Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Qupperneq 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Qupperneq 43
svæði dragast við það svo saman, að fisveiðar Svía verða að mestu útilokaðar. Hr. Áberg benti á, að fjar- lægðin milli Noregs og Shetlands- eyja væri 165 sjómílur. Verði fiskveiðitakmörkin 50 sjómílur á hvora hlið, verður aðeins 65 sjó- mílna belti eftir sem sænskir fiskimenn geta athafnað sig á. Fyrirspyrjandinn minnti enn- fremur á, að Svíar veiddu oft síld austan við Shetlandseyjar. Þeir veiddu einnig „kummel“ og fleiri fisktegundir vestan við norsku ströndina í botnvörpu. Fari Norðmenn að dæmi íslend- inga tapast einnig nokkur svæði í sunnanverðum Norðursjó og einnig í Eystrasalti. Fyrirspyrjandinn hr. Áberg bar síðan fram eftirfarandi spurningar: 1) Hefir ríkisstjómin gjört sér grein fyrir, hve mikið tjón það getur orðið sænskum fiskimönn- um á alþjóðlegum veiðisvæðum, ef íslendingar framfylgja áætlun sinni um að færa fiskveiðitak- mörkin úr 12 í 50 sjómílur? 2) Sé svo, hvað hugsar ríkis- stjómin sér að gera til að koma í veg fyrir svo skaðlega þróun mála? 3) Verði ekki komið í veg fyrir útfærsluna, hvaða ráðstafanir hefir ríkisstjórnin hugsað sér til styrktar sænskum fiskimönnum? Fulltrúi sænsku ríkisstjórnar- innar, Carl Lidbom, sem varð fyrir svörum, gerði í sem fæstum orðum grein fyrir því, hvernig mótsetningar milli strandríkja og ríkja sem fiskuðu á fjarlægum miðum, hefðu nánast séð, tekið á sig fast form á alþjóða-hafréttar- ráðstefnunum 1958 og 1960. Báð- ar ráðstefnurnar hefðu mislukk- ast, og ekki hefði náðst samkomu- lag um hver landhelgi strand- ríkja skyldi vera. Hann lét þó í ljós ánægju sína með ákvörðun Sameinuðu þjóðanna um að efna til alþjóðaráðstefnu um þessi mál árið 1973. Þýtt og endursagt eftir „Svenska vestkyst fiskaren", jan. 1972. Hallgr. J. 50 mílna land- helgin Þessi mynd birt- ist í kynningar- riti um landhelgis- málið, en ísl. stjórnarráðið hefur dreift ritinu til 500 dagblaða í 125 löndum. Myndin sýnir ljóslega hversu Islendingar eru háðir fiskveiðum, en 81,9% af útflutnings- verðmætum eru fiskafurðir. Til samanburðar sjást hliðstæðar tölur hjá nokkrum öðrum fiskveiðiþjóðum. Neðan til á myndinni er sýnt hvernig fiskiskipum yfir 900 tonn að stærð hefur fjölgað á 6 ára tímabili. En þjóðirnar: Bretar, Þjóðverjar og Pólverjar sækja hingað til veiða á þessum. skipakosti. VÍKINGUR 155

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.