Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Page 86
Bækur
Heildarútgáfur.
Þegar litið er til baka yfir hinn mikla bókaflaum
styrjaldaráranna, mun það ekki dyljast bókavinum, að
heildarútgáfur ýmissa eldri öndvegisrita vorra eru ein-
hver varanlegastu minnismerki þess tímabils. Fram að
styrjöldinni höfðum við ekki haft efni á því að gefa
út heildarsöfn af ritverkum margra beztu skálda vorra.
Nú hafa þau komið hvert af öðru, og önnur eru í upp-
siglingu. Þetta er mikill fengur. Hvað sem að öðru
leyti verður sagt um bókaútgáfu síðustu ára, — og
mörgum þykir nóg um —, munu fáir á móti því bera,
að fremstu skáld vor eigi jafnan að vera til í vönd-
uðum heildarútgáfum.
Þessa dagana kemur út áttunda og þar með síðasta
bindið af ritverkum Jóns Trausta. Útgefandi er Guð-
jón Ó. Guðjónsson. Með því bindi er lokið stærstu heild-
arútgáfu, sem enn er til af ritum nokkurs skálds á vora
tungu. Jón Trausti stendur svo föstum fótum í íslenzk-
um jarðvegi að hann nýtur enn fágætra vinsælda sem
sagnaskáld, og á þær vinsældir fyllilega skilið. — Pétur
Lárusson hefur annast útgáfu þessa, sem er hin veg-
legasta í hvívetna.
Ljó'ömæli Einars Benediktssonar í þrem bindum komu
út á vegum ísafoldarprentsmiðju í sumar. Hinir mörgu
aðdáendur skáldsins hafa eflaust fagnað þeirri útgáfu
og þá ekki síður hinu, að boðað var úrval rita Einars í
óbundnu máli. Ágætur bókmenntafræðingur mun nú
starfa að því verki, og er þess að vænta, að vel takizt.
Munu menn þar kynnast blaðamennsku Einars Bene-
diktssonar, sem var um margt hin merkilegasta. Þá er
það einnig í ráði, að ævisaga skáldsins fylgi þeirri
útgáfu.
Svalt og bjart, rit Jakobs Thorarensen í tveim bind-
um eru fyrir nokkru út komin á vegum Helgafells-
útgáfunnar. Fyrra bindið hefur að geyma Ijóð skálds-
ins, hið síðara smásögur hans, og lausavísur sem
bókarauka. Jakob sr sérkennilegt skáld og kjarnmikið.
Hefur hann ort ófá vel gerð kvæði, einkum á fyrri
árum. Smásögur hans eru flestar skemmtilega sagðar,
hnyttnar og fyndnar, sumar prýðisgóðar. Útgáfan er
vönduð, þótt ekki hafi tekizt að útrýma svo prentvillum,
sem skyldi.
Heyrzt hefur að hafinn sé undirbúningur að heildar-
útgáfum ýmissa skálda vorra, Matthíasar, Gröndals,
Guðmundar Friðjónssonar, Guttorms J. Guttormssonar
o. fl. Er gott til þess að vita, og ólíkt skyldara að
eyða til þess nokkru fé en útgáfu þýddra ruslbóka (og
frumsaminna), sem gera þá, er lesa, að heimskari og
verri mönnum.
Ljóð.
Á íslandi, þar sem annar hver maður yrkir 1 jóð og
tíundi hver gefur þau út á prenti, virðist ekki gróða-
vænlegt fyrir útgefendur að leggja fjármagn sitt í
kvæðasyrpur. Flestir yrkja nóg til heimilisnota og þykj-
ast jafnvel aflögufærir. Útgáfa ljóða hefur heldur ekki
mjög oft borið mikinn ávöxt í einum eða neinum skiln-
ingi. Þess eru mörg dæmi, að sá ríflegi hluti þjóðar-
innar, sem yrkir og vill ólmur gefa út Ijóð, hefur
orðið að stríða í ströngu við að koma andríki sínu á
prent. Á kreppuárunum var það algent, að höfundar
gerðust sjálfir kostnaðarmenn Ijóða sinna, þegar aðrir
vildu hvorki hætta fé né mannorði til þess. Og það
mun sannast sagna, að fá urðu skáldin rík af þessa
heims seimi, og löngum var smátt um frægðina og
framann.
En svo er hamingjunni fyrir að þakka, að stundum
„gerast ævintýri með þjóð vorri.“ Eitthvert skemmti-
legasta ævintýri síðari tíma, á sviði skáldskapar og
lista, gerðist haustið 1933, þegar Fagra veröld kom út
og seldist á skömmum tíma í þrem útgáfum. Þessi
elskulega bók, full af skáldskap og þokka, gamansöm og
glettin í aðra röndina, tær lyrik hinum þræði, hljóp,
ef svo mætti segja, upp í fangið á þjóðinni. Síðan hefur
skáldið aukið á vinsældir sínar og ágæti. Nú stendur
honum enginn framar íslenzkra ljóðmanna, svo að ekki
sé meira sagt. Héðan af búast allir við mikiu er þeir
lesa kvæði, sem nafn Tómasar Guðmundssonar er tengt
við. En Fagra veröld er og vei'ður ævintýrið í lífi skálds-
ins, hversu ágæt kvæði sem hann hefur ort síðan og
kann að yrkja á ókomnum árum. Og nú er hún komin
í fjórðu útgáfu, veglegar prentuð en fyr, myndum
prýdd. Já, bókin er myndum prýdd. Þannig er stund-
um að orði komizt um „illustreraðar" bækur, þótt erfitt
sé oft og einatt að koma auga á „prýði“ myndanna. En
myndirnar í Fagra veröld eru margar hverjar snotrar
og. skemmtilegar. Þetta skal því fremur tekið fram, þar
sem einn af ágætustu listamönnum vorum, oft fagur-
skyggn á mál og myndir, hefur hreytt furðulegum
ónotum að teikningunum í Fögru veröld, jafnvel talið
þær flestu eða öllu verri, sem sézt hefur hér af því
tagi. Fæ ég ekki betur séð en að þetta séu furðuleg og
staðlaus gífuryrði. Hverju eigum við að venjast um
myndskreytingar bóka? Mjög oft ber þar mest á alvöru-
leysi og svo algerum skilningsskorti á viðfangsefninu,
að helzt mætti ætla teiknarann ólæsan. Teikningar Ás-
geirs Júlíussonar í Fögru veröld fara margar hverjar
vel ó fleti, falla oft að blæ og anda kvæðanna, eru
skreytandi og ánægjulegar. Virðist mér Ásgeir eiga
fremur lof en last skilið fyrir frammistöðu sína. Að
baki myndanna liggur alvarleg vinna, sem vissulega
hefur borið ávöxt.
Allmargar nýjar Ijóðabækur hafa borizt á fjörur
Víkings í sumar og haust. Heldur er þar fátt um fína
drætti. Er hollt að minnast hins fornkveðna: Fæst orð
hafa minnsta ábyrgð. Og svo ekki meira um það.
374
V í K I N G U R