Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Síða 66

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Síða 66
Einmitt það. Hvemig vildi það til? Hann mun hafa dottið út af strandferðaskipi síðastliðið vor. Var að fara „á síld“ ásamt mörg- um öðrum sjómönnum. En svo liðu margar vik- ur ftá því þetta skeði og þar til hans var saknað. Nú; hvernig stóð á því? Það sá enginn þegar hann féll fyrir borð. Þarna var margt um manninn; fólk kom og fór á hverri höfn og eins og þú manst, þá fór aldrei sérlega mikið fyrir honum, hvar sem hann var. í skiprúm hans var tekinn annar maður þegar hann var ekki kominn á réttum tíma. Ég býst við að fráfall hans væri óupplýst ennþá ef hann hefði ekki skuldað útsvar. Jæja? Jú, þegar farið var að leita að þessum skuld- seiga gjaldanda, gátu rukkararnir rakið spor hans um borð í þetta skip með þessari ferð, en ekki upp úr því aftur. Voru það svo rukkararnir, sem fyrstir urðu til þess að upplýsa hvarf hans? Já, jæja, kannske hafa þeir fengið einhverja hjálp til þess, þeir eru hvort sem er ekki svo fáir rúningsmennirnir hjá því opinbera. Stjáni gamli hneggjaði stutt og kalt, það átti víst að heita hlátur, sló pontunni þunglega við ljósa- staur, tók tappann úr henni með tönnunum, stút- aði sig með tveimur stuttum sogum, lét svo pontuna í vasann og dæsti langt og ánægjulega. Jæja, það er þá svona með hann. Ég man ekki eftir að hafa séð neitt um þetta í blöðunum. Nafni hans er ég að vísu búinn að gleyma, hafi ég þá nokkru sinni vitað það; en ég hefði áreiðanlega þekkt hann, ef ég hefði séð þar mynd af honum. Það kom ekki nein mynd af honum í blöð- unum. Líklega aldrei verið tekin mynd af honum. Hvað hef ði hann svo sem átt að gera við mynd ? Var ekki haldin nein minningarathöfn ? Minningarathöfn! Um hvað ? Guðmundur Gíslason Hagalín: SJÓMENN Þegar svellandi öldur sveljuðu um gnoð og svarraði í brestandi hengjum og þrumandi bylvindur þandi voð, og þusaði og söng í strengjum, undan drjúpandi hettum var horft með ró, mót hvítum, fjarlægðum ströndum, og hið stynjandi skip þaut um stormvakinn sjó undir stjórn frá þrekmiklum höndum. Enn fara brotsjóar brattir á kreik og belja hásir í máli. það gnötrar, járnið, það gnestur í eik og glymur í tói og stáli. Undan gljávotum höttum er horft á strönd af hvasseygum, rólegum mönnum, og vélknúin skútan með brakandi bönd — hún brýst gegn æðandi hrönnum. Þeir sigldu áður, þeir sigla enn og sækja björg fyrir alla, þeir rólegu, sterku og stæltu menn, sem stritið og hættan kalla í manndómsraun út á reginsjá, þegar rólega aðrir livíla. Og engin þörf er að aumkva þá eða yfir þeim sýta og víla. En gefum þeim það, sem er vissara en von: að viti þeir konu og móður og litla dóttur, og lítinn son og litla systur og bróður vernduð gegn sulti — og séð fyrir því að sólskins og menningar njóti, — þá stýra þeir glaðir storminn í, þó að straumýfðir sjóar brjóti. ís. ’42. Ttef' fiAur ortar, er höfundurinn sá turn nýja Stýrimannaskólans gnæfa yfir Reykjavíkurbæ. Lag: Fyrr var oft í koti kátt. Stendur hátt með stoltarráð Stýrimannaskóli, horfir yfir lög og láð langt af sjónarhóli. Hærra þó við himin ber heiður þeirra tíma, er menn lærðu af sjálfum sér sjóinn við að glíma. Koma skip með hefð og hrós heim af fjörrum löndum, nýrra tíma leiðarljós loga fyrir ströndum. Fátt eitt lýsti fyrr á sjó feðra vorra knörum, hjartað, sem í brjósti bjó, barg þeim heim úr förum. 354 VÍKIN G U R
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.