Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Blaðsíða 24
OPNA
STYRIMANNASKÖLANS
Ferð til
Keflavíkurflugvallar
Um miðjan febrúar s. 1. skrif-
aði formaður skólafélagsins til
yfirmanns varnarliðsins á Kefla-
víkurflugvelli og spurði, hvort
stjórn skólafélagsins mætti koma
í heimsókn á flugvöllinn. Hafði
hann áhuga á að fá að skoða
bj örgunarþyrluna, slökkvistöð-
ina, radarstöðina í Rockville og ef
til vill eitthvað fleira. Eftir u.þ.b.
mánuð kom svar frá yfirmanni
varnarliðsins. Kom svarið á
föstudeginum fyrir páska, þ.e.a.s.
alveg er prófum í I. bekk og II.
farm. var að ljúka. I bréfinu
sagði yfirmaður varnarliðsins að
stjórn skólafélagsins væri vel-
komin í heimsókn á flugvöllinn,
og þyrftum við aðeins að hafa
samband við Commander A. N.
Kline, en hann mun vera yfir-
maður þeirrar deildar, sem sér
um heimsóknir á flugvöllinn. Var
strax haft samband við hann, og
samdist svo um að heimsóknin
yrði eftir hádegi mánudaginn 27.
marz, en þá um morguninn var
einmitt síðasta prófið hjá I. bekk
og II. bekk farm. Þegar Comm-
ander Kline, spurði hvernig við
ætluðum að koma til Keflavíkur-
flugvallar, var því svarað að við
ætluðum að koma á eigin bílum.
Sagði þá Commander Kline, að
það væri slæmt vegna þess að
þeir ætluðu að veita okkur smá
hressingu. Samdist þá þannig, að
þeir útveguðu okkur rútu til far-
arinnar.
Á mánudeginum kom svo rút-
an. Upphaflega hafði verið ráð-
gert að ferðin væri einungis fyr-
ir stjórn skólafélagsins, en vegna
þess að ferðin var ákveðin með
svo stuttum fyrirvara, mætti ekki
nema helmingurinn af stjórninni
við brottför. Voru þá í snarhasti
gripnir nokkrir nærstaddir menn
þar á meðal formaður skólafél-
ags Vélskólans. Með í förinni var
einnig Þórarinn Jónsson kennari
í Stýrimannaskólanum, en hann
aðstoðaði okkur mjög mikið í
sambandi við bréfið til yfirmanns
varnarliðsins. Þess má auk þess
geta, að Þórarinn var liðsforingi
í brezka hernum í síðasta stríði.
Var nú haldið af stað og komið
til Keflávíkurflugvallar um kl. 2
og var okkur fyrst ekið í yfir-
mannaklúbbinn. Þar tók á móti
okkur Marshall Thayer, en hann
talar allgóða íslenzku og það mun
raunar hafa verið hann, sem
þýddi textann í Keflavíkurút-
varpið þegar verið var að sýna
„Huldubyggð á heiðinni“ í ís-
lenzka sjónvarpinu. Ekki talar
Marshall Thayer íslenzku eins og
innfæddur og spurði hann okkur
að því hvort við vildum að hann
talaði ensku við okkur. Var því
eindregið hafnað með þeim um-
mælum, að það væri ekki svo oft
sem íslendingar heyrðu útlend-
inga tala íslenzku. f yfirmanna-
klúbbnum voru okkur sýndar
tvær kvikmyndir um herstöðina
og hlutverk hennar. Að kvik-
myndasýningunni lokinni var far-
Þessa mynd tók Guðmundur Iiaraldsson III-bekk fyrir framan yfirmannaklúbb-
inn af þeim, sem fóru til Keflavíkurflugvallar. Talið frá vinstri: Ragnar Her-
mannsson II-B fiskim., Ólafur Ársælsson II-B farm., Einar Guðmundsson I-B,
Gunnar Ásgeirsson II-B farm., Jón Gunnar Guðmundsson I-D, Commander A. N.
Kline, Þórarinn Jónsson kennari, Halldór Halldórsson form. skólafélagsins, Haf-
steinn Viðar Ásgeirsson II-A fiskiin. og Ásgeir Guðnason form. skólafélags
Vélskólans.
136
VlKINGUR