Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Side 33
ir gagnfræðaskóla, sem sérstök
nefnd gerði áætlun um, síðastlið-
inn vetur. Nemendum, sem
standast kröfur þessa náms er
jafnframt heimilað að hefja nám
í fiskiðnaðardeild Fiskvinnslu-
skólans haustið 1972.
Bráðabirgðahúsnæði til kennslu
var hægt að fá að Skúlagötu 4,
í húsi Rannsóknastofnana sjávar-
útvegsins. Húsnæði þetta er að
sjálfsögðu ekki byggt sem skóla-
húsnæði, en engu að síður má
vel notast við það sem slíkt. Hins
vegar er hér aðeins um bráða-
birgðahúsnæði að ræða, því skól-
inn mun fljótlega þarfnast mun
stærra og hentugra húsnæðis fyr-
ir starfsemi sína. Nauðsynlegt er
því, að stjórnvöld taki fljótlega
ákvarðanir um framtíðarhúsnæði
skólans.
Auglýst var eftir nemendum í
skólann þann 15. sept. s.l. og var
frestur veitttur aðeins til 26.
sept. til að skila umsóknum um
skólavist. Um 30 umsóknir bár-
ust fyrir þann tíma, en fleiri
nemendur er ekki hægt að hýsa
í einu. Eftir að umsóknarfrestur
var liðinn var töluvert spurt um
að komast í skólann, en því miður
þurfti að synja þeim fyrirspum-
um. Af fjölda umsókna og fyrir-
spuma er ljóst, að áhugi er mik-
ill hjá fjölda af ungu fólki að
velja sér starf við fiskiðnaðinn.
Áætlað var að kennsla við skól-
ann skyldi hefjast um 20. okt.
Um líkt leyti var þeim nemend-
um, sem ekki höfðu áður komið
nálægt fiskvinnslu komið í vinnu
hjá Hraðfrystihúsinu ísbirninum
h.f. á Seltjarnamesi. Þar fengu
þessir nemendur einhverja hug-
mynd um hvers konar störf biðu
þeirra í framtíðinni.
Bókleg kennsla hófst síðan fyr-
ir alla nemendur þann 1. nóv. s.l.
Verklegt nám verður ekkert í
vetur, en það hefst að bóklegu
námi loknu í vor. Námsgreinar
þær, sem kenndar eru í vetur eru:
efnafræði, eðlisfræði, stærðfræði,
líffræði, fiskvinnslufræði, fram-
leiðslufræði, markaðsfræði,
tæknifræði ásamt ensku, dönsku
og íslenzku.
VlKINGUR
Áuk mín kenna 9 stundakenn-
arar við skólann.
Eins og ég skýrði frá áðan
mun skólinn útskrifa fiskiðnað-
armenn, fiskvinnslumeistara og
fisktækna.
Kennsla skólans skal miða að
því að:
1. fiskiðnaðarmenn hafi öðlast
nægilega undirstöðuþekk-
ingu, bóklega og verklega til
þess að geta annast almenna
verkstjórn, gæðaflokkun og
stj órn fiskvinnsluvéla.
2. fiskvinnslumeistarar verði
auk þess færir um að taka
að sér eftirlitsstörf, ein-
falda vinnuhagræðingu og
stjórnun.
3. fisktæknar verði auk þess
færir um að annast tiltekin
rannsókna- og skipulags-
störf.
Námi í skólanum skal skipt í
fjórar deildir: undirbúnings-
deild, fiskiðndeild, meistaradeild
og framhaldsdeild. Heildarnáms-
tími í hverri deild skal vera sem
næst 11 mánuðir og skiptist nám-
ið í skólanám, bóklegt og verklegt
og verklega þjálfun, sem skólinn
skipuleggur á vinnustöðum.
Af námstímanum skal 60%
varið til skólanáms að jafnaði í
undirbúningsdeild og fiskiðn-
deild, en afganginum til verk-
legrar þjálfunar.
Til þess að öðlast starfsreynslu
sem fiskiðnaðarmaður skal nem-
andi hafa staðist próf upp úr
fiskiðndeild skólans þ.e.a.s. eftir
2 ára skólanám og auk þess lokið
11 mánaða skipulagðri starfs-
þjálfun, sem lyktar með prófi eða
sérstöku verkefni.
Nám í meistaradeild tekur eitt
ár ti-1 viðbótar og fisktæknar út-
skrifast eftir enn eitt ár til við-
bótar.
Inntökupróf í skólann er gagn-
fræðapróf eða landspróf mið-
skóla. Innan takmarka er þó
heimilt að veita undanþágur frá
þessum skilyrðum og skal sú
heimild einkum notuð til að veita
fólki sem starfað hefur lengi í
fiskiðnaði, rétt til skólavistar. 1
þessu sambandi er nú verið að
athuga hvað hægt er t.d. að gera
fyrir þá verkstjóra, sem margir
hafa starfað lengi í fiskiðnað-
inum, en vilja afla sér frekari
menntunar og fá starfsréttindi
sem fiskiðnaðarmenn frá skól-
anum. Til greina kemur að veita
þeim tilskilinnar fræðslu í nám-
skeiðaformi. Einnig er í undir-
búningi ýmis konar námskeið og
fræðslustarfsemi fyrir alls kon-
ar starfsfólk við fiskiðnaðinn.
Að lokum vil ég minna á að
hér hefur verið rætt um fræðslu-
starfsemi fyrir matvælaiðnað en
það eru matvæli sem mannkynið
þarfnast í vaxandi mæli. íslenzk-
ar fiskafurðir verða ávallt eftir-
sóttar standist þær þær kröfur,
sem gerðar eru til gæða hverju
sinni, en við búum við þær að-
stæður að við getum vel verið í
frarbroddi og ávallt boðið upp á
það bezta.
Strákarnir keipa á bryggjuhausnum.
Ljósm.: Helgi Hallvarðsson.
145