Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Side 49
FRAMHALDSSAGAN:
„MARY DEARE“
eftir Hammond Innes.
Við verðum að reyna að finna
þurr föt og sofa eitthvað, sagði
ég.
„Þá líður okkur betur“.
Hann sá auðvitað hvernig á-
statt var með mig. En þegar við
höfðum skrönglast aftur að klef-
unum á stjórnpalli og þreifað
okkur eftir dimmum ganginum
að klefa Patch, sáum við að sjór-
inn hafði leikið þar um.
Dyrnar ískruðu af sandi þegar
við opnuðum þær og ískaldur
vindurinn næddi um klefann.
Gluggarnir voru slegnir úr, borð-
ið rifið úr festingunum og lá
brotið út í horni. Skúffurnar, sem
höfðu að geyma föt Taggart og
Patch voru fullar af sjó og í stór-
um veggskáp var ekki annað að
finna en hráblaut teppi, frakka,
skjalaræksni, allt grafið í sandi.
Við snerum við til aðalþilfars-
ins, þar sem salurinn og eldhús-
ið var.
Þar var ástandið ennþá ljótara.
Sjógangurinn hafði sópað öllu
lauslegu á burt. Það virtist hvergi
krókur eða kimi, sem sjórinn
hafði ekki sleikt.
,,Það gæti verið þurr blettur í
klefanum af afturþilfarinu“,
tautaði Patch þreytulegri og von-
lausri röddu.
„Drottinn minn!, skyldi nokk-
urs staðar vera þurr blettur á
þessu flaki?“
Ég reikaði áfram stefnulaust
og viljalaus, þegar ég, allt í einu,
fann að skipið hreyfðist. Ég fann
það með öllum líkamanum.
Snöggann titring eða skjálfta
eins og jarðskálftahreyfingar.
„Heyrirðu!“
Rödd Patch var áköf í myrk-
rinu, en ég heyrði ekki annað en
VlKINGUR
sjávarhljóðið þegar öldurnar
buldu á skipsskrokknum.
„Við fljótum“, hvíslaði hann.
„Skipið flýtur á háflóðinu".
„Hvernig má það ske?“, spurði
ég.
„Ég veit ekki, en þannig er
það. Finnur þú það ekki?“
Ég fann að skipið titraði og
lyfti sér, en sökk svo aftur niður
á malarbotninn og lengst niðri
heyrðist marrhljóð. Það var eitt-
hvað svipað því, að skipið hreyfð-
ist í svefnrofum í óburðugri til-
raun að losa sig úr þeirri sjálf-
heldu, sem það var í.
„Þetta getur ekki verið mögu-
legt“, tautaði ég. Þetta hlýtur að
vera draumur.
Kannski vorum við drukkn-
aðir, - en snúa drukknaðir menn
afur til skips síns, dreyma að það
hafi losað sig af rifinu og sigli
eins og draugar á koldimmu í-
mynduðu hafi?
Það var ekki heil brú lengur
í hugsun minni. Ég vissi að skip-
ið var dautt og að ég átti enga
aðra ósk, en að hverfa frá með-
vitund og falla í svefn út frá
kulda og þreytu.
Þá fann ég, að gripið var í mig;
mér haldið á lofti og fætur mínir
bárust viljalaust upp stiga upp í
kalt næturloftið með stjörnu-
skini, rambandi reykháfum og
breytilegu hljóði frá sjávargang-
inum.
Einhvern veginn tókst okkur
að ná bátsmannsklefanum afturá
skipinu.
Þar fundum við eitthvað af föt-
um, en ég man ekkert hvort þau
voru þurr eða vot.
Þau voru, að minnsta kosti
hlýrri en þau, sem ég var í. Ég
hné niður í koju með saggkennd-
um teppum og féll í dj úpan svefn
sem batt endi á hið ömurlega á-
stand mitt. Leið inn í heim
drauma og sælu.
Löngu síðar — mér fannst óra-
tími hafa liðið — var ég vakinn
af mínum sæla svefni við ónota-
legt glamrandi skóhljóð. Stígvél
skullu á þilfarsplöturnar.
Dagsljósið skar í augu mér, ég
sá hrúgu af votum teppum,
lireyfast og lyftast í einu horni
klefans. Undan þeim gægðist
öskugrátt og þreytulegt andlit
Patch.
„Ég hélt mig heyra fótatak“,
sagði hann og augnaráð hans var
flöktandi og óttablandið. „Ég
gæti svarið, að ég heyrði í ein-
hver j um.
Ég skreiddist út úr kojunni,
sveittur undan þvölum og salt-
stokknum teppunum. Þó var í
mér hrollur. Ég var allur stirður
og með nagandi sultartilfinningu
í maganum og mig sárverkjaði í
öxlina.
Ég var á ný heltekinn sömu
þjáningunum og þegar ég sofn-
aði.
Ég leit út um dyrnar. Þetta
var þá veruleiki, en enginn
draumur. Ég var kominn aftur
um borð í Mary Deare; flakið.
Allt um borð var um snúið og
óraunverulegt. Hvarvetna að líta
rauðleittt ryð, hált grænt slím
þakið skeljum og hrúðurkörlum.
Reykháfurinn lá út á hlið og
stjórnpalls þilfarið var skakkt og
skælt.
Það var orðið lágsjávað og að
baki flaksins gaf að líta hin ill-
ræmdu Minquiers rif, brimsorfin
og klettanibburnar gnæfðu á
stangli upp úr haffletinum.
161