Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Side 75

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Side 75
útbúnaði, sem fenginn er frá Lidköping. Má gera ráð fyrir að Svíar taki þessa umbót upp og noti hana á næstunni við smíðar eigin báta. Smíðar fiskibáta úr tré standa á gömlum merg í Danmörku. Þar munu vera um 110 skipa- smíðastöðvar, sem smíða tréskip og báta. Skipa- smiðir hafa öflugan félagsskap og stéttin er hið bezta mennt. Ein stærsta tréskipasmíðastöð Danmerkur er ,.Fredrikssunds Skibsværft", sem smíðað hefur mesta tréskip Norðurlanda hin síðari árin.Þaðer farþega- og vöruflutningaskip, sem danska ríkið lét gera til að halda unni siglingum til Græn- lands. Skip þetta er 550 smálestir að stærð. Sézt það í smíðum á 13. mynd. Stærsti bátaslippur á Norðurlöndum er í Es- bjerg. Þaðan er 14. mynd. f slipp þessum er hægt á 8 klst. vinnudegi að hleypa 6 bátum af stokkunum og draga aðra 6 á land upp. Slippur- inn hefur ágætt rúm fyrir 14 báta, sem hægt er að set.ia upp og niður án þess að rask verði eða þrengsli skapist. Svo góð er aðstaðan, að hin fyrrnefndu afköst nást með vinnu slippstjóra og fimm starfsmanna. Dani skortir m.iög gott efni í báta, bæði eik og valda furu. Nýlega hafa þeir samið um að smíða 100 fiskibáta fyrir Sovétríkin gegn því að þau leggi til viðinn í þá báta alla og 50 að auki. ★ Norðmenn hafa misst 91 fiskibát af stríðs- völdum á heimaslóðum. Allmargir þeirra báta, sem Þjóðverjar tóku til sinna nota hafa ekki fundizt aftur, og nokkrir hinna endurheimtu eru ósjófærir með öllu. Innrásardagana og tíma- bilið þar á eftir fóru 300 fiskibátar úr landi, flestir til Englands. 287 komu fram og voru gerðir út á stríðsárunum. 87 þeirra hafa farizt eða týnt tölunni með öðrum hætti. Nokkuð hefur verið smíðað af fiskibátum í Noregi á stríðsárunum. Þó þarf flotinn mjög mikillar endurnýjunar við. Norðmenn hafa líka stórar áætlanir um framtíðina. Er ætlunin sú að smíða 400—500 fiskibáta árlega fyrst um sinn, svo framarlega sem unt reynist að útvega allt það efni, sem til slíkra smíða þarf. Norðmenn hafa ýmsa vel hæfa skipaverk- fræðinga, sem teikna báta þeirra. Glöggt dæmi um nútíma fiskibát norskan má sjá á 15. mynd. Báturinn, sem þar er sýndur, er 70 feta langur og um 65 smál. brúttó. Norskir bátar hafa flest- ir beinna stefni en hinir sænsku. Ennfremur er stýrishús norsku bátanna allmiklu stærra. Norsku bátarnir hafa ekki önnur segl en lítinn mesan. Norðmenn nota aðallega dieselvélar í hina nýju báta sína. Þeir hafa á stríðsárunum full- komnað mjög spil sín og „vinsur“, svo að til stórbóta horfir. Myndir 16 og 17 eru af 50 smálesta bát norskum, einkar snotrum og mjúkum í línum öllum. Bátur þessi er með aðeins 80 ha. diesel- vél, en gengur þó furðu mikið, 91/2 sjómílu tóm- ur, en 8V2 sjóm. með fullfermi. Er það frábær- lega góður gangur, miðað við stærð báts og vélar. Það, sem einkennir hina nýju fiskibáta Norð- manna, séu þeir bornir saman við sænska báta, er stærð lestarinnar. 50 smálesta bátur norskur, eins og sá, sem sýndur er á 17. mvnd, hefur 8 metra langa lest, en nýir fiskibátar sænskir, V í K I N G U R 363

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.