Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Blaðsíða 36
væðing’u veiðiflotans og auknum hraða á öllum
sviðum, dugir þessi gamla góða kennsluaðferð
ekki lengur ein, hún er of seinvirk. Aðrar kennslu-
aðferðir þurfa að koma henni til' hjálpar. Það er
því orðið tímabært að taka upp beina kennslu
um þessi efni við sjómannaskólana svo og annars
staðar þar sem hægt er að koma henni við. Slík
tilhögun gæti óefað hjálpað til þess að undirbúa
menn betur en nú er gert, undir þessi mikilvægu
störf. Út frá því, sem ég hef hér verið að segja
við ykkur, þá vil ég nú rifja upp fyrir ykkur
nokkur mikilvæg atriði, sem snerta meðferðina
á fiskinum á sjónum.
Veiðar með línu er sú veiðiaðferð, sem skilar
einna beztum vinnslufiski á land. Þar geta þó
orðið mistök, ef aðgæzla er ekki viðhöfð. Ef fisk-
ur er goggaður annarsstaðar en í haus, veldur það
verðrýmun á fiskinum. Goggstunga í bol fisks-
ins, sem blæðir út í, hún verður þess valdandi sé
fiskurinn saltaður, að þessi fiskur lendi í 2. flokki
við mat af völdum stungunnar. Sé þessi fiskur
hins vegar flakaður í frystihúsi, verður að skera
goggstunguna í burtu úr flakinu, en við það
rýrnar flakið og svo er þetta líka tímatöf. Af
þessari ástæðu verða menn að temja sér það,
þegar línan er dregin að gogga fiskinn hvergi
nema í hausinn. Eins er þegar fiski er kastað
til með sting, þó að hann sé dauður. Ekki má
stinga hann í bolinn, því sé það gert geta gerlar
komizt í sárið og orsakað skemmd í fiskvöðvanum.
Við veiðar með togvörpu verða menn að leggja
sér þetta tvennt á minni sérstaklega.
Að toga ekki of lengi, það er mjög mikilvægt
atriði við þær veiðar. Þrautreyndir skipstjórar
af íslenzka togaraflotanum hafa sagt mér að há-
markstogtími ætti aldrei að fara fram úr 2 klst.
Margir skipstjórar á togbátunum hafa ekki til-
einkað sér þessa dýrmætu reynslu íslenzku togara-
skipstj óranna heldur toga í þrjár klst. eða lengur.
Þeir, sem gera þetta, fá lélegan fisk oft hálf-
dauðan, þegar þeir losa úr pokanum. 1 öðru lagi
ber mönnum að varast að taka of stóra poka.
Sé það gert verður fiskurinn fyrir óhæfilega
miklum þrýstingi, en við það springa blóðæðar
og það blæðir út í vöðvann. Flök af fiski, sem
fengið hefur slíka meðferð verða aldrei falleg
og þau dökkna við geymslu í frosti. Sé slíkur fisk-
ur hins vegar saltaður, verður það sama uppi
á teningnum. Útilokað er að hann geti komizt í
fyrsta gæðaflokk. Þeir sem veiða með botnvörpu
mega aldrei gleyma þessum tveimur mikilvægu
atriðum. Geri þeir það, verða þeir ekki farsælir
í starfi við togveiðar.
Þá kem ég að þeirri fiskveiðiaðferð sem mest-
um áhyggjum veldur nú, sökum þess mikla magns
af gölluðum vinnslufiski, sem þessi veiðiaðferð
hefur skilað á land á síðustu áratugum, þetta eru
þorskanetaveiðarnar, eins og þær hafa verið
stundaðar hjá okkur um langt árabil. Þorskanet,
sem ekki eru dregin daglega, skila á land miklu
magni af mjög gölluðum vinnslufiski, sem óger-
legt er að selja á erlendum mörkuðum, nema þá
sem gallaða vöru fyrir lítið verð. Það er ekki
forsvaranlegt að skip hafi fleiri net í sjó heldur
en hægt er að draga yfir daginn í sæmilega góðu
sjóveðri, það sem þar er framyfir er of mikið
og veldur skaða á fiskinum. Hins vegar geta komið
ógæftir svo ekki sé hægt að draga netin og að
sjálfsögðu veldur það skaða á fiskinum, en við
því er ekki hægt að gera svo lengi sem við notum
net. Skemmdur fiskur úr netum, þegar þannig
stendur á, er nóg verkefni við að glíma við á mörk-
uðunum fyrir okkur, þó að ekki komi til viðbótar
fiskur, sem skemmdur hefur verið af ásettu ráði.
Eins og stendur eru þorskanetaveiðarnar blett-
ur á okkar sjósókn, sem þarf að laga. Hjá Norð-
mönnum, sem veiða mikið með þorskanetum á
vetrarvertíð, eru þessar veiðar ekki neitt vanda-
mál lengur. Þeir hafa sett strangar reglur um
ve.'ðar með þorskanetum og framfylgja þeim.
Netabátarnir frá Lófóten mega ekki fara úr höfn
fyrr en kl. 7 að morgni, og eftir kl. 6 að kvöldi
má ekki íeggja net í sjó. Verða þá allir bátar á
netasvæðum að halda til hafnar. Eftirlitsbátar
eru á öllum netamiðum og sjá þeir um að reglur
séu haldnar. Þetta er auðvelt, þar sem öll neta-
dufl eru merkt með mánaðardegi. Enginn bátur
má leggja fleiri net í sjó heldur en hann getur
dregið yfir daginn. Viðurlög við brotum eru ströng,
enda brot á reglum óþekkt núorðið. Að setningu
þessara reglna stóðu í upphafi sjómenn og út-
vegsmenn viðkomandi útgerðarplássa. Nú mundi
engum detta í hug að afnema þær. Eitthvað í
þessa áttina þurfum við að gera til að leysa vanda-
mál netaveiðanna hjá okkur. Og að slíkri lausn
þurfa bæði sjómenn og útvegsmenn að standa.
Blóðgun fisksins.
Eitt allra þýðingarmesta undirstöðuverk allrar
fiskverkunar er blóðgun fisksins og það er ekki
sama hvenær hún er framkvæmd. Allur fiskur
þarf undantekningarlaust að blóðgast eins fljótt
og mögulegt er eftir að hann er kominn um borð í
skipið, meðan hann er vel lifandi.
Eftir blóðgun er bezt að fiskur liggi dreifður
á þilfari og verði ekki fyrir þrýstingi, því að
á þann hátt tæmast blóðæðar hans betur. Annars
er bezt af öllu að blöðga fiskinn niður í sjóker.
Á þann hátt er örugg vissa fyrir að blóðæðar
hans tæmist örugglega. Vöðvi þess fisks, sem
þannig er blóðgaður verður örugglega bjartur, en
eftir því er sótzt bæði í saltfisk og freðfiskfram-
leiðslu. Netafisk þarf að blóðga strax, þegar hann
hefur verið greiddur úr netinu. Það er of seint
að byrja blóðgun, eftir að hver netatrossa hefur
verið dregin, því þá tæmast ekki blóðæðar fisks-
VlKINGUR
148