Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Síða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Síða 34
Erindi flutt við Stýrimannaskólann í Vestmannaeyjum 7. marz 1972 af Jóhanni J. E. Kúld Góðir áheyrendur. Ég hef verið beðinn um að ræða við ykkur um meðferð á fiski um borð í íslenzka veiðiflotanum, eða réttara sagt, hvernig æskilegt væri, að sú með- ferð gæti orðið í framtíðinni. Áður en ég fer að reyna að skilgreina það efni, þá vil ég segja þetta. Þið áheyrendur mínir eruð sjómenn, sem ákveð- ið hafið að gera sjósókn og sjómennsku að lífs- starfi, um það -vitnar vera ykkar og nám hér í stýrimannaskólanum. Það er einmitt um starf ykkar sem yfirmanna á íslenzka veiðiflotanum að skólavist lokinni og þau vandamál sem þá bíða ykkar um borð í skipunum, sem ég mun koma inn á hér. Hvert einasta skip og bátur hvort sem er í höfn eða á hafi, við veiðar eða á siglingu, vitnar um yfirmenn sem þar stjórna og þá skips- höfn sem þar er við störf. Og ég veit að það hefur oft vakið athygli ykkar hve skipin eru misjöfn í útliti, sum vel máluð og vel þrifin án undan- tekninga, hvort sem þau eru í höfn eða á hafi, en önnur miður vel útlítandi og sum illa þrifin. Flestir ungir menn eru metnaðargjarnir og glæsi- mennska er þeim í blóð borin þó í misstórum mæli sé. Ég hel'd að við getum verið sammála um það, því það hefur reynslan sannað fyrir löngu, að glæsileg og vel þrifin skip, þau laða til sín betur dugandi menn, heldur en hin sem illa líta út og mikið skortir á um þrifnað. Það er því mikils um vert, að yfirmenn skipa geri sér þetta ljóst, því góð skipshöfn er undirstaða velgengni á sjón- um. Þegar þið eruð orðnir stýrimenn eða skip- stjórar þá kemur í ykkar hlut, að þjálfa upp óvaninga og gera þá að góðum sjómönnum. Þetta er mikið vandaverk og krefst mikillar kunnáttu. Þið verðið því að reyna eftir föngum að tileinka ykkur þá þekkingu, sem hinar ýmsu veiðiaðferðir krefjast. Og þið þurfið líka að kunna rétta með- ferð á fiskinum eftir að hann er kominn um borð í skipið. Ef þið kunnið þetta hvoru tveggja, og leggið ykkur fram um að gera eins vel og hægt er undir hinum margbreytilegu kringumstæðum á sjónum, þá mun ykkur famast vel í starfi, því ungir menn sem með ykkur verða, munu líta upp til ykkar og sækjast eftir að læra störfin af ykkur og láta þau fara vel úr hendi. Hér á eftir ætla ég að rifja upp nokkur af veigamestu atriðunum sem ég vil að þið reynið að festa í minni og til- einka ykkur, þegar út í starfið kemur. Ég vil þá byrja á byrjuninni, sem eru þrif og viðhald skips- ins, með tilliti til geymslu á nýjum fiski um borð. Þilfar og fislcilest. Þegar þið komið um borð í skip sem stýrimenn eða skipstjórar, þá eru þilfar og fiskilest meðal þess sem athuga þarf áður en haldið er úr höfn á veiðar. Sé þilfarið úr tré þá verður að athuga ná- kvæmlega þrif þess og viðhald. Því hafi þrifum og viðhaldi verið í einhverju ábótavant gæti hafa komizt í það slagvatnsgerill, þegar slagvatnsgerill kemst í tré þá dökknar það og meyrnar og getur orðið svart á litinn. Komi svo fiskur nálægt slíku tréverki hvort sem er á þilfari eða í fiskilest þá eiga menn á hættu að hann mengist og verði ó- hæfur til manneldis. Sé slagvatnsgerill kominn í við, hvort sem er í þilfari eða fiskilest, þá verður að uppræta hann tafarlaust. Sé aðeins um byrjun- arvott að ræða, þá er stundum hægt að drepa gerilinn með því að strá þurru klórdufti yfir skemmda blettinn. Annars hefur norska fúavarn- arefnið „Solingin" reynzt vel til þessara nota. Þegar svona stendur á, þá er bezt að ráðfæra sig strax við Fiskmat ríkisins eða skipaeftirlitsmenn þess, því þeir eru manna fróðastir um hvað bezt er að gera. Tréþilför þarf að þurrka minnst einu sinni á ári, en síðan smyrja þau með réttum efn- um. Á harðviðarþilför má nota fernisolíu bland- aða að einum þriðja með fúavarnarefni. En sé um furuþilfar að ræða, þá gólfviðarlakk eða „Blakkfernis Spesial" Öll þessi efni eiga að verja viðinn gegn skemmdum. Alla skilrúmsplanka á þilfari þarf að lakkbera eða mála úr ljósri máln- ingu. Samkvæmt gildandi reglugerð þarf bæði málning og málmhúðun, sem fiskur liggur við að vera viðurkenndur af Rannsóknarstofnun fisk- iðnaðarins. Þetta ákvæði er sett til að fyrirbyggja að skaðleg efni geti mengað fiskinn. Sé þilfar úr járni, verður að verja það gegn ryði og tær- ingu, með málningu. En tryggt verður að vera að sú málning, sem notuð er innihaldi engin skað- leg efni fyrir fiskinn. Þetta gildir jafnt um þilfar og fiskilest. Sé innrétting fiskilestar úr tré, þá þarf að halda henni við, þetta er gert með því að þurrka lestina vel með hæfilegu millibili, en VÍKINGUR 146

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.