Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Page 83
reyndist honum, hefðu Passíusálmarnir sennilega aldrei
orðið til. Þessa hefir verið getið Brynjólfi biskupi til
verðugs hróss. Hitt finnst mér að hafi of lengi verið
látið liggja í þagnargildi, hversu prófasturinn í Selár-
dal, séra Páil Björnsson hefir lagt ómetanlegan skerf
kristindóminum í landinu til eflingar, með því að stuðla
að menntun þeirra feðganna séra Þorkels Arngríms-
sonar og Jóns biskups Vídalíns, sonar hans. Hannes
Þorsteinsson segir í æfisögu séra Páls, að þeir bræð-
urnir Jón Vídalín og Arngrímur bróðir hans hafi
verið til náms hjá séra Páli í Selárdal áður en Jón
sigldi til háskólans í Kaupmannahöfn, og kemur það
heim við það, sem forfeður mínir hafa eftir mönnum,
sem talað höfðu við sóknarbörn séra Páls. Má geta
nærri um það, hvort þessi sterkríki, andríki og flug-
gáfaði lærdómsmaður, hafi ekki haft unun af að veita
þessum bláfátæka en stórgáfaða frænda sínum ókeypis
kennslu. Ef séra Páll hefði ekki stutt þennan fátæka
frænda sinn á menntabrautinni, hefði hið ódauðlega
mælskunnar listaverk — Vídalínspostilla — verk and-
ríkasta og mælskasta kennimannaskörungs, sem verið
hefir á íslandi, sennilega aldrei orðið til, bókin, sem
skáldjöfurinn Einar Benediktsson kveður um: „Á hill-
unni er bók, hún boðar trú, sem blessar og reisir
þjóðir". Og um Jón biskup Vídalín segir skáldið:
„Hans meistaraorð á þann eld og það vald,
sem eilíft varir í gildi“.
Þessa verks finnst mér að eigi að geta, séra Páli til
verðugs lofs.
Séra Páll prófastur var búsýslumaður mikill og út-
sjónarsamur fjáraflamaður. Búnaðist honum ágætlega
í Selárdal. Lagði hann sérstaklega mikla stund á sjávar-
útveginn. Fann hann upp betra bátalag, en áður hafði
þekkst. Varð hann stórríkur maður, án þess þó að
þess sé getið, að hann hafi haft ranglega fé af öðrum.
En talið var að hann hafi ekki farið nákvæmlega eftir
bókstaf einokunarverzlunarlaganna, sem lágu sem mara
eða plága á þjóðinni og mergsugu hana um daga séra
Páls. Munu fáir telja prófasti það til mikils ámælis.
Nokkuð af auð sínum mun hann hafa fengið að erfð-
um eftir föður sinn, en mestan hlutann hefir hann
áreiðanlega fengið vegna framúrskarandi dugnaðar og
ráðdeildar og framtakssemi. Skipti hann milli 5 barna
sinna árið 1688, 4 hundruðum hundraða í jörðum og
lausafé. Svo erfði hann Halldór eldra, son sinn, og 1703,
eða 3 árum fyrir dauða sinn, átti hann 3 hundruð
hundraða í fasteignum. Er hann talinn hafa verið
einhver auðugasti prestur á landi hér á þeim tímum.
Þegar séra Páll hafði verið fimm ár prestur í Selár-
dal, eða árið 1650, lét hann smíða litla skútu eftir
hollenzku lagi, sama lagi og Hollendingar höfðu á
skipum þeim, sem þeir fiskuðu á hér við land. Var
hann sjálfur skipstjóri á skútu þessari framúndir 20
ár, eða þar til að veikindavandræði konu hans steðjuðu
að heimili hans. Séra Páll var vel að sér í siglinga-
fræði, og reiknaði út fyrstur manna hnattstöðu Bjarg-
tanga. Er sagt að hann hafi oft aflað ágætlega á skútu
þessa, þó að aðrir fiskuðu lítið. Skútu þessari lagði
hann á hinum svokallaða Krókspolli. Er það svæði fyrir
framan lendinguna á bænum Króki, sem var eitt af
hjáleigubýlum staðarins (Selárdals). Er svæði þetta
(Krókspollurinn) að miklu leytrvarið fyrir brimsjóum
af um 400 metra löngum en lágum grjóttanga, sem
gengur fram í fjörðinn. Tangi þessi er kallaður Króks-
höfuð. Hefir reynzlan sýnt að dekkuðum skipum er
fært að liggja á pollinum, þótt brim og stórviðri sé,
en ekki opnum mótortrillum. Að .vetrinum stóð skútan
í hinu svonefnda „Skútuhrófi". Skútuhrófið var á
melnum upp af hinu svo nefnda Klettsskeri.
