Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Qupperneq 37
ins til fullnustu. Nauðsynlegt er að blóðga líka
allan fisk, sem kemur dauður úr neti, því að
hann batnar við það.
Hins vegar er óhæfa, sem sumir skipstjórar
gera, að blóðga fiskinn beint niður í lestina.
Blóðæðar þessa fisks tæmast ekki til fullnustu og
menn eiga það á hættu að fá verra mat á fisk-
inum, þegar í land er komið með hann.
Slæging fisksins.
Undir engum kringumstæðum má byrja að
slægja fisk, fyrr en hann er örugglega dauður.
Á sumum togbátum hafa menn tekið upp þann
slæma sið, að slægja fiskinn um leið og hann er
blóðgaður. Þetta eru óhæf vinnubrögð og bein
skemmd á fiskinum, það sem þetta kemur í veg
fyrir fullkomna tæmingu blóðæðanna. Þessi fiskur
þekkist úr, því að kviðsár hans verður rautt.
Fiskur, sem skorinn er á kviðinn um leið og hann
er blóðgaður, hefur líka mikið minna geymslu-
þol, heldur en sá sem hefur hlotið rétta meðferð.
Þetta þurfa allir skipstjórnarmenn að leggja sér
vel á minni.
Þegar fiskur er slægður á að rista í sundur
kvið hans frá gotrauf og fram, en láta þunnildi
vera föst saman á lífoddanum. Þetta er gert til
þess að þunnildi fisksins losni ekki frá hnakka-
vöðva í meðförum. Þegar fiskur er slægður, þarf
að gæta þess vel, að ekki séu skildar eftir inn-
yflaleifar í kviðarholinu. Smá lifrarbroddur eða
endi af görn, sem hangir við fisk, geta valdið
skemmdum á fiskinum.
Þá þarf að vanda vel' uppþvott fisksins að
lokinni slæingu.
tsun á fiski.
Eitt veigamikið atriði í sambandi við geymslu
á nýjum fiski er að hægt sé að kæla hann niður
í 0 stig á Celsíus sem allra fyrst eftir að hann
er dauður. Geymsluþol fisks, sem fær þannig
meðferð, verður svo mikið lengra heldur en
geymsluþol fisks, sem ekki er kældur niður. Það
er því áríðandi, að fiskur sé ísaður strax, að lok-
inni slægingu og uppþvotti. Bezta geymsluaðferðin
á ísvörðum fiski er að ísa hann í kassa og geyma
þannig í fisklestinni. Fiskur, sem fær þannig
meðferð, liggur óhreyfður í kössunum, þangað til
að hann er unninn í landi. Hins vegar verður
fiskur, sem ísaður er laus í lest fyrir miklu
hnjaski í uppskipun, og eins líka stundum vegna
of mikils þrýstings í fiskilestinni. Þetta hvoru-
tveggja veldur gæðarýrnun á fiski.
Umbúnaður í fiskilest.
Hvort sem komið er með fisk óslægðan að
landi á vetrarvertíð, eins og gert er á dagróðrar-
VlKINGUK
bátum, eða fiskurinn er slægður og ísaður um
borð, þá má hann aldrei liggja í þykkari lögum
heldur en 60 cm. Þetta gildir um alla geymslu og
flutninga á nýjum fiski bæði á sjó og landi. En
til þess að hægt sé að fullnægja þessu reglugerðar-
ákvæði, verður að hafa sérstakan hillubúnað í
fiskilestum, og eru um það ákvæði í gildandi
reglugerð.
Þegar fiskur er ísaður á hillur um borð verður
að gæta þess vel, að slægður fiskur sé lagður
þannig að kviðskurður hans vísi niður. Þetta er
gert ti! þess að fyrirbyggja að blóðvatn geti safn-
ast fyrir í kviðarholinu í stað þess að leka niður
jafnóðum og það myndast. Safnist blóðvatnið fyr-
ir, getur það fúlnað og skemmt fiskinn. Sé hins
vegar óslægður fiskur um borð, sem óefað bætir
fiskinn sem vinnsluhráefni og lengir geymsluþol
hans, er talið bezt að kviður hans vísi skáhallt
upp, en ekki niður eins og á slægðum fiski. Þegar
fiskur er ísaður, þarf að ísa vel í hvert lag og
eins ofan á fisklagið. Þá þarf að einangra fiskinn
með ís vel frá skipssúðinni svo og öllum skilrúms-
fjölum. Þetta er vandaverk og kostar talsverða
æfingu svo vel fari. Bezta kæling á fiski er sú,
að ísinn bráðni, því það er ísvatnið sem fyrst
og fremst veldur kælingunni. Bezta hitastigið í
ísfisklest er það, að ísinn bráðni örugglega, en
þó hægt.
Góðir áheyrendur.
Ég hef nú rætt við ykkur um nokkur mikil-
væg atriði, sem geta ráðið miklu um hvernig sá
afli verður sem þið komið með að landi, þegar
þið eruð orðnir skipstj órnarmenn um borð í veiði-
flotanum. Ef þið tileinkið ykkur þau ráð, sem ég
hef bent á, er ég ekki í nokkrum vafa um að
þið verðið góðir vöruvöndunarmenn í þýðingar-
mesta undirstöðuatvinnuvegi okkar. En okkur
vantar einmitt nægjanlega marga slíka menn nú.
Vöruvöndun er einmitt kjörorð nútímans og fram-
tíðarinnar sem æskumennirnir eru kjörnir til að
bera fram til sigurs. Ég vonast svo til þess að
orð mín verði ykkur að einhverju gagni við störf
ykkar um borð í íslenzka fiskiflotanum, því það
er ætlunin með þessu erindi. Nú virðist í alvöru
hafin aðkallandi endurnýjun og aukning á okkar
fiskiskipastól. Samfara þessari endurnýjun þarf
að koma bætt meðferð á þeim fiski sem veiddur
er. Mönnum verður að lærast það bæði um borð
í veiðiflotanum og á vinnslustöðvunum í landi, að
gæði vörunnar er undirstaða allrar velgengni í
hvaða framleiðslu sem er. Ykkar ungu mannanna,
sem takið við yfirmannastörfum um borð í íslenzk-
um fiskiskipum, bíður stórt og mikið hlutverk.
Það kemur í ykkar hlut að bæta alla meðferð á
vinnslufiski, svo að við íslendingar komumst þar
í allra fremstu röð. Allt fram að síðustu heims-
styrjöld stóðum við allra þjóða fremstir, ekki
149