Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Qupperneq 51

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Qupperneq 51
í okkur af mikilli græðgi og seðj- uðum sárasta hungrið. Það síðasta, sem við sáum af Higgins var, að hann skreið aft- ur upp i jullu sína. Hann hélzt ekki lengur við á klettinum, þeg- ar hækkaði í með fljótinu og sjó- gangurinn hafði aukist. Hann skreið því aftur upp í jullu sína. En skömmu síðar kom stormsveipur og hann hvarf sjón- um okkar. „Líklega er hann dauður núna, mannskepnan“, sagði Patch þreytulega, en gremjulaust. — Hann var heppinn. Þilfarsklefinn aftast á skipinu var aðeins um sex fermetrar, en eins og á stóð, afturhluti skipsins á floti með framstefnið marandi í kafi, var þarna bezta afdrep okkar. Auðfundið var, að skipið bar frá strandstaðnum, það var hætt að taka niðri. Hreyfingar Mary Deare urðu léttari. Ég kallaði á Patch og hann kom út úr klefanum og glápti, á hið ótrúlega: Skipsflak á floti með afturstefnið eins og segl hátt úr sjó, en sjórinn braut yfir framþilfarið, — og Grune á Crox fjarlægðist hægt. „Við fljótum“, hrópaði ég, „ef við náum til Les Sanvages verð- ur okkur bjargað. „Það er bráðum háflæði", var hið eina, sem Patch sagði. Ég var stundarkorn að átta mig. Næstu sex tímana eftir háflóð mundi hafstraumurinn liggja í norðvestlæga átt, bera okkur beint aftur til Minquiers og klettaklasanna, sem þá stæðu upp úr. „Drottinn minn góður!“ and- varpaði ég, um leið og ég reikaði inn í klefann og fleygði mér í kojuna. Nú virtist öll von úti um björg- un. Við gátum ekkert frekar að- hafst. Undir rökkur tók skipið harka- lega niðri í hvítri hringiðu af sjó. Enginn klettur var sýnilegur. Eg vissi ekki hvort ég hafði sofið, eða legið í dvala, en högg- VÍKINGUR ið, sem skipið varð fyrir, slengdi mér fram á gólf. Hræðilegt brakhljóð heyrðist frá framhluta skipsins og fylgdi því hægt nístandi hljóð, þegar stálplötur skipsins gáfu eftir, rifnuðu líkast því að skipsbotn- inum væri sprett upp. Sjógangurinn varð háværari en áður. Ég lá hreyfingarlaus þar, sem ég var kominn og beið þess í of- væni, að skipið sykki og þessu öllu yrði lokið. En ekkert skeði utan þess, að sarghljóðið blandaðist meir sjó- ganginum, sem slengdi skipinu út á hlið og mér út úr klefanum. Þar gat að líta ömurlega sjón. Skipinu hallaði móti sjó og vindi og veltist fram og aftur út á hlið. Stjórnpallurinn var orðinn eins og brotajárnshrúga. Reyk- háfurinn var horfinn, formastrið kubbast sundur um miðj u og hékk í víraflækjum. Ég kom auga á Patch. Hann hallaðist upp að skældri stálplötu við klefadyrnar, og ég stundi: „Hvenær verður þessu lokið?“ „Guð einn veit“. Við ræddum ekki fleira og hreyfðum okkur ekki, vegna þreytu og kulda. Við sáum aðeins klettanibb- urnar í hvítu sælöðrinu, enda var myrkrið að skella á. Nú brotnaði bógurinn frá sjálfu skipinu með langdregnu brothljóði, en hinn hlutinn lyftist hægt og sígandi við að losna við þunga byrði og færðist yfir til stjórnborða, þvert yfir oddhvassa klettana með skjálfandi marr- hljóði, sem gekk í gegnum merg og bein. Farmurinn rann út um stórt op, sem myndast hafði, þegar skilrúmin rifnuðu upp. Baðm- ullarsekkir dönsuðu til og frá í sælöðrinu og bylgjurnar léku sér að stórum ferköntuðum kössun- um, sem áttu að innihalda flug- vélahreyfla, og brutu þá í spón á klettunum. „Sjáðu“, hrópaði Patch og greip í handlegg mér. Einn af kössunum hafði slengst brotinn í áttina til okkar og innihaldið rann út í sjóinn. Við sáum ekki í myrkrinu, hvað það var, en það var örugglega ekkert svipað flug- vélarhreyfli. „Sástu þetta“, sagði Patch og benti En svo sleppti hann takinu við að sjórinn reif þilfarið þvert yfir eins og ósýnileg hönd væri að verki. Naglfastar stálplöturnar flett- ust sundur eins og taubútur, fet eftir fet, en nú var farið að lækka í og nóttin hvolfdist yfir flakið af Mary Deare. Við skriðum undir sjóblaut teppin í klefanum. Hvorugur mælti orð. Kannski sváfum við eitthvað, en ég minnist einskis frá þessari nótt, hvorki hræðslu né kuldans. Morguninn eftir kom ég til sjálfs míns við að sólin skein á lygnan hafflötinn og himinninn var heiður. Ennþá flaut aftur- hluti skipsins. Ég sá, að Patch skalf og svitinn draup af enni hans. Hann hafði fengið hitasótt. Vosbúðin orðið honum ofraun. Síðla dags sveimaði lítil flug- vél yfir skipsflakinu. Hún hnit- aði hringa yfir höfði okkar. Dag- urinn leið að kvöldi og sífellt dró af Patch. Hann talaði óráð; sund- urlausar setningar, og enda þótt sólin hefði vermt okkur um dag- inn, gat ég engan yl veitt honum þar sem við lágum hlið við hlið undir stjörnubjörtum nætur- himninum og um morguninn var hann líkastur vofu undir þefill- um teppunum. Ég kom auga á Minquiers skömmu eftir sólarupprás. Klett- arnir báru við sjóndeildarhring sem svartir dílar. Ég hafði dregið Patch út á þilfar, svo hann gæti notið sólar- hitans, en hann var meðvitundar- laus. Skömrnu síðar heyrði ég í lít- illi flugvél, sennilega þeirri sömu og í gær. Mér fannst líða óratími og ég vaknaði til lífsins við vélarhljóð. Það var björgunarskútan frá Peter Port, og ég fann, að mér 163

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.