Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Qupperneq 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Qupperneq 38
Vafalítiö veröa fiskikassar í auknum mœli notaöir um borö í fiskiskipum til aö bœta gœöi aflans. bara á sviði sjálfra fiskiveiðanna, heldur líka í meðferð á aflanum. En á tímabilinu, sem liðið er frá stríðslokum, hafa aðrar þjóðir farið fram úr okkur, hvað í því viðvikur að vanda betur með- ferðina á fiskinum. Fyrir þessari staðreynd meg- um við ekki ioka augunum, heldur eigum við að stíga á stokk að fornum sið og strengja þess heit að taka þarna aftur frumkvæðið í okkar hendur. Ég vonast til, að þið ásamt öðrum ungum mönnum, sem takið við forustustörfum á okkar fiskiskipaflota eigið þann metnað sem til þarf að gera þetta. Margar tæknilegar nýungar eru nú komnar fram á sjónarsviðið sem ættu að geta auðveldað ykkur þetta. Nú hillir undir notkun fiskikassa á íslenzkum skipum á næstunni og þeir geta átt sinn þátt í bættri meðferð, sé öðrum nauðsynlegum skilyrðum fullnægt. Ýmsir af þeim nýju skuttogurum, sem nú er verið að smíða fyrir íslenzka aðila, verða búnir kössum til geymslu á fiskinum um borð, þannig munu framfarirnar knýja á og auðvelda umskiptin, sem nauðsynlegt er að verði sem allra fyrst á þessu sviði hér hjá okkur. Eins og ég er áður búinn að koma inn á í þessu erindi, þá eru það veiðar með þorskanetum á vetrarvertíð, sem eru okkur þyngstar í skauti, hvað gæðum aflans viðkemur. Og það sem gerir málið erfitt er að þessar veiðar skila á land svo stórum hluta af þeim fiskafla sem við veiðum ár- lega. Á meðan okkur tekst ekki að lyfta upp gæðum aflans frá þessum veiðum, svo verulega um muni, koma þessar veiðar til með að halda niðri hráefnisverði óeðlilega mikið. Bætt gæði þorskaneta aflans þýðir í raun og veru hærra hráefnisverð fyrir nýjan vinnslufisk, þetta er nauðsynlegt að sjómenn geri sér ljóst. Við verðum í framtíðinni að miða við aflaverðmæti skips, en 150 ekki bara aflamagn eins og nú er allt of oft gert. Eg spurði norskan skipstjóra, sem ég hitti í ferð minni til Noregs 1970, hvað hann væri búinn að veiða mörg tonn yfir mánuðinn, það stóð á svari frá honum um aflamagnið. En aflaverðmætið og hlutarhæðin hafði hann á hraðbergi og vissi ná- kvæmlega upp á krónu. Ef ég spyr íslenzkan skip- stjóra sömu spurningar, veit hann nákvæmlega um aflamagnið sem hann er búinn að fá. Um afla- verðmætið og hlutarhæðina er hann ekki eins viss. Það er gott að fá mikinn afla, ef sá afli er líka góður. Sé hann lélegur að gæðum þó mikill sé er magnið ekki í samræmi við það verð, sem við fáum fyrir hann. En það er aflaverðmætið, sem alltaf skiptir mestu máli, bæði fyrir skipshöfn og útgerð. Þennan hugsunarhátt þurfum við að til- einka okkur í ríkara mæli í starfi á sjónum, held- ur en hingað til. Tilvonandi stýrimenn óg skipstjórar, ég öfunda ykkur af því mikilvæga hlutverki sem ykkar bíð- ur, að lyfta gæðum okkar fiskafla á hærra stig, heldur en það er nú. Ég efast ekkert um getu ykkar til að leysa þetta mikla verkefni sómasam- lega af hendi, ef þið leggið ykkur fram í starf- inu á sjónum, sem ég veit að hver og einn af ykkur er tilbúinn að gera. Að síðustu vil ég rifja upp með ykkur nokkur mikilvægustu atriðin, sem þui’fa að verða ykkur leiðarljós í starfi á sjónum, því að þessi atriði þurfa að vera ykkur töm og tiltæk á öllum tímum. 1. Leggið ekki fleiri net í sjó hverju sinni, heldur en skipshöfn ykkar getur dregið í góðu sjó- veðri. 2. Á togveiðum má hámarkstogtími ekki fara VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.