Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Blaðsíða 19
Svanur II. úr Sandgerði, Sóley frá Keflavík, Huginn í Vogum og Eggert úr Sandgerði. Þorsteinn fórst 24. nóvember 1940 með Eggert, ásamt allri á- höfn, er þeir voru á reknetaveið- um frá Sandgerði. I allri sinni skipst j órnartíð var Þorsteinn farsæll skipstjóri. Það mun aldrei hafa slasast hjá honum maður. Hann var góður aflamaður, fiskaði vertíðina 1932 900 skippund í 50 róðrum, sem var þá mjög góður afli. Hann var einstakt prúðmenni í öllu sínu starfi og allir sem þekktu hann elskuðu hann og virtu. Ef að miður gekk skeytti hann ekki skapi á þeim sem með honum voru, þegar ég týndi fyrir hon- um baujunni einu sinni sagði hann ekki við mig eitt styggðar- yrði. Ef vel gekk mátti sjá gleði- bros á vörum hans. Eiginkona Þorsteins var Mar- grét Guðnadóttir fædd í Kefla- vík. Hún er einnig látin. Þau áttu fágað og hreinlegt heimili í litlu húsi, sem síðar hét við Aðalgötu 20 í Keflavík. Þau undu þar vel hag sínum með sonunum sínum tveimur, sem voru fjögra og sex ára gamlir, þegar sá atburður gerðist með björgunina sem að framan er sagt frá. Margrét var einstök húsmóðir og lét sér annt um að halda heimilið þannig að vel færi um fjölskyld- una og að fyrir gestkomandi væri gaman að koma þangað. En hjón- in voru samhent um að taka vel á móti gestum. Ég og aðrir sem voru með Þorsteini en voru að- komumenn, áttu oft leið þangað heim og við áttum þar margar ánægjulegar og ógleymanlegar stundir. Synir þeirra Þorsteins og Mar- grétar eru Eggert, fyrrv. ráð- herra, og Guðbj örn, þekktur skip- stjóri í Reykjavík. Mér hefur alltaf verið ríkt í huga þetta björgunarstarf Þorsteins og hef nú með þessum fáu línum látið þess að litlu getið Ég bið Guð að blessa minningu þessara gömlu vina minna. VlKINGUE Loðnuveiði o. fl. Loðnan hefur ekki látið standa á sér í vetur. Leitarmenn. og f iski- fræðingar, t. d. Jakob Jakobsson, sem oft hefur sagt óorðna hluti eða látið hafa eftir sér nokkra veiðispá um síld og loðnu, lof- uðu engu góðu um loðnuveiði við suðurströndina fyrr en eftir miðjan febrúar. Staðreyndin varð hins vegar sú, að hún (loðn- an) varð á undan bjartsýnustu áætlun og byrjaði að veiðast í byrjun febrúar og hefur vægast sagt verið landburður svo að not- að sé gamalþekkt og vinsælt orðtak yfir góða veiði, enda þótt þessu orði hafi sennilega ekki verið ætlað það hlutverk að ná yfir hina brjálæðiskenndu of- veiði, sem nú á sér stað á öllum sviðum. Sjómenn og útgerðar- menn eru löngu hættir að bera aflann á land, enda væri það býsna langt frá nútíma afla- og vinnubrögðum. Þegar síldar- og loðnuveiðibátar, sem enn þá eru kallaðir bátar en ekki skip og sem virðist þó vera öllu réttara þegar þeir eru orðnir 300—400 tonn, yrði það nokkuð erilssamt starf að bera aflann á land og ekki í samræmi við nútímann. Það er ákaflega ánægjulegt fyrir íslenzka ríkisborgara, þeg- ar aflabrögð verða mikil og góð og þá ekki síður ef veðrátta og gróðurfar eru hagstæð bændum og búaliði. Þetta virðist mér hafa farið saman núna upp á síðkastið. Bændur hafa heyjað vel, þó ekki eins mikið og gömlum sveita- dreng virðast efni standa til. Þá hafa einnig orðið færri hlöðu- brunar en oft áður og bændur víðast hvar á landinu hafa sæmi- lega afkomu, og hefur hinn alda- gamli bændabarlómur jafnvel lækkað, svo að bændur gera minna af því í dag en oft áður að jafna sig og sína afkomu við Dagsbrúnarmenn í Reykjavík, enda þótt þessi óskiljanlegi mis- skilningur — eða blekking — sé enn ekki með öllu dauður. Um aflabrögð og veiðitækni við sjávarsíðuna er ekki annað sjáanlegt en stefnt sé að því að gera hina umdeildu 50 mílna landhelgi, sem nú er talið mál málanna, algerlega lausa við allt líf. Karfinn, sem lengi var lítið eftirsóttur, var drepinn án þess að hirða um hræið lengi vel en síðar malaður í gúanó, þar til ekkert eða lítið var eftir. Síldinni var ekki gefinn tími til að hrýgna. Hún var elt allt árið um kring með nýtízku fisksjám og hinum fullkomnustu „gereyð- ingartækjum", sem fengust á okkar jörðu, þar til hún var horf- in. Rækjan og humarinn eru nokkuð eftirsóttir einstaklingar í dag, og enn þá virðist ekki stefnt að algerri eyðingu þessara skelfiska. Þó held ég, að margur leikmaður sé uggandi um að veiði þessara nýtilkomnu nytja- vera sé á sömu línu og veiði karfa, síldar og fleiri fiskteg- unda, sem áður voru uppistaðan í íslenzkum afla en eru horfnir, sumpart algerlega en sumpart að miklum mun. Loðnan hefur um aldaraðir lát- ið lítið yfir sér. Hún hefur komið í stærri og minni torfum, engar skýrslur um þær göngur eru tfl. Þó er það vitað, að á eftir loðnu- göngum fylgdu góð aflabrögð eftir þeirra tíma mælikvarða og löngu vitað, að loðnan er „tál- beita“ fyrir þorsk og annan bol- fisk. Hins vegar voru feður okk- ar og langfeður ákaflega lítið spenntir fyrir loðnu. Hún þótti ósköp meinlaus og lítið eftir- sóknarverð, ef utan var skilin fiskiganga á grunnmið af henn- ar völdum. Nú er þessu snúið við. Hinar stórvirku síldarverksmiðjur víðs vegar um landið, sem nú vantar hráefni sökum þess að búið er að gereyða síld og karfa svo að þar er ekki meiri aflavon, byggja nú alla sína framtíð á hinum lengi lítilsvirta fiski, loðnu, sem mun vera um það bil 80% vatn. Kapphlaupið um að hreppa þessa 131
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.