Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Side 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Side 2
Sýndu þeir með því einlæga við- leitni, ef það kynni að flýta gangi málanna, en þar urðu þeir fyrir al- gerum vonbrigðum, því Bretar, ef nokkuð var forhertuzt enn meir í sínum málflutningi. Sennilega skoð- að þetta sem veikleikamerki. Málþóf samninganefndanna stóð allt fram í stríðsbyrjun og var upp- tekið að nýju að þeim loknum. Gekk svo fram til ársins 1948, að Norðmönnum leiddist þófið og létu þeir af hinni vægilegu framkvæmd úrskurðarins frá 1948. Árekstrar urðu nú æ tíðari, við að Norðmenn tóku allmarga brezka togara og voru þeir dæmdir. Kom þá brátt að því, að Bretar leggðu málið fyrir Haagdómstólinn. Vörðu færustu menn Norðmanna málstað þjóðar sinnar og staðfesti dómurinn í einu og öllu Konungs- úrskurð Norðmanna frá 1935, á þeim forsendum að hann bryti hvergi í bág við alþjóðalög. Eftirtektavert er, að Haagdóm- stóllinn tók fyllilega til greina sögu- legar staðreyndir, sem leiddar voru í ljós í þessu máli, sem sýndu, að brezkir fiskimenn höfðu, sakir kvartana frá konungi Danmerkur og Noregs á öndverðri 17. öld bundizt þess, að stunda aðeins fiskveiðar meðfram ströndum Noregs um þriggja alda skeið, eða frá 1616 til 1906. Árið 1906 gerðust brezk skip ágeng við Noregsstrendur og frá árinu 1808 urðu æ meiri brögð að komu slíkra skipa. Voru þetta botn- vörpungar útbúnir endurbættum og öflugum tækjum. Olli þetta Norðmönnum áhyggj- um og neyddist norska stjórnin til þess að setja reglur í því skyni, að afmarka svæði, þar sem útlending- um voru bannaðar fiskveiðar. Fyrsti áreksturinn varð 1911. Þá var brezkur togari tekinn og dæmd- ur fyrir brot á þessum reglum. Hófust nú samningaumleitanir milli ríkisstjórnanna, en þær lágu niðri í styrjöldinni 1914—1918. Alvarlegir árekstrar hófust á ný 1922 og má segja að klögumálin gengju á víxl milli ríkisstjórnanna, allt þar til Norðmenn tóku af skarið með Konungsúrskurðinum 1935. Og fyrst 18. desember 1951 féll dóm- urinn. Hvað myndu íslendingar þurfa að bíða lengi og halda að sér hönd- um ef þeir að þarflausu og með allt aðrar forsendur en Norðmenn, létu teyma sig inn á þann vettvang. Ég minnizt greinar, sem Júlíus Havsteen þá sýslumaður á Húsavík, einn harðskeyttastur íslendinga í landhelgismálunum á sínum tíma, skrifaði í Víkinginn árið 1950. Greinin ber fyrirsögnina:Hnefana á borðið. Mér finnst grein þessa mæta manns svo sígild, að ég fæ ekki stillt mig um, að birta þann hluta hennar, sem snertir okkur hvað mest í dag. ......Landhelgismál íslendinga. Höfum við íslendingar sýnt sama áhuga og festu í okkar landhelgis- máli og Norðmenn? Þessu er fljótsvarað með orðun- um: „Því fer fjarri“. Úr því við létum árið 1918 hjá líða án þess að taka landhelgismálið að fullu og öllu í okkar hendur og lýsa samn- inginn við Breta 24. júní 1901 með öllu ógildan og íslendingum óvið- komandi, mátti búast við því, að þetta hefði verið gert 1944 með lýðveldistökunni, en í öllum glaum- um og gleðinni fórst þetta alveg fyrir og þjóðin virtist láta sér þetta vel líka, sem og síðustu Alþingis- kosningar bera vitni um, því ekki var, að heita má, á landhelgismálið minnst og á þeim sárafáu fram- boðsfundum, sem það var gert, var þetta stórkostlega velferðar- og framtíðarmál íslenzku þjóðarinnar bókstaflega kæft í moldviðri dægur- þrassins og flokkarígsins. Það hefur ekki staðið á samþykkt- um og áskorunum til ríkisstjórnar og Alþingis, bæði frá Landssam- bandi ísl. útvegsmanna og Lands- sambandi farmanna og fiskimanna, en hver er árangurinn og hversu vel hafa samböndin fylgt eftir þess- um áskorunum? Það er ekki nóg að samþykkja góðar tillögur, það þarf að koma þeim í framkvæmd, og því fyrr, því betur, ef um velferðar- mál heillrar þjóðar er að ræða, eins og landhelgismálið sannarlega er, Júl. Havsteen. annars verða þessar samþykktir aðeins ,,orð, orð, innantóm“, sem „fylla storð fölskum róm“. Jafn- vel á Alþingi sjálfu kom fram um veturnætur stórmerk tillaga til þingsályktunar um landhelgismálið, borið fram af þremur yngstu Al- þingismönnunum. Hvenær má búast við, að hún verði framkvæmd? Hvað liefur gerst I landhelgis- málinu? Lög 1948 um vemdun fiskimiða landgrunnsins út á við þýðingarlaus. Árið 1948 voru sett lög, þar sem sjávarútvegsmálaráðherra er heim- ilað, að gefa út reglur varðandi verndun fiskimiða landgrunnsins. Á þessum lögum varð ég hissa, því ég fæ ekki skilið, að þau hafi út á við nókkra þýðingu fyrir land- helgismálið eða verndun fiskstofns- ins. Lít ég svo á, að útlendu þjóð- imar, sem veiða hér við land, telji sér með öllu óviðkomandi reglur er ráðherra setur, sem máske í dag er sjálfstæðismaðurinn Pétur, en á morgun framsóknarmaðurinn Páll. Forsetaúrskurður . um . landgrunn Islands nauðsynlegur. Það er skoðun mín, að í stað þessara laga hefði forseti íslands, iíkt og forsetar U.S.A., Mexico, Argentinu, Chile, átt að gefa út í umboði Alþingis og f. h. íslenzku þjóðarinnar, forsetayfirlýsingu um landgrunn Islands, og fyrst það ekki var gert 1948, á forsetinn að gera það nú á hinu heilaga ári 1950. VlKINGTT w 114

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.