Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Síða 50
Hvergi var lífsmark að sjá.
Enginn björgunar- eða drátt-
arbátur lá við skipshliðina, ekki
einusinni fiskibátur sjáanlegur.
Bókstaflega ekkert lífsmark
utan útlínur hins óhugnanlega
kletts Grune á Croc með hin ótal
klettarif að baki.
Himininn grár og drungalegur
og skýjafarið boðaði ekkert gott.
„Drottinn minn“, andvarpaði
ég. Mér leizt alls ekki á veðurút-
litið.
Patch virti fyrir sér veðurút-
litið.
„Það er einhver óþverri í að-
sigi“.
öldugangurinn á rifunum, sem
upp úr stóðu boðuðu ekkert gott
og hann féll á Mary Deare með
þungum krafti.
„Fótatakið", sagði ég. „Hvað
var það.
Hann hristi höfuðið og leit
undan. Guð veit hvað hann hugs-
aði.
Hann virtist mjög miður sín
og mér varð á að hugleiða hve
margir menn höfðu látið lífið
vegna atburðanna á þessu skipi.
Þá skeði eitthvað óvænt. Það
var eins og stálvír rynni út yfir
öldustokkinn, dreginn úr hönk og
hafnaði í sjónum með skvampi.
Enginn hreyfði sig neinstaðar.
Patch greip í mig.
„Furðulegt fyrirbæri", sagði
hann og röddin var draugaleg.
Við stóðum eins og negldir á
staðnum og störðum fram eftir
skipinu, en ekkert líf var sjáan-
legt.
„Það er einhver um borð“,
sagði hann. Það var ótti og óvissa
í rödd hans og andlit hans var
eins og lamað.
„Hlustaðu!“
En ég heyrði ekkert — ekkert
annað en sjóganginn og brimið á
* rifinu.
Sjómáfur flaug framhjá, hljóð-
laust hvítur eins og pappírssnep-
ill, sem bar við skýin.
Patch fór niður til að athuga
fjögurlestina.
Þegar ég kom til hans, sá ég,
að þar voru ekki hinar venjulegu
162
lúguyfirbreiðslur með trékílum.
I stað þeirra voru stálplötur, sem
nýlega höfðu verið soðnar á brún-
irnar.
Hið sama hafði verið gert við
þrjúlúkuna.
Þegar við komum upp á báta-
þilfarið, sáum við að loftsnerlarn-
ir höfðu verið soðnir af og götin
lokuð með stálplötum og eins var
með reykháfinn; hann var log-
soðinn af við þilfar og velt á
hliðina. Vélarreisnin hafði ver-
ið þéttuð á sama hátt.
Enginn efi var á því, að frétt-
irnar frá fiskimönnunum í St.
Helier voru sunnar.
Björgunarfélag hafði unnið
við flakið. Það hafði þéttað skips-
skrokkinn og gert við lekann í
fremri lestunum.
Þetta var skýringin á því, að
skipið hafði lyftzt upp á flóðinu
og klárt til að dragast á flot.
Þetta þýddi að lík Dellimare,
þar sem það lá undir kolunum,
mundi finnast eftir daga eða vik-
ur og Patch lifa framvegis í eftir-
væntingu og spennu. Það var nú
það.
Þeir hefðu átt að setja trossu
aftur af skipinu, sagði hann.
„Hversvegna eru þeir horfnir
héðan?“ spurði ég.
„Veðurfregnirnar hafa kannski
verið slæmar“, svaraði hann.
Skyndilega heyrðum við, að
Dieselvél var ræst Hún hóstaði
sig yfir í jafnan gang. Rétt aft-
an við tvölúguna stóð stór sog-
dæla bundin í þilfarið.
Sver leiðsla lá gegnum gat, sem
skorið var í eftirlitslúguna og
vatnið spýttist út um hinn enda
hennar og flaut í stríðum straum
þvert yfir þilfarið og út í sjó
En enga lifandi sálu var að
sjá.
Þetta var óhugnanlegt.
Einhver hlýtur að hafa ræst
dæluna, sagði Patch.
Við svipuðumst um, en það var
ekki fyrr en við stóðum á stjórn-
pallinum, að Patch greip í hand-
legg mér og benti. Ég sá, að stál-
vír var strengdur frá skipinu í
klettasúlu fram af því og hélt því
föstu, þar sem það flaut.
Og við sáum meira; bláa jullu,
sem róið var frá skipsbógnum.
Það var Higgins, sem reri að
klettinum. 1 gráskímunni sáum
við pottlokið á nautshausnum,
svírann og þreknar axlirnar.
Það var augljóst, hvað hann
ætlaðizt fyrir.
Hann náði klettinum, festi
jullunni við hann, vó sig upp
með járnstöng í hendinni og fór
að ýta vírlykkjunni upp af klett-
unum í áföngum, eftir því, sem
slaknaði á vírnum við hreyfing-
ar skipsins.
Honum tókst að smeygja vírn-
um upp af brúninni og þessi eina
festing skipsins féll í sjóinn með
skvampi.
Ég hafði hlaupið fram á stefni
og æpti til Higgins að hætta, en
hann skeytti því engu. Hann leit
sem snöggvast á mig, andlit hans
var sljótt og líkaminn allur slapp-
ur eftir áreynsluna. Því næst sté
hann niður í julluna og ýtti frá.
Hann reri í áttina til Mary
Deare. Hvort hann ætlaði að
miskunna sig yfir okkur og taka
okkur með, vissum við aldrei, en
hann náði ekki að skipinu.
Straumurinn tók julluna og enda
þótt hann herti róðurinn bar hana
út frá skipinu. Að lokum gafst
hann upp við róðurinn og stýrði
jullunni þvert yfir til Grune á
Croc og þar húkti þessi vesalings
ógæfumaður með höfuðið niður
við kné og starði á skipið.
„Nú er ekki annað en að taka
því, sem að höndum ber“, sagði
ég.
„Fyrir mig gildir það einu“,
svaraði Patch brostinni röddu,
en það er sorglegt þín vegna.
Hungrið svarf að okkur, og
við gerðum úrslita tilraun til að
finna eitthvað ætilegt. Við þreif-
uðum eftir matarleifum í eldhús-
inu. Það var megnasti óþefur í
matskápnum. Var brauðið orðið
að myglaðri klessu, kjötið maðk-
að og smjörið slímugt og sand-
borið.
Hið eina, sem við fundum var
harður ostur, glas með sinnepi og
að lokum tvær dósir með niður-
soðnu kjöti. Við hámuðum þetta
VlKINGUR