Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Side 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Side 30
Um fiskvinnsluskóla eftir Sigurð Haraldsson, skólastjóra FISKVINNSLUSKÓLI hefur hafið göngu sína nú í haust í fyrsta skipti hér á landi, og ætla ég að ræða hér nokkur atriði í sambandi við þau tímamót. Þó svo að fiskiðnaður sé eins mikilvægur og kunnugt er fyrir lífsafkomu okkar sem byggjum þetta land, og þrátt fyrir það, að við teljum okkur vera mennta- þjóð, vill svo einkennilega til, að fræðsla fyrir þá sem starfa við þennan mikilvæga atvinnuveg, hefur að mestu leyti verið van- rækt. Að vísu geta fiskimenn aflað sér nauðsynlegrar fræðslu við sjómannaskólann. Þaðan eru ár- lega útskrifaðir margir stýri- menn, vélstjórar, loftskeytamenn og matsveinar, sem eflaust hafa fengið góða fræðslu á sínu sviði. Aftur á móti hafa þeir lítið sem ekkert fræðst um meðferð og varðveizlu aflans, né um bún- að og þrif fiskiskipanna. Fræðsla um þessi atriði er ekki að finna í stundarskrám nemenda, sem í stýrimannaskólanum eru. Það eina sem lært er á þessu sviði, lærist ekki fyrr en við störf á sjónum og eru þá lærimeistarar eldri og reyndari sjómenn. Það sama tíðkast í landi við vinnslu aflans. Enginn skóli hefur verið til að kenna vinnubrögðin við fiskvinnslu, né hvernig reka eigi þennan matvælaiðnað, sem stand- ast verður harða samkeppni á er- lendum mörkuðum hvað gæðum viðkemur. Vissulega hafa störf við at- vinnuvegina oft reynst góður skóli, sérstaklega áður fyrr, þeg- ar nýliðar lærðu til starfa undir leiðsögn vandvirkra eldri manna, sem um langt árabil höfðu unnið við sömu störf. Þá tíðkuðust ekki örar breytingar á vinnubrögðum né á tækjabúnaði og kröfur um gæði breyttust lítið. Þá var vand- virkni í hávegum höfð og slæleg vinnubrögð þekktust varla. Nú síðustu árin, hefur aftur á móti, mikið breytzt, bæði hvað fiskveið- um og fiskvinnslu viðkemur, og mun strangari kröfur eru gerð- ar til gæða fiskafurðanna. Mannaskipti eru nú tíðari við þessar atvinnugreinar en áður var og oft erfitt að fá gott fólk til starfa við þær. Erfiðara er því að læra í þessum skóla at- vinnulífsins en áður var og náms- árangur fer eftir því. Sífellt er verið að gera meiri gæðakröfur til fiskafurðanna, t.d. nú víðast á sviði hreinlætis- og hollustuhátta. Við verðum því að íhuga hvort við getum staðizt þær kröfur, sem gerðar eru af kaupendum fiskafurðanna, því ef við gerum það ekki, verðum við ekki lengur samkeppnisfærir og framtíð sjávarútvegsins þar með vafasöm orðin. Ég tel að við mun- um dragast aftur úr í samkeppn- inni ef ekkert verður gert til að koma meiri fræðslu og meiri þjálfun inn í þennan atvinnuveg en gert hefur verið. Með því eina móti getum við vonað að Islend- ingar verði áfram meiriháttar fiskframleiðsluþjóð og jafnframt ætlast til, að fiskiðnaðurinn verði hagkvæmar rekinn og fisk- afurðirnar verði jafnvel verð- mætari en verið hefur. Allt starfsfólk við fiskiðnað verður að fá nauðsynlega fræðslu um undirstöðuatriði í meðferð á fiski og í þrifum og öðrum hrein- lætisaðgerðum. Verkstjórar og aðrir þeir sem bera ábyrgð á fiskframleiðslu, hreinlæti og eftirliti, verða að hafa notið fræðslu í fiskvinnslu og hreinlætisfræðum, auk al- menna undirstöðumenntun, sem eykur víðsýni og hæfni til hvers konar starfa. Sama gildir fyrir eftirlitsmenn sölusamtakanna, matsmenn opinberra matsstofn- anna og stjómendur fyrirtækj- anna. Aukin fræðsla og þjálfun er nauðsynleg öllum, sem bera ábyrgð á fiskframleiðslunni, ef við eigum að standast þær kröfur, sem gerðar verða til heil- brigðislegra og efnislegra gæða í markaðslöndunum. Þá skulum við aðeins íhuga hver hin takmarkaða fræðslu- starfsemi hefur verið hér á landi um þessi mál á undanförnum ár- um. Eins og ég sagði áðan er lítil fræðsla veitt um meðferð afla í Sjómannaskólunum, þrátt fyrir áhuga og skilning forstöðumanna þeirra. Mér vitandi er það eina sem gert hefur verið til að koma á fræðslu um þessi mál inn í sjó- mannaskólana, að á vegum Rann- sóknarstofnunar fiskiðnaðarins hafa fræðsluerindi verið haldin fyrir nemendur í fiskideild Sjó- mannaskólans í Reykjavík tvo undanfama vetur. Erindi þessi hafa verið um meðferð aflans í landi. Þá hafa fiskiðnaðarnám- skeið sjávarútvegsráðuneytisins verið haldin í mörg ár. Þetta eru um mánaðarnámskeið, en þau hafa sótt þeir sem viljað hafa fá réttindi fiskmatsmanns við fisk- vinnslustöðvamar. Rannsóknarstofnun fiskiðnað- arins hefur einnig starfrækt ýmis fiskiðnaðarnámskeið um nokkurt skeið. Upphaflega var gert ráð VÍKINGUR 142

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.