Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Side 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Side 46
okkar ágætu frænda, Norðmanna. Allir tankar, sem gerðir eru fyrir þessa olíu og aðra feiti, sem storknar við lítið hitastig, eru út- búnir með hitaspírölum, sem ekki þarf annað til að hita en gufu- leiðslu. Þá skiptir ekki miklu máli, hvort sú gufa er framleidd í skipinu sjálfu eða frá öðrum katli. Þá skiptirhalliskipsins (eða tankanna) litlu máli, þar eð í öll- um tilfellum mun nokkuð auðvelt að komast að hitaleiðslum frá gufukatli til tanka þannig að hægt er að tengja hitagrein frá katli úr öðru skipi (eða úr landi) inn á þessa lögn, og þar með nýta sjálfa hitaspíralana, sem í tönk- um eru til hitunar (óþarft, enda útíbláinnaðtala um að koma fyr- ir nýjum hitaspírölum). Þessi að- ferð, að tengja hitalögn við hita- spíral olíutanka, er auðveldlega framkvæmanleg með kafaraað- gerð án tillits til halla skipsins eða afstöðu til mannloka. Dælingin er jafn auðveldlega framkvæmanleg með tengingu sogleiðslu í greinikistu á olíu- leiðslum skipsins. Þetta hefði allt mátt gera á ca einum sólarhring með aðstoð lag- tæks kafara í sambandi við lítið tankskip með sogleiðslu og smá- gufuketil. 2. Það er út af fyrir sig mats- atriði hvort eigendum eða vá- tryggjendum þessa skips er látið eftir að fela björgun skipsins inn- lendum eða erlendum aðilum, enda alveg óvíst, að togarinn geri minni skaða þar sem hann nú er, eða ef hann hefði fengið að brotna niður á strandstað. En ferðir þeirra félaga, siglinga- málastjóra og fuglafræðingsins, hefðu vissulega átt að verða að meira gagni en raun ber vitni um, ef tilgangur þeirra hefði ver- ið raunhæf hindrun á mengun eins og greinilega kemur fram í síðari grein siglingamálastjóra, þ. e. að fjariægja hina þykku olíu án tafar og þar með forða frá mengun og fugladauða við ísa- fjarðardjúp, en láta eigendur og vátryggjendur afskiptalausa með hinar frumstæðu björgunartil- raunir skipsins. Það eru svo mörg skipsflök, sem brotnað hafa við strendur landsins, að eitt í við- bót skiptir ekki svo miklu máli. En þessi skipsflök gera e. t. v. minni skaða við hina klettóttu og brimasömu strönd landsins eða á söndum þar sem þau grafast nið- ur og bíða ókominna kynslóða heldur en að draga þau að landi og sökkva þeim á fiskimiðum með farm, sem getur valdið dauða á fiskistofni og öðru lífi auk þess að eyðileggja veiðarfæri fiski- skipa. öll þessi saga er með eindæm- um klaufaleg, og ber með sér alveg áþreifanlega aðgæzluleysi, ábyrgðarleysi, barnaskap og ó- trúlega úrelt og frumstæð vinnu- brögð og hugsunarhátt. Reykjavík, 7. ágúst 1971. Síðan þetta var skrifað hef ég verið að bíða eftir umsögn mér færari manna um alla þessa sögu og þá jafnframt svörum við hin- um skorinorðu spurningum ríkis- stjórnarinnar (að tilhlutun sigl- ingamálastjóra) um ástæður fyr- ir þessu öllu, afleiðingum o. fl., o. fl. Hér hefur sagan endurtekið sig: Stórfrétt - strand - mengun - fugiadauði - björgun - viðgerð og dráttur til hafs - og skininu sökkt skammt frá landi á fiski- slóð í fylgd varðskips og með samþykki Siglingamálastofnunar ríkisins. Lokaorð: Ýtarleg lýsing á þess- ari sögu og harðskeyttar spurn- ingar til brezkra um ástæður fyr- ir þessum mistökum öllum; svo ekki söguna meir. Efnið ekki lengur blaðamatur og ekki minnzt á það frekar en litla dæg- urflugu. Að vísu hefur Þórður á Látrum látið frá sér heyra um hættur á fugladauða o. fl., en honum hefur ekki verið anzað, og engar skýrslur hefur siglinga- málastjóri gefið um svör við hin- ar ákveðnu kröfur sínar. Nóvember 1971 Guðfinnur Þorbjörnsson Spámaðurinn sem fyrir 400 árum sá fyrir bæði Napoleon og Hitler Þó að nú sé upprunnin loft- ferðaöld, eru þó margir sem virð- ast trúa á spámenn og aðra sem telja sig vita lengra en nef þeirra nær. Menn sem lesa forlög manna í lófa, í spilum, kaffikorg eða þá í kristalkúlum. En því þá að gera þetta svona flókið allt saman? Flest vikurit og mörg dagblöð flytja vikulega stjörnuspár um slíka hluti, virðist margt fólk gleypa við þessum fróðleik, eins og væru það volgar lummur. Já, mannskepnan vill láta villa um fyrir sér. Ert þú ef til vill einn af þeim, sem hneigist að því, að eitthvað geti verið að marka spádóma, þá þekkirðu kannske Nostradamus, mesta spámann allra alda. Sé ekki svo, þá væri ekki úr vegi að kynnast honum dálítið. Æfisaga hans er að minnsta kosti ekki leiðinleg. Læknirinn sem barðist f/er/n drep- sóttinni. Nafnið Nostradamus er latínu- stæling á nafninu Michael de Nostredam. Hann var fæddur í Saint Remy í Provence í Suður- Frakklandi árið 1503. Hann var af Gyðingaættum, vel greindur maður. Hann las læknavísindi og VÍKINGUR 158

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.