Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Qupperneq 6
að óskum og vonir stóðu til tæki
ferðalagið yfir til Vestmanna-
eyja frá Reykjavík aðeins 17
klukkustundir.
Þegar út úr ísnum kom var
tekin stefnan frá Gróttu fyrir
Garðskaga. Veður var ágætt,
blíða logn og allt gekk að ósk-
um. Upsinn gekk um það bil 7
sjómílur á stund, sem þá þótti
góður gangur. Við Reykjanes
fór að kalda af suðaustri og fór
vaxandi, en áfram var haldið.
Vindurinn og kvikan jukust
stöðugt, og þegar komið var aust-
arlega í Grindarvíkursjó var
orðið all' hvasst með talsverðum
sjó. Fór veðurútlitið versnandi.
Upsinn, sem áður gekk 7 mílur,
komst nú aðeins áfram með helm-
ing þess hraða, enda hvorki skip
né vél í því lagi að til nokkurra,
stórræða mætti stefna. Var því
það ráð tekið að snúa við vestur
fyrir Reykjanes. Segl voru sett
upp, en vélin þó látin ganga án
þess að keyra hana fullt.
Þegar komið var um það bil
hálfa leið að Reykjanesi stöðv-
aðist vélin. Voru nú seglin ein
til ferðagangsins. Vélina varð að
rífa í sundur til að finna bilun-
ina. Áfram var haldið á seglum
fyrir Reykjanesið og komið inn
á Sandvíkina í svartasta myrkri
um nóttina. Ládautt var á vík-
irini, þótt rokhvass vindur stæði
af landi. Legið var þarna fram
í birtingu og hafði mótoristinn
unnið sleitulaust við lagfæringu
á vélinni. Öðruhverju hafði tek-
izt að láta vélina ganga en full-
naðarviðgerð ekki tekizt. Loks
tilkynnti Óskar mótoristi for-
manninum, að ekki væri unnt að
lagfæra vélina nema rífa hana
mest alla niður. Var því bjástrað
áfram á seglum og komið móts
við Hafnir (Kirkjuvog), þar
sem lagzt var við akkeri kl. 10
fyrir hádegi.
Drógu þeir nú flagg að hún,
og brátt bar að bát úr landi
með 5 mönnum, einn þeirra
var hréppstjóri Hafnarhrepps.
Þegar báturinn var kominn í
kallfæri við Upsamenn var spurst
fyrir hvaða skip væri á ferð, þeg-
118
ar uppvíst var að Upsinn var að
koma frá Reykjavík sögðust bát-
verjar ekki geta haft nokkur
samskipti við Upsamenn vegna
þeirrar alvarlegu veiki, sem upp
var komin í Reykjavík.
Jóhann formaður, skýrði nú
fyrir komumönnum nauðsyn
þess að koma skipinu inn í ós-
ana, svo að hægt yrði á öruggum
stað að gera við vél bátsins, en
til þess þyrfti hann að fá kunn-
ugan leiðsögumann, því að leið
þangað inn var þröng og vand-
rötuð og allir um borð ókunn-
ugir þeirri leið.
Aðkomumenn létu þetta sem
vind um eyru þj óta og héldu sem
skjótast til lands. Hafnarmenn
voru af eðlilegum ástæðum var-
kárir vegna þeirra fregna, sem
bárust um símann af veikinni.
Sem betur fór var veikin þó væg-
ari en búizt var við.
Upsamenn ræddu vanda sinn,
eins og nú var komið var lífs-
nauðsyn að komast inn í ósana,
og ráðgerðu þeir að komast inn
á eigin spýtur. En alltaf verður
eitthvað til bjargar þegar vel á
að fara, svo varð í þetta sinn.
Síðdegis þennan umrædda dag
var góðum manni í Höfnum litið
til lofts og leizt ekki á veðurút-
lítið. Taldi hann óforsvaranlegt
að láta mótorbátinn liggja þarna
frammi á legunni, ef hann skylli
á með útsynningsofsa. Vildi hann
gera eitthvað til að koma bátnum
í öruggt skjól inni á ósunum.
Fékk hann leyfi hreppstjóra
til að fara út að Upsanum með
því skilyrði að fara ekki um borð
í hann. Réru þeir síðan nokkrir
saman út undir Upsann og köll-
uðu til skipverja, þar sem þeir
buðust til að fylgja Upsamönn-
um inn í ósana, ef þeir gætu
komið á eftir bátnum.
Upsamenn fóru nú að reyna
að ná upp akkerinu, sem þá
reyndist gikkfast. Heyrði Jóhann
formaður, að ungu mennirnir í
hjálparbátnum vildu ólmir um
borð til aðstoðar við að ná upp
akkerinu, en formaðurinn þeirra
þvertók fyrir það vegna loforðs-
ins við hreppstjórann.
En Upsamenn urðu ekki ráða-
lausir, þótt þá skorti afl til að
draga inn akkerið. Vélin gekk
þá stundina og notuðu þeir tæki-
færið, festu keðjuna um pollann,
sigldu síðan 3 hringi og sneru
upp á keðjuna en þá losnaði akk-
erið.
Síðan var lagt af stað inn í
ósana, hásjávað var og veður
slarkfært. Vindur þó orðinn suð-
lægur. Allt gekk vel og sluppu
þeir prýðilega inn fyrir þröskuld-
inn, en þegar komið var spöl-
korn inn á ósana stöðvaðist vélin
á ný og því ekkert annað að gera
en kasta akkerinu og reyna að
að liggja þarna. Dýpið var 3 til 4
faðmar, og öllu borgið því að
hér var gott skjól fyrir öllum átt-
um. Hafnarmenn sneru nú heim,
er þeir sáu að meira gátu þeir
ekki gert Upsamönnum til hjálp-
ar, enda höfðu þeir þegar veitt
ómetanlega hjálp.
Á útfallinu tók Upsinn niðri
og stóð alveg, en þarna var mjúk-
ur fjörusandur og því ekki hætta
á að báturinn skemmdist. 1 að-
fallinu gekk vindur meira til út-
suðurs með hellirigningu. Um
nóttina gerði ofsarok og um leið
stórsjó og brim framan við ós-
ana. Þegar báturinn fór að fljóta
tók hann að reka undan vindin-
um. Tíndu þá bátsverjar saman
allt járnadrasl, sem til var um
borð og létu síga niður á akker-
ið, en ekkert dugði til að stöðva
rek bátsins og færðist hann allt-
af innar og nær landi.
Höfðu þeir félagar gát á öllu,
þótt hafaldan næði ekki til þeirra
inn í ósinn, máttu þeir samt bú-
ast við að reka á land í svart-
asta myrkrinu um nóttina. Nótt-
in leið án viðburða og þegar dag-
aði að nýju og fjaraði út stóð
.Upsinn aftur, en tók að reka á
ný með aðfallinu. Virtist sem bát-
inn myndi reka upp á breiðan
tanga, er framundan var og bát-
urinn nálgaðist stöðugt. Um það
leyti varð vindurinn vestlægari,
en talsvert hvassari, að minnsta
kosti 11 vindstig fréttum við síð-
ar. Gekk svo allan næsta sólar-
hring að báturinn stóð á útfallinu
VlKINGU E