Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Qupperneq 47

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Qupperneq 47
stjörnufræði við háskólana í Avignon og Montpellier, og tók þar doktorsgráðu. Að námi loknu settist hann að í nálægum bæ Solon að nafni. Er enn til sýnis húsið, sem hann bjó í og starfaði mestan hiuta æfi sinnar, og gatan, sem húsið stendur við, ber nafn hans. Læknisfræði-þekking hans kom sér vel þegar drepsóttin geisaði í Provence árið 1546. Bæir og héruð lögðust nálega í auðn. Svo var mannfallið mikið, að ekki hafðist undan að grafa hina dauðu, lágu þeir þar sem þeir höfðu andast. Stórir hópar af flóttafólki dreifði sér um Frakk- land og báru pestina með sér. Nostradamus flýði ekki, en barðist af öllum mætti gegn pest- inni. Hann bjó til duft til varnar, úr möluðum grátviði, Tris frá Florenze, reykelsi, kryddnegul og fleiri jurtum, og menn trúðu því,- að þetta duft væri gott varnarlyf gegn pestinni. Aðrar farsóttir blossuðu upp,- það var stutt stórra höggva á milli á þeim árum. Hróður Nost- radamusar óx. Hann var kallaður til hirðarinnar, og gerður að líf- lækni Katrínar drottningar af Medisi. Frægur fyrir spddóma sína En Nostradamus var annað og meira en læknir, hann var líka stjörnuspáfræðingur, þ. e. hann gat með því að athuga afstöðu himinhnatta, sagt fyrir um, hvað verða mundi á ókomnum árum. Og spádómar hans juku frægð hans. Nostradamus sat á skrifstofu sinni og orti kvæði. „Centuries" hét fyrsta bókin sem hann gaf út um spádóma sína, sú næsta hét „Propheties". Komu þær út á árunum 1555-1558, í þeim eru samtals 3764 ljóðlínur þrungnar dulrænu, en öðrum þræði duldri fegurð. Þennan skáldskap hafa margir lesið eftir hans dag, sum- part lærðir menn, aðrir draum- óramenn, sem við rannsóknir sínar hafa fundið spádóma um helztu stórviðburði í sögunni. VlKINGUR / fullu gildi íOO árum eftir and- lá\t hans. Það sem er athyglisverðast er það, að ennþá 400 árum eftir and- lát hans, eru fræðimenn sem meta mikils spádóma hans og fræði- mennsku. Árið 1950 kom út bók eftir lærdómsmann Roger Front- enac að nafni. Heitir bókin „Hinn leynilegi lykill Nostradamusar“. Hann lítur raunsærri augum á kvæði hans og útreikninga um stjörnur og brautir plánetanna, en flestir aðrir fyrirrennarar hans. Annar fræðimaður sem á okk- ar tímum fæst við Nostradamus, er Erika Cheltham, brezk kona, sem fékk áhuga á Nostradamusi þegar hún var við málanám í Ox- ford, og hafði mállýskur á mið- öldum sem sérgrein. Og Nostra- damus hefir að sjálfsögðu vakið athygli hennar öðrum fremur, því ljóð hans eru sérlega torskil- in, rituð á blendingi af frönsku, latínu og gamalli provencialskri mállýsku. Þeir sem taka sér fýrir hendur að pæla í gegnum þessi rit, fá það á tilfinninguna, að þau segi næsta lítið um annað en venju- lega spádóma um dauða, eyði- leggingu, drepsóttir, stríð og þjáningar. En svo vekja einstök vísuorð athygli lesandans: „Kón- ungur nokkur segir af sér kon- ungdómi sökum hjónaskilnaðar". „Þrír bræður fá völdin í því nýja landi America". Múrveggur sem skiftir borg í sundur“. Lesandan- um ætti ekki að verða skotaskuld úr því, að ráða þessa spádóma. Sá fymr atburði á öld kjarnorku og loftferða. Þeir sem rannsaka spádóma hans, halda því fram, að Nostra- damus hafi fyrir 400 árum sagt fyrir um baráttu ísraels og hugs- anlegan sigur þeirra yfir löndum Araba. „Ný lög munu leggja undir sig nýtt land nálægt Sýrlandi, Judeu og Palestinu. Hið mikla barbar- iska ríki (það er ekki kristilegt ríki) mun hrynja áður en öld sól- arinnar er á enda“. Stjörnuspá- fræðilega séð er okkar öld, 20. öldin - sólaröldin. Nostradamus nefndi næstum því rétt nöfn þeirra Napoleons og Hitlers (Napoleron og Hister), og hann sagði fyrir þriðju heims- styrjöldina: „Og svo mun þriðji antikristur eftir Napoleon og Hitler stjórna enn ógurlegra stríði en áður hefur þekkst“. Ekki hafa menn þó ennþá komið auga á nafnið á þessum þriðja antikristi. Spádómar Nostradamusar not- aðir í síóustu heimsstyrjöld. í upphafi síðari heimsstyrjald- arinnar, voru bæði Göring og Himmler nijög trúaðir á stjörnu- spáfræði og stjörnuspár. Þeir veittu manni nokkrum, Ernst Kraft að nafni, fjárstyrk til að gefa út skýringar á bók Nostra- damusar „Centuries“ og þá sér- staklega vísum þeim sem skír- skotuðu til Hitlers. Brezka leyniþjónustan (Intell- igence Service) tók þessa bók Krafts svo alvarlega, að hún að ráði Seftons Demlers, lét prenta 50 falsanir á kvæðum Nostra- damusar, og var þeim stráð yfir Þýzkaland. I þessum bókum sner- ust skýringarnar um það, að Þjóðverjar munu tapa stríðinu. í Frakklandi var Petain stjórnin svo hrædd við að móðga Þjóðverja að allar útgáfur af bók Nostradamusar voru stöðvaðar. í því hlutlausa landi Sviss, voru spádómarnir reyndar birtir, en án skýringa, sökum þess að vís- urnar voru taldar „of sérstæðar“. Fyrsti maöurinn sem staöhæfói <7(5 jöróin sé hnattlaga. Það er úaf fyrir sig undrunar- efni, að maður sem uppi var fvr- ir 400 árum, skyldi hafa áhrif á styrjöld, sem að lokum varð fyrsta kjarnorkustyriöld verald- arsögunnar. Því má þó ekki gleyma, að þessi merkilegi maður var annað og meira en grasa- læknir. bruggari ástadrykkia og spámaður. Hann var mikill at- hafna og áhrifamaður á sinni tíð. Hann skrifaði á undan Galilei 159

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.