Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Side 60
Minningarorð
Guðmundur Jónsson frá Reykjum
F. 12. júní 1890. I). 6. september 1940.
Hinn 1. okt. 1910 sá ég í fyrsta sinn Guð-
mund Jónsson. Það var við skólasetningu
í stýrimannaskólanum, hann var einn þeirra ný-
sveina, sem settust í skólann þann vetur, við
vorum í sömu deild um veturinn og urðum við
vel kunnugir. Hann stundaði námið af framúr-
skarandi dugnaði, svo að hann lauk prófi um
vorið 1911, eftir að liafa verið einn vetur í skól-
anum, og fékk ágætis próf. Strax að prófi loknu
varð laann stýrimaður á togaranum Frev. Var
ekki laust við að við öfunduðum hann af þess-
ari stöðu, þar sem við hinir urðum að sætta
okkur við stýrimannspláss á vélalausum segl-
skipum (skútunum). Upp frá þessu fór vegur
Guðmundar stöðugt vaxandi, unz hann náði því
hámarki að verða skipstjóri á öðrum stærsta
togaranum, sem til var hér, „Skallagrími“. Á
þessu skipi lék allt í lyndi fyrir honum, í fjölda
mörg ár var hann aflahæstur, og var svo stund-
um, að manni fannst Skalli vera of lítið skip
fyrir Guðmund. Guðmundur var ekki mikið fyr-
ir breytingar. Hjá sama útgerðarfélaginu vann
liann sem skipstjóri yfir 20 ár (H.f. Kveldúlfi).
Fór hann þaðan ekki fyrr en hann gerðist með-
eigandi í b.v. Reykjaborg, sem hann var skip-
stjóri á, þar til hún fórst 1941, en hún var skot-
in niðui’ af Þjóðverjum á leið til Englands. Miss-
ir þessa skips og skipshafnarinnar er áreiðan-
lega þyngsta áfall sem Guðmundur varð fyrir
meðan hann lifði.
Guðmundur valdi sér fyrir lífsförunaut Ingi-
björgu Pétursdóttur frá Svefneyjum, og giftust
þau 1916. Höfðu þau því búið saman í 30 ár
þegar Guðmundur lézt. Hjónaband þeirra var
eins gott og bezt getm’ verið, enda voi'u þau
samvalin að myndarskap og mannkostum. Þau
eignuðust 6 börn, og eru 5 þeirra á lífi, öll upp-
komin, mjög mannvænleg.
Guðmundur var borin og barnfæddur Reyk-
víkingur, og bjó hann þar til ársins 1927, að
hann fluttist á eignarjörð sína, Reyki, með mági
sínum, Bjarna Ásgeirssyni, og hefur hann búið
þar síðan, og bætt húsakynni og jörðina eins og
bezt er hægt. Guðmundur andaðist í Landspít-
alanum 6. sept., eftir langa og þunga legu. Um
leið og jarðneskar leifar hans voru fluttar úr
fæðingarbæ hans, var hann kvaddur í dómkirkj-
unni af afar rniklu fjölmenni. Hinn 14. sept.
var hann svo jarðsettur að Lágafelli. Var þar
svo mikill mannfjöldi saman kominn, að lítill
hluti þess komst í kirkju, má á því sjá, hve
vinsæll maður Guðmundur var.
Við fráfall Guðmundar Jónssonar skipstjóra
er horfinn úr skipstjórahópnum einn hinn glæsi-
legasti, vinsælasti og heppnasti skipstjóri, sem
við höfum átt í okkar hópi. Er'hans sárt sakn-
að af samverkamönnum, félögum og frændum,
en sárastur er söknuðurinn hjá eftirlifandi eig-
inkonu og börnum. Þau hafa svo mikið misst,
að þau fá það aldrei bætt. En það er huggun í
harmi, að vita, að orðstírinn, sem hann ávann
sér deyr aldrei, og mun verða öldum og óborn-
um til fyrirmyndar.
Blessuð sé minning hans.
Guðbjart u r ó lafsson.
Det har været godt aa lese de minneord der
er skrevet om Skipsförer Gudmundur Jonsson,
Reykjum og jeg forstaar saa godt den sympati
der overalt blev vist ved hans altfor tidlige död.
34B
V I K I N □ U R