Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Síða 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Síða 1
SJÓMANN ABLAÐIÐ VÍKINGUR 34. ÁRGANGUR — 4. TÖLUBLAÐ 1972 Guöm. Jensson: Landhelgismál EFNISYFIRLIT: Bls. Landhelgismál G. Jensson 113 50 ára gömul ferðasaga frá Eyjum Guörn A. Finnbogason 116 Þróun fiskvinnslustöðva Páll Pétursson 120 Grunnbrot framundan stýrimaður? Hallgr. Jónsson þýddi 124 Radíóvitinn á Dyrhólaey Gunnar Magnússon frá Reynisdal 128 Farsæl björgun úr sjávarháska Baldur Guömundsson 130 Loðnuveiði o. fl. Guöfinnur Þorbjörnsson 132 Kapp er bezt með forsjá Guöm. Þorsteinsson, fiskifrœðingur 134 Opna Stýrimannaskólans 136 Um fiskvinnsluskóla Siguröur Haraldsson, skólastjóri 142 Erindi við Stýrimannaskólann í Vestmannaeyjum Jóhann J. E. Kúld 146 Skyggni Strandfógetinn Hallgr. Jónsson þýddi 152 Framhaldssagan Mary Deare — sögulok G. Jensson þýddi 161 Frívaktin o. fl. Forsíðan er teikning eftir Guðjón Ólafsson í V es tmannaeyj um. I síðasta blaði láðist að geta þess, að Snorri Snorrason yngri tók forsíðumyndina af Ytri Njarð- víkum. SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGU R Útgefandi F. F. S. 1. Ritstjórar: Guðmundur Jensson (áb.) og örn Steinsson. Ritnefnd: Böðvar Stein- þórsson, formaður, Henry Hálf- dansson, varaformaður, Páll Guð- mundsson, Karl B. Stefánsson, Haf- steinn Stefánsson, Bergsveinn S. Bergsveinsson, Helgi Hallvarðs- son. — Blaðið kcmur út einu sinni í mánuði og kostar árgangurinn 650 kr. Ritstjórn og afgreiðsla er að Bárugötu 11, Reykjavík. Utaná- skrift: „Víkingur", pósthólf 425 Reykjavík. Sími 1 5653. Prentað í Isafoldarprentsmiðju hf. VÍKINGUR Vart getur hjá því farið, að ís- land standi mörgum þjóðum fram- ar í kastljósi heimsviðburðanna á þessu herrans ári 1972. Skákeinvígi þeirra Bobby Fishers og Boris Spasskys mun, eftir öll- um sólarmerkjum að dæma, trú- lega verða háð hér í Reykjavík. Getur það orðið ein áhrifamesta landkynning okkar frá upphafi vega og afar þýðingarmikil. Sér- staklega mun okur þá veitast gullið tækifæri, sem ber að nota út í yztu æsar við að túlka réttarstöðu íslands við fyrirhugaða útfærzlu fiskveiðilögsögunnar hinn 1. sept- ember n .k. Milljónir manna, víðsvega á hnett- inum, komast nú í fyrsta sinn í kynni við eyju nyrzt á Atlantshafi, sem þær höfðu aldrei haft hug- mynd um, að væri til, fá í einu vetfangi áhuga á henni og munu án efa jafnhliða skákfréttunum, vilja vita frekari deili á landi og þjóð. Við athugun atburða, sem slíkra, mun sterkur leikur verða okkur í hendur lagður, sem við, eins og áður var sagt, verðum að notfæra okkur til að styrkja taflstöðuna í baráttunni fyrir auknum skiln- ingi á alþjóðavettvangi á okkar réttarfarslega og sögulega málstað. En — við skulum nú til nokk- urrar tilbreytingar líta smávegis inn í fortíðina og þá, í leiðinni rifja upp glefsur úr viðureign frænda okkar Norðmanna við brezka heims- veldið síðustu aldir og áratugi, áður en við hverfum aftur heim að okkar eigin bæjardyrum. Eins og mönnum mun kunnugt var gefinn út Konungsúrskurður í Noregi hinn 12. júlí 1935 um af- mörkun fiskveiðilögsögu Norð- manna. Er í því sambandi vitnað til „traustra þjóðlegra réttinda til þeirra landfræðilegu aðstæðna sem mest eru áberandi á ströndum Nor- egs,“ til „gæzlu meginhagsmuna í- búanna í nyrztu héruðum landsins.“ Úrskurðurinn 1935 studdist einn- ig við Konungsúrskurði frá árunum 1812, 1869, 1881 og 1889. Með Konungsúrskurðinum 1935 ákveða Norðmenn að landhelgi þeirra verði 4 sjómílur í haf út, samsíða grunnlínum, sem aftur eru dregnar milli fastra staða á megin- landinu, eyjum eða klettum, allt frá yzta stað á landamærum konungs- ríkisins austast í Varangurfirði. Norðmenn unnu tvennt með úr- skurðinum: Grunnlínurnar breytt- ust þeim í hag og þeir lokuðu Vest- fjorden við Lófót, en hann er 32 sjóm. á breidd og hafði löngum staðið styrr milli Norðmanna og Breta vegna þess að hinir síðar- nefndu sveigðu landhelgislínuna langt inn í f jörðinn, samanber Faxa- flóa, Breiðafjörð o. s. frv. með okk- ar 3ja mílna landhelgi. Bretar brugðust hart við Kon- ungsúrskurði Norðmanna og létu sendiherra sinn í Osló bera fram hvassyrt mótmæli við norsku stjórn- ina. Settust nú fulltrúar beggja þjóð- anna á samningsbekk, en Norðmenn tilkynntu, að norsk varðskip „mundu fara vægilega með erlend skip, sem væru að veiðum tiltekinn spöl innan fiskveiðimarkanna.“ 113

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.