Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Síða 51

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Síða 51
KUtnaqatíur á kafokcthi Ef einhverju sinn verður hægt að ferðast fullum fet- um á hafsbotni og sjá greinilega umhverfi allt og líf það, sem þar leynist, mun ferðamanninum ekki þykja ólíkt því sem væri hann kominn í furðulegan töfraheim, ævintýra og kynjasagna. Hann myndi renna augunum yfir merkur og skóga, margbreytileg og litauðug veröld myndi blasa við, full af sérkennileik, furðum og fegurð. Milli jurtagróðurs, „blóma“ og „trjálunda" myndi hann sjá margvíslega lagaða og alla vega lita fiska synda fram og aftur. Seinfærar og þunglamalegar sjávarskepnur mjökuðust þar áfram, en í myrkviði sægróðursins svömluðu kolkrabbar og leituðu að bráð. Hverjum manni, sem þetta liti augum, dytti fyrst og fremst í hug orðið töfraheimur eða ævintýraland. Og sannleikurinn er sá, að hafsbotninn er óneitanlega töfraheimur. Vel útbúnir og vísindalega menntaðir kaf- arar hafa á síðari tímum skýi't nokkuð frá furðum og stórmerkjum þessa töfraheims. Hafrannsóknir ýmis konar hafa einnig leitt í ljós sitt af hverju um útlit og eðli þessarar veraldar. Eins og að var vikið er hafsbotninn á sumum stöð- um því líkastur sem á skóg sæi eða blómskrýdda, grösum vaxna velli. „Blóm“ þau, „tré“ og aðrar „jurtir" sem á hafsbotni finnast, eru þó engan veginn skilgetin börn Flóru öll saman, heldur allt annars eðlis og uppruna. Athugi maður 2. myndina, sem greinarkorni þessu fylgir, er ekki öðru líkara en að þar sé á ferðinni ljós- mynd af allra snotrasta blómskúf eða runna. Svo er þó ekki. Myndin sýnir samfélag óteljandi smádýra í Miðjarðarhafi. Eru dýr þessi nefnd á latnesku máli Pennaria cavolinii. Þau eru örsmá, en hvert um sig hefur svolitla griparma, og getur með þeim veitt önnur smádýr, sem straumurinn ber framhjá. Um leið og griparmarnir snerta herfangið, gefa þeir frá sér eitur- vökva, svo að fórnardýrið missir allan lífsþrótt og verður árásarskepnunni að bráð. Dýr þessi, sem eru hvít að lit, eiga marga ættingja. Frægastir þeirra eru kórallar þeir, sem mynda kalkrif í ýmsum höfum. Kórall sá, sem sýndur er á 1. mynd, er mjög algengur í Miðjarðarhafi. Hann myndar sverar, sterklegar kóralgreinar, dimmrauðar að lit, en sjáf kóraldýrin eru snjóhvít á lit og sitja á greinunum eins og fegurstu blómknappar. SÆANEMÓNUR eru víðfrægar fyrir litfegurð sína. Þær eru skyldar kóraldýrunum, en miklu stærri en þau. Tegundir þeirra eru margar og útlitið breytilegt. Einhver stærsta tegundin er Anemonia sulcata, sem sýnd er á þriðju mynd. Hún finnst allvíða í hlýrri höf- um. Sitja dýrin þá oft þúsundum saman á klöppum og grjótflákum skammt framan við sjávarmál. Hlessa þau sér fast á grjótið og sletta gripörmunum síðan í allar áttir til að ná sér í bráð. Hamingjan hjálpi þeim smá- fiski, sem vogar sér of nærri gripörmum anemón- unnar! Hann þarf ekki um sár að binda. Giæðgislega og með furðulegum krafti grípur anemónan herfang sitt, og hafnar það umsvifalaust í maga hennar. Allar sæanemónur hafa eiturvökva í blöðrum eða kirtlum á gripörmunum, og geta lamað fórnardýrið svo mjög með vökva þessum, að það gefur upp alla vörn. Eitur- vökvi þessi er svo sterkur, að hann hefur nokkur áhrif V I K I N G U R 1. mynd. Kóralgreinar. 339
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.