Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Blaðsíða 68
Dr. Jón Dúason
N or ðurhaf s v eldi
Eitt sinn barði tækifærið stór högg á dyr íslenzku
þjóðarinnar. íslenzkir sæfarar fundu Grænland og rétt
þar á eftir sjálft meginland Vesturheims 986. Og tæki-
færið var gripið. Skjótt og röggsamlega var til dyr-
anna gengið þá! Það var fyrsta hafsiglingaþjóð ver-
aldarsögunnar, fyrsta þjóð í heimi, er sigldi sjálfviljug
og óttalaus um opin heimshöf, sem þá réð húsum á Is-
landi. Grænland var numið í skyndi og með þeirri
röggsemd, er lengi verður minnst. Hver landkönnunar-
og landnámsferðin eftir aðra var farin til Vesturheims,
og réttur þessara Vesturheimsfara var tryggður í milli-
ríkjasáttmála við Noreg ca 1016—1023, er geymst hef-
ur í handritum Grágásar og oft síðar var endurtekinn
með svardögum, og loks gerður ævarandi með ákvæðum
Gamla sáttmála 1262—64.
Allar strendur Grænlands að vestan og austan voru
numdar. Allar strendur Vesturheims frá Nova Scotia
norður eftir, norðurstrendur Vesturheims og vestur1-
strönd þeirrar heimsálfu langt suður í Alaska voru
numdar af íslendingum, svo sem ritaðar heimildir og
rústir þessara ísl. byggða votta enn í dag. Þeir ís-
lenzku þegnar, sem námu þessi lönd, fóru með íslenzkt
þjóðfélagsvald. Með námi þeirra á þessum ströndum
fór fram opinberréttarlegt landnám. Allt þetta vest-
ræna svæði var hluti hins ísl. þjóðfélags, var í „vár-
um lögum“, svo sem það er kallað á máli Grágásar.
Afkomendur fslendinga byggja enn allar þessar vest-
rænu strendur. Hin verklega menning þessa fólks er
enn svo að kalla öll íslenzk, en það hefur týnt tungu
sinni og þar með þeirri menningu að mestu, er geymd-
ist á tungunni. Það hefur blandast lítillega við kol-
svarta dvergþjóð, 3—4 feta á hæð, er bjó í holum neð-
anjarðar á þessum svæðum og hafði enga kunnáttu í
því að hlaða eða leggja stein ofan á stein. Að líkams-
gerð og gáfnafari mega þessir fjarlægu landar vorir
heita norrænir menn og að litarhætti líka. Á Marklandi
og Grænlandi kalla þeir sig enn karla, þ. e. íslenzka
almúgamenn. — Um þenna merkasta þátt í sögu. ís-
lendinga, og raunar allri veraldarsögunni, geta þeir,
er vilja, lesið í bókinni Landkönnun og landnám fs-
lendinga í Vesturheimi.
Fólksstraumurinn frá íslandi til Grænlands og öll
han vindrafstöð, sem hann lætur nú snúa vélinni.
Kristinn er kvæntur Sesselíu Benediktsdóttur (systur-
dóttur sr. Þorleifs frá Skinnastað), og er sú kona í
hvívetna manni sínum samboðin. Þau hafa reist nýbýli,
Nýhöfn, í landi Leirhafnar. Starfrækir Kristinn þar
smiðju sína, og hefur hún orðið mörgum að liði, eigi
aðeins innanhéraðsmönnum, heldur einnig sjómönnum
víðsvegar að, sem koma þangað með bilaðar vélar eða
annað í ólagi, og fá við það gert.
Einar Sigfússon.
sigling milli íslands og hinna vestrænu landa þess var
stöðvuð með konungsboði um miðja 13. öld, er Björg-
vinjareinokuninni var skellt á löndin. En frá Grænlandi
var bændafólkið stöðugt að tínast vestur í heim. Það
verður ekki sannað, að landbúskap hafi verið hætt með
öllu í Eystribyggð fyrr en á 17. öld eða í byrjun 18.
aldar. Og tréskip Grænlendinga var að hrekja um At-
lantshafið og reka hér við land fram á 18. öld. Telja
má víst, að þetta séu skip, er lent hafi í hafvillum milli
Grænlands og Marklands. Um þetta geta menn lesið
í áðurnefndri bók.
Meðal allra þessara vestrænu landa hefur eyjan
Grænland þá sérstöðu, að henni hefur alla tíma verið
stjórnað af konungi íslands, og undir hans yfirráðum
er hún enn. Auk hins eðlilega réttar, sem felzt í því, að
landar vorir byggja Grænland enn, er hinn lagalegi
eignaréttur íslendinga til Grænlands öldungis augljós og
órengjanlegur. Og það er sóma vorum ekki samboðið,
að draga það lengur að reka þessa réttar vors. Áður
stundi þjóð vor undir réttleysinu í kyrkigreipum hinna
dönsku kúgara. Nú er þjóð vor frjáls, og nú getur hún
beitt þjóðaréttinum. Hví hika forráðamenn landsins þá
við að gera það? Eftir hverju er beðið?
Hví er öll þessi bið, þar sem það er af öllum viður-
kennt, að fiskigrunn vor við Grænland og hafnir þar
séu orðnar lífsnauðsyn fyrir íslenzkan sjávarútveg?
Þurfa landsstjórnarmenn vorir að lifa fleiri taprekstr-
arár á útgerðinni, fá fleiri löðrunga, til þess að vakna
til réttra aðgerða? Eða hafa menn ekki enn vaknað til
skilnings á því, að öll Norðurhafslöndin, Færeyjar, Is-
land og Grænland eru ein hagfræðileg eining, sem af
ómótstæðilegum öflum eru knúin til að starfa saman í
allranánustu samvinnu, helzt sem eitt, samsett eða
ósamsett þjóðfélag.
Tækifærið ber nú enn á dyr íslenzku þjóðarinnar!
Þörfin kallar nú um brýna nauðsyn þess, að öll Norður-
hafslöndin, ísland, Grænland og Færeyjar sameinist í
eitt þjóðfélag frjálsra manna og jafnra í öllum rétti.
Slík sameining ein getur tryggt atvinnuvegum þessara
landa lífvænlega framtíð og íbúum þeirra frelsi. Það
er skylda íbúa þesara landa að ræða nú mál þetta af
hreinskilni, raunsæi og viti og með góðum hug. Og það
er skylda Islendinga að hafa forgöngu í því. Göngum
nú jafn skjótt og röggsamlega til dyranna og feður
vorir gerðu forðum, er tækifærið knúði á hurðir þeirra.
Með undursamlegu seiðandi afli draga fiskigrunnin
við Suður- og Vesturland að sér ógrynni fiskjar frá
víðáttumiklum hafsvæðum til að hrygna. Þá er vetrar-
vertíð við Suður- og Vesturland. Það er Færey-
ingum lífsnauðsyn, að fá jafna aðstöðu við íslendinga
til þátttöku í þessari veiði. Það er íslendingum lífs-
nauðsyn, að Færeyjar, sem eru einar 40 danskar mílur
suðaustur af Eystra-Horni, komist ekki undir erlent
vald eða verði sem „sjálfstæðar" notað sem ræningja-
356
V í K I N □ U R