Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Side 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Side 23
þroska fiski. Veiðar með smáriðnum botnvörpum, svo sem rækjuvörpum og spærlingsvörpum hafa mjög verið undir smásjánni að undanförnu. Hef- ur ekki verið hikað við að banna rækjuveiðar á stórum veiðisvæðum langtímum saman, þegar hlut- ur smáfisks í aflanum hefur þótt of stór. Dæmi er ennfremur um það, að bátur hafi misst leyfi til spærlingsveiða vegna smáýsuveiða. Minna hefur gerzt vegna veiða með humarvörpu og hringnótar. Þó má minna á aðgerðir s. 1. haust vegna veiði smá- síldar og bolfisks í síldarnót. Þessar aðgerðir sýna tvímælalaust, að íslendingar með fiskifræðinga í broddi fylkingar hafa á margvíslagan hátt spyrnt fótum við rányrkju smáfisks. Til samanburðar er fróðlegt að draga fram í dagsljósið, hvernig á- standið er í Norðursjónum, þ. e. „heimahafi“ ým- issa helztu fjenda okkar í landhelgismálinu. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að allar þær þjóðir, sem byggja lönd þau, sem liggja að Norðursjónum, stunda botnvörpuveiðar með smá- riðnum botnvörpum, bæði á bræðslufisk, svo sem síld, spærling og sandsíli svo og við rækjuveiðar. Það leiðir að líkum, að sitthvað af ungviði nytja- fiska slæðist í þessar vörpur. Svo mikið er víst, að íslenzkum sjómönnum, sem veiðar hafa stundað í Norðursjó og séð skip landa bræðslufiski, ofbýður sú rányrkja, sem þarna á sér stað, og tala um, að rányrkja smáfisks við ísland sé hreinn barnaleikur í samanburði við það. En ekki er allt upptalið enn. Víða eru veiðar stundaðar með smáriðnum bómuvörpum á ýmsar kolategundir og þar að auki er möskvastærð poka í venjulegum fiskibotnvörpum einungis 75 mm eða minni en 1 okkar humarvörpum. Og þá eru ótalin þau veiðarfæri, sem beitt er miðsævis, þ. e. hringnót og flotvarpa. Því miður er mér vitanlega engin úttekt til á smáfiskdrápi í Norðursjó, enda tæpast til upplýs- ingar þar um. Hér á eftir verða þó örfá dæmi rakin um það, sem um er að vera. Dæmi þessi gefa því miður alls ekkert yfirlit um rányrkjuna en sýna þó ótvírætt, hve lítil aðgát er viðhöfð á veiðisvæð- um, sem margar þjóðir keppast um að nýta. í skýrslu Hollendingana de Veen og Rodenburg kemur fram, að Hollendingar drepa býsn af ung- viði sólflúru (Solea solea) og skarkola. Árið 1969 fleygðu Hollendingar 32 milljónum og árið 1970 41 milljón skarkola 25 cm eða smærri í sjóinn og á tímabilinu október 1969 og til október 1970 var hvorki meira né minna en 132 milljónum skarkola undir 25 cm og 66 milljónum sólflúru undir 24 cm fleygt í sjóinn. Hér er vel að merkja þó aðeins um sólflúruveiðar með bómutrolli að ræða. Þessar töl- ur gætu því hækkað verulega, ef rányrkjan með rækjubómutrollum væri einnig tekin til greina. Þá ber ennfremur að hafa í huga, að Belgar veiða meira magn af rækju en Hollendingar og ættu því að hafa enn hryllilegri smáfiskdauða á samvizk- unni. Auk Hollendinga og Belga sækjast Þjóðverjar mjög eftir rækju og láta ekki smáfiskadráp trufla sig við þær veiðar. Þýzki prófessorinn Klaus Tiews hefur skýrt frá því, að vorið 1969 hafi þýzkir rækjuveiðimenn orðið 30 milljónum þorskseiða að aldurtila. Á vorvertíðinni 1970 var það met slegið glæsilega, er 97 milljónir þorskseiða lentu í rækju- vörpunum. Skylt er þó að taka fram, að hér er um mjög ung seiði að ræða, svo að skaðinn er ekki eins stór og þessar háu tölur gefa til kynna, þar sem skörð koma jafnan í seiðahópinn fyrstu mán- uðina. Til samanburðar má geta þess, að við rækju- veiðarnar við Eldey s. 1. haust gætu um 3 milljónir af smáýsu hafa drepist, áður en veiðisvæðinu var lokað. 1 þýzkum veiðiskýrslum kemur í ljós, að árið 1969 voru 87.709 t veidd í bræðslu. Er þá ekki tekið það magn, sem veitt var í ís en lenti í bræðslu vegna skemmda eða sölutregðu. Af þessu magni var síld 43.322 t, þorskur 2.635 t og rækja (Crang- on crangon) 17.304 t. Til samanburðar má geta þess, að 10.277 t af rækju fór til manneldis. Árið 1968 fóru hins vegar 9.204 t af rækju til mann- eldis, en 23.879 t í mjöl. Samkvæmt skýrslu Uwe Elss var árið 1969 0,44% af heildarþunga þorsk- aflans sem fór í bræðslu innan við 30 cm. Árið 1970 (janúar—október) var hins vegar 1,37% þorskaflans innan við 30 cm, en ekki liggur fyrir, hve mikill aflinn var. Hins vegar var hlutdeild þorsks í aflanum 3,61%, en á sama tíma var hlut- ur ýsu af heildaraflanum 7,73%. Fróðlegt væri að hafa samsvarandi tölur frá Danmörku, en Danir fiska eins og kunnugt er margfalt magn af bræðslufiski á við Þjóðverja t. d. 710.000 t árið 1967. Það mun vart þurfa að ítreka, að við íslend- ingar viljum ekki slíka rányrkju á íslands-miðum. Jafnframt er ljóst, að við verðum að vera vel á verði til þess að vera lausir við gegndarlaust smá- fiskadráp, því að einnig um nýtingu fiskistofna gildir málshátturinn: Kapp er bezt með forsjá. VlKINGUE 135

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.