Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Qupperneq 70

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Qupperneq 70
JDLRUS OLAFSSOIM Góðar bœkur Það er ekki ofsögum sagt, að bókaútgáfa á Islandi er óvenju mikil miðað við fólksfjölda. Ég held að rétt sé farið með, að yfir tvö hundruð bækur, þýddar og frumsamdar, hafi verið gefnar út árið 1945. Að sjálf- sögðu eru bækur þessar upp og ofan gott andlegt fóður. Sumar eru ágætar, margar góðar og fjöldi innihalds- lausar. Ef bóka- og blaðaútgáfa á Islandi er mæli- kvarði á manndóm og menningu landsmanna, þá gæti manni dottið í hug að íslenzka þjóðin stæði hlutfalls- lega framarlega á móts við aðrar þjóðir. Hvað sem um þessi mál er sagt, þá dylzt það ekki að einstaklingarnir eru frjálsir gerða sinna og mega hugsa og starfa eftir því sem andinn eða andleysið blæs þeim í brjóst. Það er víst, að þetta frjálsræði er mjög mikils virði til þroskunnar á skapgerðinni, og ef til vill eitt af frumskilyrðunum til andlegs þroska. Islendingar eru gæfumenn á þessu sviði miðað við sumar aðrar þjóðir, sem ekki eru frjálsar gerða sinna og vélrænir valdhafar fyrirskipa fólkinu það sem þeir vilja að það hugsi, starfi og lesi. Það er eftirtektarvert í þessu bókaflóði hvað litið er gefið út af trúmálabókum, þar sem þjóðin er eða hefur verið talin trúhneigð. Orsökin er ef til vill sú, að þjóðin er almennt dul og ekki fyrir það að láta uppskátt um tilfinningar sinar í þeim málum, og því hafi bókaútgefendur ekki talið sér mikla sölumöguleika með útgáfu slíkra bóka. Mér finnst samt að nokkrar athyglisverðar bækur hafi verið gefnar út á síðustu tímum. Þær teljast ef til vill ekki til trúmálabóka, en eru það samt að miklu leyti, því þær greina frá ákveðn- um sannindum Biblíunnar og vísindalegum rannsókn- um á pýramídanum mikla í Egyptalandi. Bækur A. Rutherfords „Pýramídinn rnikli" kom út árið 1940, „Boðskapur pýramídans mikla“ kom út árið 1945 og „Hin mikla arfleifð íslands" kom út árið 1939. Þessar þrjár bækur eru að mínum dómi mjög merkilegar. Einnig hafa verið gefnar út aðrar þrjár athyglisverðar bækur um svipað efni eftir Jónas Guðmundsson eftir- litsmann sveitarstjórnarmálefna. Bækur hans heita „Spádómai-nir um ísland", „Saga og dulspeki" og „Vörðubrot“, og nú á þessu ári hefur hann byrjað út- gáfu á tímariti sem hann nefnir „Dagrenning". Jónas Guðmundsson er víðsýnn og frjálslyndur gáfumaður sem mikils má af vænta um þessi mál í framtíðinni. Bækur þessar greina frá vísindalegum rannsóknum á pýramídanum mikla og þýðingu á spádómum Biblíunn- ar og að táknmál pýramídans er samhljóða spádómun- um. Þannig, að sami andinn hafi verið að verki við byggingu pýramídans og innblástur spámanna, eða, að guð hafi stjórnað hvoru tveggja. Tvær af bókunum eru sérstaklega um ísland, og eru þær í meira lagi athyglis- verðar, hvaða hlutverk íslandi er ætlað í nýsköpun yfir- standandi tíma og framtíðarinnar. Ég ætla ekki að skrifa neinn ritdóm um þessar bækur, til þess er ég ekki fær. Sökum þess að mér þykir boð- skapurinn sem þær flytja svo merkilegur fyrir alla menn, sem á annað borð vilja nokkuð hugsa, þá datt mér í hug að vekja athygli á þeim. Ég minnist þess varla að hafa séð þeirra nokkurs staðar getið nema í auglýsingaformi. Þó getur það verið að ritdómur hafi verið skrifaður um þær, því það fara svo mörg blöð framhjá sjómanninum. En hvað sem þessu líður, þá er góð vísa aldrei of oft kveðin. Pýramídinn mikli (Steinbiblían mikla) er mesta furðuverk heimsins. Rutherford segir að pýramídinn hafi verið reistur rúmlega 1000 árum áður en Mose ritaði fyrstu bók Biblíunnar og 2600 árum áður en Kristur lifði hér á jörðinni, er hann því rúmlega 4500 ára gamall. Ennfremur segir hann um pýramídann: „Rannsóknir þessara fáu síðustu áratuga hafa leitt þá staðreynd í ljós, að það er eigi aðeins svo, að pýramídinn opinberi dásemdir stærðfræði og vísinda, heldur lýtur margt þar að hárnákvæmri fræðslu um stjörnu þá er vér byggjum, svo sem nákvæma stærð jarðarinnar, rétta lögun hennar, þyngd hennar, skipting vatns og þurlendis á yfirborði hennar, fjarlægð sólarinnar, lengd ársins svo nákvæma að eigi munar mínútu, halla jarðaröxulsins og umferðartíma hans. Allt þetta er opinberað með mælingafræði á hrein-vísindalegan hátt. Það verður að athugast, að mikið af þekkingu þeirri, sem þannig er fólgin, hlaut að vera ókunn á þeim eld- fornu tímum er pýramídinn var reistur, og mönnum var áreiðanlega ófært að komast eftir henni fyr en nú á síðustu dögum, eftir að fundin höfðu verið upp ný- tízku áhöld og tæki. Þetta bendir til að pýramídinn mikli sé opinberun náttúrufræðilegra vísinda, frá æðri máttarvöldum". — „Þareð vísindi og trú eru tvær hliðar hins mikla eilífa sannleika, þá er eigi að furða þótt það komi í ljós að pýramídinn mikli opinberi einnig sannleika trúarinnar og hin guðlegu áform um manninn á jörðinni gegnum aldaraðirnar, náttúrleg og andleg, birt á vísindalegum grundvelli. En áður en vér rannsökum trúarleg og spádómsleg atriði í opinberun pýramídans er vel við eigandi að víkja að spurningum þeim, sem kristnir menn myndu bera fram á þessum tímamótum. Kristinn maður myndi að sjálfsögðu spyrja: „Er ekki gengið í berhögg við kenningar ritningarinn- ar með því að leita þannig á öðrum stöðum, eins og í pýramídanum, að auknum guðlegum opinbenmum, þeg- ar Biblían sjálf segir oss að ritningarnar einar séu fullnægjandi, til þess að guðsmaðurinn megi verða al- ger og til alls hæfur?“ Þessari spumingu svörum vér þannig: Við rannsókn pýramídans sniðgöngum vér ekki ritningamar eða förum gagnstætt leiðsögn þeirra, því að í Biblíunni er grein, sem hingað til hefir ekki verið veitt athygli; en hún segir að pýramídinn mikli sé 35B V í K I N G U R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.