Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Side 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Side 4
50 ára gömui ferðasaga frá Egjjum og aftur til Egja eftir Guðmund A. Finnbogason ÞEKKTUR Vestmanneyingur Árni J. Johnsen, sem látinn er fyrir nokkrum árum, bjó þegar þessi saga gerðist í Frydendal í Vestmannaeyjum, seinna í Ásdal og Suðurgarði. Árni starfaði að ýmsum félagsmálum og fram- kvæmdum í byggðarlagi sínu. Hann fékkst meðal annars við verzlunarstörf og vélbátaútgerð. Haustið 1920 tók Árni á leigu mótorbát, sem hann ætlaði að gera út á net á vertíðinni 1921. Eigandi bátsins og báturinn voru í Reykjavík. Þetta var gamall bátur norskur að upp- runa, 11 til 12 tonn að stærð. Hafði báturinn heitið Segnin á norsku, en hét nú Upsi RE 165. Árni hafði ráðið til sín tvo heimamenn, sem áttu að róa bátnum á vertíðinni. Annar þeirra var Jóhann Jónsson frá Suðurgarði, bróðir Margrétar konu Árna. Jóhann var kominn hátt á þrítugsaldur, hafði hann stundað sjó allt frá fermingu, fyrst á áraskipum, síðan á mótor- bátum og togurum. Hafði Jó- hann lokið skipstjóraprófi við Stýrimannaskólann í Reykjavík bæði sem fiskimaður og farmað- ur. Átti Jóhann að vera formað- ur á Upsanum. Hinn heimamaðurinn var Sig- urjón Sigurðsson frá Brekkuhúsi. Hafði hann eins og Jóhann stundað sjómennsku frá ungl- ingsárum og verið formaður á bátum frá Vestmannaeyjum. Hann var á líkum aldri og Jó- hann og um þetta leyti á milli báta. Þeir félagar unnu saman um haustið og fram yfir áramót við að undirbúa vertíðina, steypa netasteina útbúa baujur o. m. fl. sem með þurfti. Reynt var að hafa sem flest tilbúið, áður en báturinn kæmi. Með bátnum frá Reykjavík átti að koma bólfæri og ýmislegt fleira sem ekki var til staðar í Vestmannaeyjum. 1 febrúar 1921 rann upp sú stund er Jóhann og Sigurjón lögðu af stað til að sækja Ups- ann. Tóku þeir sér far með út- lendu vöruflutningaskipi, sem statt var í Eyjum. Á þessum ár- um var minna um ferðir milli lands og Eyja en nú, og var þá gott að geta náð sér í far með farkosti, þótt ekki væri um neitt farþegaskip að ræða. Ferðin til Reykjavíkur gekk ágætlega, og þegar þeir félagar voru orðnir landfastir, fóru þeir fljótlega að athuga bátinn, sem þeir áttu að sækja. Ekki þótti þeim hann sérstaklega girni- legur í útliti. Vissulega þurfti hann á lagfæringu og uppskver- ingu að halda. Að skoðun lokinni fóru þeir Jóhann og Sigurjón, upp á Hótel ísland. Þar fengu þeir leigt herbergi til næturgistingar meðan á dvöl stæði. Því næst fóru þeir að útvega sér mann, sem vera átti mótoristi á bátn- um. Gekk það vel og réðu mann, Óskar Sigurðsson að nafni. Reyndist hann síðar bráðdugleg- ur og bezti félagi um borð í Upsanum. Var nú tekið til við að stand- setja bátinn, og unnu þeir fé- lagarnir við það á daginn, en á kvöldin fóru þeir Jóhann og Sigurjón til að hitta kunningja sína og fleira að gera sér til skemmtunar. Má segja að saman færi hjá þeim gagn og gaman. Vonir stóðu til, að þeir yrðu fljótlega búnir að koma bátnum í viðunandi lag, svo að þeir gætu lagt af stað til Eyja. Var ekkert er þeir vissu því til fyrirstöðu. En oft fer öðruvísi en ætlað er, svo reyndist í þetta sinn. Að kvöldi þriðja.dags í Reykja- vík ætluðu Jóhann og Sigurjón að dagsverki loknu til herbergis VlKINGUR 116

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.