..... þú svíkur mig ekki um metalinn .....vil fá hann um leið og ég fer út? — Allt í því fína með það. Nei, Simbi hugsaði ekki meira um hái’vatnið. Nú hengdi hann höfuðið og sagði: — Hrifsaði af mér peningana, Valka, blóðpen- ingar — hvað um það! Þar fór ég þá einu sinni nærri um það rétta, að hún mundi ekki aldeilis sortna við að taka á móti þeim. Hann hristi höf- uðið. IIja, lagið — lagið á — ha? Ég verðlaun- aður fyrir að drepa menn, og ekki bara menn, heldur félaga mína, og ekki færri en fjórtán, og svo vingsa ég mér, sko, beina leið til verstu manneskju, sem ég hef þekkt: Veskú, hér hef- ur þú, sko, hvorki meira né minna en alla þessa seðla sem verðlaun fyrir þína svívirðilegu glæpi! Nú dinglaði hann til höfðinu og skellihló, — hi, hi, hi, hi, ha, ha, ha! Þvílík andskotans endi- leysa, þvílíkt botnlaust gímald! Ég færði mig fram að fatahenginu með hægð, og svo stóðum við eins og stirðnaðir, ég og rak- arinn. Nú leit Simbi upp í loft. — Hún Valka að tala um dóm? Sá, sem sak- fellir ekki sjálfan sig, en aðrir dæma, og sá sem sakfellir sjálfan sig og af öðrum er sakfelldur, hvað veit eiginlega svoleiðis fólk um menn, sem sakfella sig allt til dauðans, en enginn vill dæma? Himneskur Jesús minn, hef ég sagt, og sök mín hefur verið söm, og bænir hefur Simbi Jónatansson beðið, en allt verið við það sama.. Nýtt stríð, nýr djöfulskapur á landi í sjó og á sjó og þar að auki í loftinu, sem ég hélt að guð hefði reyndar ætlað örnum, en fyrst og fremst máfum og tittlingum. Nú, Simbi hugsaði með sér: Nú skal ég fara að sigla, sigla þar sem verst er og bölvaðast. Ef ég ferst, þá skal ég þó hitta þá og heimta minn dóm. Ef þeir vilja ekki leyfa að ég farist, þá verð ég þó kannske skipinu ein- hver vernd. En Simbi fékk ekki að sigla, því hvað á að gera við mann, sem ekki vili stýra? Og svo mátti ég vera vottur — eins og við Völkuréttai'- höldin forðum, þar sem hún og drjólinn voru dæmd. En nú var það að votta dauða á dauða ofan og foreyðslunnar bölvan bráða, út um allan heim, en hjá okkur flestum bílífi, án þess að nokkur hugsi um það, að það gæti endað með harðlífi....... Allt í einu leit hann út í horn og kreppti hnefana: — Þú hefðir aldrei átt að fara að hugsa, Simbi, hefur ekki reynzt nein skepna til þess! Ég var kominn í frakkann, en beið. Nú fór Simbi að núa hnén. Því næst: — Ég hef bæði nú og endranær sagt það, þeg- ar mér hefur þótt verst ganga í veröldinni: Ilver er það nú, sem stýrir? En ég hef sagt meira, því að reyndar hef ég alltaf verið að afsaka mig, hef til að mynda sagt: Ekki er það Simbi Jóna- tansson frá Klöpp, sem stýrir núna! Ha ? Ilaldið þið ég lesi ekki blöðin ? Komið þið þar! Ég passa mig meira að segja á því, þegar ég er á túr, að drekka mig ekki svo fljótt fullan að morgnin- um, að ég geti ekki rýnt í blöðin frá deginum áður. Og segið þið Simba ekki neitt. Hann veit: Nú kemur það djöfullegra en nokkurn tíma áð- ur — frétti það í París í nótt, var þar í nótt, sem ég er lifandi maðurinn, og það situr, skal ég segja þér vinur minn Pílatus, sem fyrstur þvoð- ir þínar hendur, það situr eins og ískaldur steinklumpur kringum hjartasmánina í brjóst- inu á mér. Og nú segi ég: Víða má hann eiga sér hönd og víða má hann hafa augun, sem nú á að stýra. Margir stýristaumarnir, og þó að þeir kunni að vera úr hreinu patentstáli, þá er marg- ur, sem reynir að klippa. Og ég hálft mitt líf eins og púkinn okkar á kirkjubitanum ...... En væri ekki kominn tími til fyrir þig að spyrja, hávelborinn herra Simbi Jónatansson frá Klöpp: Hvernig hefur þér gengið að stýra ? Tundurduf 1 — látum það vera, en síðan: Blóðpeningarnir, lagsmaður, Valgerður þar, hnú, þín eigin vinna: fylliríið þar — og annars eintóm andskotans endileysa, ekki klórað í bakkann! Taka brauðið frá börnunum og kasta því fyrir hundana — já, það var, sko, einhver, sem sagði þetta, og einhver kenndi þér það, Simbi litli. Hann ræskti sig. Svo leit hann allt í einu á mig, virti mig fyrir sér nokkur augnablik. Síðan kankvís, en þó með þunga: — Heyrðu, þú — nei, þér hlustið eitthvað svo undarlega á mig, kunningi — nei, monsjör. Og hann rétt aðeins greip í kaskeytisderið. Sagði síðan: — Þarf þessa ekki, þarf þessa ekki! Þú hefur líka komið til París — og þú veizt hvað það þýðir, að þú átt heima í Reykjavík ........ Hann hrökk við, lyfti svo hendinni, lét hana dingla, sagði: — Nei, nei, bíddu, bíddu! Nú er það rétt að koma, það sem við á. Jesús minn, V I K I N G U R 337

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.