Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Qupperneq 78

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Qupperneq 78
in og Skipagerðin. Líklega þarf að semja nýja bók í skipagerð, þar sem stuðzt er við þá, sem nú er kennd, og tekið tillit til hirðingar skipa, eldsneytiseyðslu, vélaafls og hraða o. fl. Sigl- ingafræðina telur skólastjóri ekki hagkvæmt að hafa á íslenzku vegna nýjunga í þeirri fræði- grein og mikils kostnaðar sem af því myndi leiða. Skrifar skólastjóri alllangt mál um þetta atriði. Rökum skólastjóra þar að lútandi treysti ég mér ekki til að hnekkja að svo komnu. Þá er eftir dæmabókin. Enginn maður getur fengið mig til að trúa því, að sú bók þyrfti að vera á erlendu tungumáli. Hún á að vera á íslenzku og getur líka verið það. Sú bók, sem nú er notuð, miðar verkefnin við erlendar siglingaleiðir, Skagerak, Kattegat og Norðursjóinn. fslenzk kaupför sigla um þessi höf og reikningurinn er sá sami, en viðkunnanlegra væri þó að nokkur dæmi væru tekin hér við ísland, því þar eru þó flest fiskiskip. Það sem skólastjóri skrifar um siglingatæki skólans, breytir í raun og veru engu af því sem ég sagði um þau. Þau eru ekki til, en eiga að koma strax og ástæður leyfa, segir skólastjóri, og er það gott. Ummæli mín um miðunarstöðina var ég áður búinn að leiðrétta. Um nauðsyn hverrar námsgreinar má lengi deila, segir skólastjóri. Þar erum við sammála. Síðan deilir hann um vélfræðinámið og segist frekar hafa lært of lítið en of mikið í þeirri fræðigrein, að þetta sé kennt í öðrum löndum, að stýrimenn þurfi að hafa hugmynd um ein- földustu atriði þeirrar tækni, sem öll afkoma þeirra og landa þeirra byggist á, og þeir þurfi að þekkja þá hluta skipsins, sem þeir eiga að bera þó nokkra ábyrgð á. Ég hélt því fram að vélfræðinám stýrimanna væri óþörf og úrelt námsgrein og ég held því fram enn, þrátt fyrir ummæli skólastjóra. Ég vil bæta því við, að það er að mínum dómi ekkert nema leikaraskapur. Ég bjóst við, að menn gætu orðið sammála um þetta, en þar hef ég farið villur vegar, ef skólastjóri meinar það, sem hann segir, og það þykist ég vita. Hann segist frekar hafa lært of lítið en of mikið í þeirri fræðigrein. Ætli það sé ekki svo um fleiri góða menn á þil- fari? Þetta er nefnilega svo þungur lærdómur, að nemendur stýrimannaskólans botna hvorki upp né niður í neinu af því, sem um er verið að ræða í vélfræðitímum og hafa ekki yfir nægum tíma að ráða utan skólatíma tii þess að sökkva sér niður í það. Þar að auki eru vélstjórarnir, með þeirri þekkingu, sem þeir hljóta, alveg ein- færir um þetta, enda eru þeir, og þeir einir, ábyrgir samkvæmt lögum fyrir gæzlu og hirð- ingu vélarinnar, og öllu, sem að henni lýtur. Þrátt fyrir þessa ábyrgð, sem lögin leggja vél- stjórum á herðar, en ekki stýrimönnum og skip- stjóra, breytir það engu um vald skipstjóra, sem hefur æðsta vald í öllum málum engu að síður. Betra er að vita en vita ekki, geta allir fallizt á, og sá maður mun varla vera til, sem veit nógu mikið í vélfræði. Það sannar því ekkert um nauðsyn. vélfræðináms í stýrimannaskólanum. Spurningin er: Hvað er hagnýtt? Skólastjóri álítur ekki rétt að afnema þetta, meðan ekki er búið að því í öðrum löndum. Þarna hefur hann allsterkt tromp á hendi, en þó ekki sterkara en svo, að þessi kennsla fer ekki fram í öllum öðr- um löndum, ekki í Bandaríkjum Norður-Amei'- íku. Engin vélfræðiþekking er þar talin nauðsyn- leg hjá þilfarsyfirmönnum. Bandai’íkinstanda þó flestum þjóðum, ef ekki öllum, á sporði í tækni, verklegum framkvæmdum, verzlun ,og sigling- um. Þessi þjóð á nú stærsta flota í heimi, sem siglir um öll heimsins höf. Sú eina vélfræðiþekk- ing, sem stýrimenn Bandaríkjanna þurfa að hafa er hugmynd um eldsneytiseyðslu í hlutfalli við vélaafl og hraða. Þetta væri hægt að sam- eina skipagerðinni. Því þar fá menn þekkingu á þeim hlutum skipsins, sem þeir bera ábyrgð á. Skólastjóri er á sama máli og ég um það, að æskilegast væri að nemendur kynnu venjuleg störf þegar í skólann kemur, en telur varla von á því að svo sé, þar sem siglingatími sé svo stuttur, og störf um borð í skipunum einhæf. Störfin eru einhæf, satt er það, en siglingatím- inn er ekki stuttur, hann er langur að mínum dómi, eða 3 og 4 ár, eftir því hvort um fiski- menn eða farmenn er að ræða, þegar gengið er að prófborðinu. Það hefur hins vegar sýnt sig, að menn eru fákunnandi þrátt fyrir þennan langa siglingatíma, vegna einhæfra starfa um borð í skipunum. Mætti eflaust stytta þennan tíma eitthvað, ef farið væri inn á þá braut að efna til námskeiðs í verklegum efnum, eins og F.F.S.í. hefur lagt til, eða að menn kæmu með vottorð um kunnáttu sína í þessum efnum frá skip- stjórnarmönnum á varðskipum og rannsóknar- skipum ríkisins í framtíðinni. Það væri einnig í samræmi við samþykktir F.F.S.Í., sem hefur lagt til að þau skip væru löggilt sem skólaskip. Grímur Þorkelsson. Það var í Skotlandi árið 1900. Mac litli Duffy: — Pabbi! Eigum við ekki að fara á aldamótahátíðina? Það kostar bara einn shilling. Faðirinn: — Næsta skipti, væni minn, næsta skipti! ★ Skoti hitti kunningja sinn. — Hvers vegna ertu svona súr á svipinn? — Við erum að leysa upp knattspyrnufélagið okkar, sem starfað hefur í 50 ár. — Hvers vegna? — Boltinn sprakk! 366 V í K I N G U R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.