Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Side 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Side 9
ur árið 1971 (skráðir 422) og nam útflutningur það ár 11.018 tunnum. Um 2.000 tunnur eru til í land- inu hjá niðurlagningarverksmiðj- unum, sem þær munu nota til kavíarframleiðslu. Langmest var framleitt á Norðurlandi eða um 72%. Langflestir framleiðend- urnir salta í 1—10 tunnur í mjög Iélegum húsakynnum, í sumum tilfellum í gömlum kofum. Hrein- læti og vöruvöndun er því einnig hér, víða mjög ábótavant. Eftir- lit með þessari framleiðslu var engin, fyrr en á s.l. ári, að Fisk- mati ríkisins var falið það. Mikið vantar á að þetta eftirlit sé nægi- lega strangt. Koma þarf upp aðstöðu í góð- um saltfiskverkunarhúsum eða frystihúsum fyrir þessa söltun, þannig að 1—2 grásleppuhrogna- söltunarstöðvar séu í hverju byggðarlagi, þar sem grásleppan er veidd. Kæligeymslur vantar alveg undir söltuð grásleppu- hrogn hjá þessum fi’amleiðend- um. Skreiðarframleiðsla Þessi framleiðsla hefur stór- minnkað eftir að aðalmarkaður- inn, Nígería, lokaðist. Italía, sem hefur verið næst stærsti kaupandi skreiðar, kaupir aðeins 1. flokks skreið, og af henni hefur frekar lítið verið framleitt undanfarið. Skreiðarframleiðendur fá engin afurðalán í dag, og hefur það valdið þeim miklum erfiðleikum. Aðal skreiðarframleiðslan skap- aðist á þeim tímum, þegar miklir toppar voru á aflamagni vetrar- vertíðarinnar. Fjöldi skreiðar- framleiðenda 1970 var 158. And- virði skreiðar 1970 var 2,4% af heildarútflutningi sjávarafurða. Mjöl- og lýsisframleiðsla Þessari grein fiskiðnaðar okk- ar hefur hrakað mikið á undan- förnum 3 árum. Aðalblómaskeið- ið var á árunum 1961—1967, þeg- ar mest veiddist af síldinni, og voru þá fjölmargar síldarmjöls- verksmiðjur byggðar, aðallega á Norður- og Austurlandi. Aukn- VlKINGUR ingin aðallega í byggingum, vél- um og tækjum á árunum 1962— 1967 voru vegna þessarar upp- byggingar síldarmj ölsiðnaðarins. Þegar síldveiðar fóru að minnka á árinu 1968, fóru fljótlega að gera vart við sig miklir fjárhags- erfiðleikar hjá síldarverksmiðj- unum,- þar sem margar þeirra voru nýbyggðar og mikl'ar skuld- ir hvíldu á þeim. Loðnan hjálpar frekar lítið, þar sem veiðitíminn er yfirleitt aðeins 2—2!/2 mánuð- ur. Af þessum sökum standa nokkrar síldarverksmiðjur lok- aðar í dag, og mikið fjármagn, sem liggur í þeim nýtist lítið. Fjöldi fiskimjölsverksmiðja árið 1970 var 62. Andvirði mjöls og lýsis var 1970 um 13,9% af heild- arútflutningi sjávarafurða. Niðursuðu- og niðurlagningariðnaður Þessi iðngrein er ennþá mjög skammt á veg komin og hefur raunverulega aldrei náð fótfestu hér á landi. Útflutningur á niður- soðnum og niðurlögðum fiskaf- urðum var þó örlítið byrjaður 1940—41, og 1948 var útflutning- urinn um 950 tonn, en 1969 náði hann hámarki eða 1450 tonnum. Á undanförnum 10 árum hefur sáralítil breyting orðið á útflutn- ingi þessara fiskafurða, og gefa 2 eftirtaldar tölur góða yfirsýn yfir þessa hægfara þróun. Meðal- tal framleiðsluverðmæta er reikn- að í % af heildarútflutningi sjávarafurða á umræddum tíma- bilum. ' Tímabil 1961—1965 0,6% 1966—1970 1,3% Til gamans má geta þess að samkvæmt heimildum frá FAO fóru 1969 um 9,2% af heimsafl- anum til niðursuðu og niðurlagn- ingar en hér á landi um 0,4%. Vinnsluvirði per kg. af afla vex mest við framleiðslu niðursoð- inna og niðurlagðra fiskafurða miðað við aðrar vinnslugreinar sjávarútvegsins. Flestar verk- smiðjurnar eru sæmilega búnar tækjum. Fjöldi niðursuðu- og nið- urlagningarverksmiðja var árið 1971 samtals 22, en raunverulega voru aðeins 12 verksmiðjur í út- flutningi. Þróun fiskvinnslustöðva á komandi árum. Þróun hinna ýmsu greina fisk- vinnslu, svo og hlutfallið á milli þeirra, er að sjálfsögðu háð mörg- um atriðum, eins og lauslega hef- ur verið vikið að hér að framan. Meginverkefni fiskvinnslustöðv- anna er að auka sem mest verð- mæti sjávaraflans. Með hliðsjón af þróun aflamála er greinilegt, að vinnsla á þorski mun verða þungamiðja fiskvinnslunnar. Horfur annarra bolfisktegunda (t. d. ýsu, ufsa, karfa, löngu, steinbíts og flatfisktegunda) eru óvissar. Veiðar á skelfiski og krabbategundum hafa aukizt mikið undanfarin ár, og er því ekki ósennilegt, að það geti hald- ið áfram. Nokkrar fisktegundir eru vannýttar af okkur Islend- ingum t. d. kolmunni, skelfiskur og grálúða. Spærling og sandsíli mætti vinna til bræðslu. Ef miðað er við þróun undan- farinna ára, mun framleiðslan á frystum, ísuðum og söltuðum af- urðum aukast. Framleiðsla hertra afurða dregst saman, svo mundi einnig verða um mjöl- og lýsis- framleiðslu. Vinnsluvirði per kg. hinna einstöku greina er töluvert mismunandi. Stöðug endurskoð- un á aðhlynningu hinna ýmsu greina verður að eiga sér stað með hliðsjón af langtímasjónar- miðum í markaðsmálum, íslenzk- um efnahagsmálum og vægi hinna ýmsu atvinnugreina. Stefnumörkun í íslenzkum fisk- iðnaðarmálum t. d. er snertir vinnslustig afurðanna og aðlögun að erlendum markaðssvæðum (tollamál m. a.) mun hafa afger- andi áhrif á þróun hinna einstöku greina sjávarútvegsins. Þó að fiskiðnaðurinn hafi þróast í nú- verandi ástand á nokkuð eðlileg- an og óþvingaðan hátt, er ekki víst, að „spilareglurnar“, sem gilt hafa í kapphlaupinu um aflann séu nothæfar í framtíðinni. Breytingar og endurbætur þær, 121

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.