Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Síða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Síða 7
en tók svo að reka á ný á að- fallinu. Ekki þótti bátsverjum þetta nein skemmtisigling á ós- unum í ofsa roki og náttmyrkri. All't gekk þó stórslysalaust. Um morguninn næsta dag var Upsinn kominn nærri inn í botn ósins en flaut nú einnig á útfallinu. Tók nú veðrið að ganga niður og bátinn hætti að reka. Var þol- anlegt á ósnum eftir það og í birtingu hófu þeir að rífa upp vélina. Var vélin næstum öll tek- in í sundur stykki fyrir stykki því að ætlunin var að reyna að lagfæra hana eitthvað til fram- búðar. Næsta dag var komið bezta veður inni á ósnum en vest- an kaldi og stóveltubrim alls staðar við landið fyrir utan. En þótt veðrið væri orðið gott áttu Upsamenn enn í erfiðleikum. Matarforða höfðu þeir haft að- eins til þriggja daga, og þrátt fyrir ýtrustu sparsemi var hann nú að þrotum kominn. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst og reyndist svo nú. Bátur sást koma úr landi. Voru þar sömu menn komnir og hjálpað höfðu þeim Upsamönnum inn á ósinn. Voru þeir kátir að hitta bátsverja og sjá Upsann ofansjávar. Kváðu þeir þetta vera eitt hið versta veður er þar hafði geisað. Eng- inn vafi var á því að Upsamenn hefðu allir drukknað, ef ekki hefði tekizt svo gæfulega til að koma honum í tæka tíð inn í ósinn. Jóhann, formaður, spurði nú komumenn hvert hann gæti snú- ið sér til að fá matarforða. Töldu þeir illt í efni í þeim málum, þar sem allt matarkyns væri skammt- að eftir skömmtunarseðlum, og það mjög naumlega. Bað Jóhann komumenn að tala máli sínu við hreppstjórann og fá skömmtun- arseðla hjá honum og þá mat út á seðlana. Kvöddu nú heima- menn og héldu til lands, auð- sjáanlega mjög ánægðir með það að hafa hitt Upsamenn á lífi. Jóhann, þáverandi formaður, er nú 78 ára gamall. Hann hætti sjómennsku fyrir sex árum og hafði þá stundað sjóinn um 6 VlKINGUR áratuga skeið. Ferðaðist hann víða á sínum langa sj ómannsferli bæði erlendis og hérlendis og þá oft í vondum. veðrum og nátt- myrkri. Aldrei segist hann hafa séð jafn mikla tvísýnu á lífi sínu og í þessari ferð um Hafnirnar 1921. Jóhann lítur, nú á efri ár- um, þakklátum huga yfir liðna tíð og þakkar forsjóninni fyrir handleiðsluna, sem hann hefur notið á sjó og landi alla tíð. Víkjum nú aftur að Upsanum, þar sem hann liggur innst á ósnum í sæmilega góðu veðri. Félagarnir unnu að kappi við viðgerð vélarinnar og lagfærðu fleira, sem úr skorðum hafði farið. Næsta dag komu sömu Hafna- menn á báti sínum út til okkar færandi hendi með matarbirgðir. Höfðu þeir tínt það matarkyns saman er mátti missa úr fátæk- um skömmtunarbúum sínum, en enga skömmtunarseðlana höfðu þeir fengið frá hreppstjóranum fyrir Upsamenn. Meðan aðkomu- menn komu matnum um borð, fóru þeir Jóhann og félagar hans uhdir þiljur, svo að engin snert- ing og smitun gæti farið á milli heimamanna og Upsamanna. Tveim dögum síðar komu Hafnamenn enn með mat út til þeirra á Upsanum. Reyndust þeir sem beztu frændur og vinir. Verst er að vita ekki nöfn þessara góðu manna, svo að hægt hefði verið að skrá nöfn þeirra í þessa grein þeim til heiðurs og þakk- lætis. Tveir dagar liðu enn, áður en vélin komst í gott lag, en úti fyrir var talsvert brim og út- synningskaldi, ekkert veður fyrir Upsann að leggja út í. Á fimmta degi komu sömu heimamenn enn út með mat til okkar, en tveim dögum síðar gerði ferðaveður, norðaustlægur og dauður sjór. Var þá beðið flóðs til að komast út úr Ósnum og um hádegisbil tókst að komast fram á frían sjó aftur eftir meira en 8 sólar- hringa dvöl í Ósnum. Stefnan var nú tekin suður fyrir Reykjanes og síðan á Vest- mannaeyjar. Gekk vélin með bézta móti og allt í lagi. Hag- stæður kaldi gerði þeim kleift að nota segl og hressti það upp á gang bátsins. En er þeir voru komnir um 30 sjómílur frá Reykjanesi bilaði vélin aftur, þá hafði hert vindinn nokkuð, ca. 4 vindstig. Silgdi Upsinn því all vel fyrir seglunum. Voru þeir komhir all nærri Eyjum, þegar vélin komst í lag á ný. Gekk svo allt vel upp að bryggju í Vest- mannaeyj um. Heimamenn í Eyjum, sem sáu til ferða bátsins áð landi, áttuðu sig fyrst í stað ekki á hverjir voru þar á ferð. Fóru þeir niður á bryggju til að fá vissu sína um komumenn. Áður hafði fréttst af ferð þeirra Jóhanns og Sigur- jóns og það síðast, að þeir hefðu farið frá Reykjavík tiltekinn dag fyrir hálfri annari viku og síðan ekki meir. Á þeim tíma hafði gengið yfir eitt hið versta vetr- arveður. Fréttin um burtfarardaginn frá Reykjavík hafði borizt til Eyja á þann hátt, að Árni J. Johnsen, hafði farið um borð í íslands Falk (Fálkann), sem lá við Vestmannaeyjar. Fékk hann að senda loftskeyti til loftskeyta- stöðvarinnar í Reykjavík, sem síðan spurðist fyrir um Jóhann og Sigurjón á Hótel Islandi, þar sem þeir höfðu búið. Allir Eyjamenn þekktu Jóhann og Sigurjón. Var fögnuður mik- ill er þeir sáu Upsann koma að bryggju, bát, sem löngu var búið að telja af. Svo vissir voru menn í Eyjum, að báturinn hefði farizt, að hætt var að spyrjast fyrir um hann, því að óveðrið hafði verið svo mikið. Staðreyndin var þó sú að nú voru þeir komnir bráðlifandi heim til vina og kunningja, sem fögnuðu þeim hjartanlega, eins og úr helju heimtir. Þannig lauk þessu langa og stranga ævintýraferðalagi, sem staðið hafði í röskar 3 vikur frá því farið var frá Eyjum. 119

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.