Seint í ágúst árið 1898 var ég staddur í Selárdal
við jarðarför ömmu minnar sál. Þórunnar Einars-
dóttur, ásamt föður mínum, Boga Gíslasyni og bróður
hans, Einari Gíslasyni. Var Einar kunnur fyrir áhuga
sinn á sjávarútvegsmálum. Smíðaði hann fyrstur manna
smokköngla hér á landi og veiddi fyrstur manna smokk-
fisk hérlendis á öngul. Sendi hann frá sér smokk-
öngla norður að ísafjarðardjúpi og víðar um Vest-
firði. Lærðu menn þá að veiða smokkfisk.inn, sem er
tálbeita eins og kunnugt er. Ennfremur byrjaði hann
fyrstur á því að veiða síld og plægja kúfisk við Arnar-
fjörð. Jók þessi framkvæmd hans afarmikið fiskaflann
vestra, Vestfirðingum til ómetanlegs gagns. Þeir faðir
minn og Einar bróðir hans sýndu mér þá skútuhrófið,
leit það út sem aflöng laut með melborgum umhverfis.
Nn mun það að mestu leyti horfið vegna sandfoks og
uppblásturs. En ég veit hvar það var.
Þeir faðir minn og Einar bróðir hans voru báðir
fæddir og uppaldir á Selárdal, því Gísli Árnason, faðir
þeirra, en bróður- og tengdasonur séra Einars Gísla-
sonar prests í Selárdal, var mörg ár ráðsmaður hjá
séra Einari tengdaföður sínum. Þeir bræður voru því
nákunnugir öllum staðháttum og höfðu heyrt ýmsar
sagnir um presta þá, sem voru nokkru á undan séra
Gísla langafa þeirra í Selárdal. — Nokkru utar en
skútuhrófið er, fellur lækur til sjávar, og nefnist Tein-
æringslækur. Við læk þennan stóð til forna hróf, sem
kallað var teinæringshróf. Þar er sagt að séra Páll
hafi sett upp teinæring þann, sem hann notaði til
skreiðarferða og ýmissa aðdrátta, og til hákarlaveiða.
Árið 1905, eða árið áður en séra Páll dó, er sagt í
annálum að hann hafi misst tvö skreiðarskip og 8
menn í góðu veðri, af ofhleðslu. Voru þeir á heimleið
úr Kópavík, því þar hefir gamli maðurinn haft út-
gerð, enda var þar bátaútgerð fram á 19. öld, eins
og kunnugt er.
Það, sem ég hefi hér sagt um séra Pál og ég hefi
hvergi áður séð skráð, er:
1. Ár það, 1650, sem hann lét smíða skútuna og
byrjaði að gera hana út.
2. Legupláss skútunnar — Krókspollurinn. —
3. Skútuhrófið, þar sem skútan stóð uppi að vetr-
inum.
4. Teinæringshrófið.
5. Húsið við Skarfossinn, sem prófastur lét byggja
handa Helgu konu sinni, henni til afþreyingar í
veikindum hennar.
. 6. Um skagfirzku konuna, sem fleytti syni sínum á
mjólkurtroginu yfir Selársdalsána.
7. Að einn nábúi séra Páls varð bráðkvaddur undir
messunni í Selársdalskirkju.
Heimildarmenn mínir fyrir ofanrituðum sögnum í
sjö þáttum eru tvær ömmur mínar og afi minn: Þór-
unn Einarsdóttir, fædd 4. des. 1817 og Jóhanna Einars-
dóttir, systir hennar, fædd 15. des. 1822, dætur séra
Einars Gíslasonar prests í Selárdal. Afi minn, sem ég
hefi líka sagnirnar eftir er Árni Ámason, fæddur
4. sept. 1822, maður Jóhönnu. Hann var sonarsonur
séra Gísla Einarssonar og bróðursonur séra Einars,
V I K I N G U R
371