Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Síða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Síða 10
bæði utan og innan dyra, í hrað- frystihúsunum, sem varða hrein- læti og hollustu, og víða er byrj- að á, er áætlað að kosta muni sam- tals 1—1,5 milljarð króna fyrir öll frystihús landsins eða 10—15 milljónir á hraðfrystihús. Hlut- ur bæjar- og sveitafélaga er áætl- aður að muni verða þar í viðbót samtals um 500 milljónir króna. 1 sambandi við þessar tölur er nauðsynlegt að gera sér grein fyr- ir því, að hér er raunverulega að- eins um endurbætur að ræða til að uppfylla hreinlætis- og holl- ustukröfur á sölumörkuðum, en nær engar nýbyggingar eða tæknilegar nýjungar. Á árinu 1975 er áætlað að þeim breyting- um verði lokið. Tillögunefnd um hollustuhætti í fiskiðnaði hefur unnið að þessum málum undanfarin 2 ár. Mjög æskilegt væri úr því að verið er að ráðast í svo umfangs- miklar breytingar, er varða hreinlæti og hollustu, sem bein- línis leiða af hinni bandárísku löggjöf, að samfara. þessum breytingum verði gerðar raun- hæfar breytingar á vinnuhagi'æð- ingu og sem fullkomnust vélvæð- ing verði tekin upp í öllum hrað- frystihúsunum. Hér tel ég að rannsaka þurfi mjög vandlega, hvaða hraðfrysti húsum eigi að lána stórfé til þess- ai’a lagfæringa og breytinga, þar sem sum eru mjög léleg og væri skynsamlegra að rífa nokkur þeirra eða breyta í geymslur, en byggja síðan ný og fullkomin í staðinn. Jafnvel mætti sameina hraðfrystihúsin í sumum smærri sjávarþorpunum. Einnig þurfa t. d. niðursuðu- og niðurlagning- arverksmiðjurnar að fá lán til að lagfæra hjá sér, svo að þær stand- ist hreinlætis- og hollustukröf- urnar fyrir Bandaríkjamarkað, eins og hraðfrystihúsin. Hin miklu togarakaup, sem nú þegar eru áformuð, munu greini- lega ekki draga úr mikilvægi hraðfrystiiðnaðarins. Ef land- helgismálið verður farsællega til lykta leitt, virðist flest benda til þess, að þorskaflinn geti aukizt a. m. k. í byrjun. Hvort hrað- frystiiðnaðinum tekst í núverandi ástandi að anna auknu fiskmagni er vafasamt, nema til komi end- urbætur á fiskmóttöku (m. a. fiskkassar os kælikerfi) og stór- aukin skipulagning á löndun afl- ans, þar sem veiðiskipin fara stækkandi. Sennilegast er, að bæði vinnuhagræðing og þar með afkastageta frystihúsanna verði að vaxa, svo og að stækka þurfi almennt frystihúsin fremur en að fjölga þeim. Hvort aftur á móti unnt reynist að auka vinnslu hraðfrystra fiskafurða, ræðst eins og fyrr er getið ekki sízt af stefnu í utanríkismálum og tækniþekkingu innan þessarar iðngreinar. Hvað snertir saltfiskiðnaðinn má ætla, að framþróun hans sé mjög háð því, hvort unnt reynist að framleiða hann í einhvers kon- ar neytendaumbúðir til þess að auka vinnsluvirði hans. Saltfisk- framleiðsla í hefðbundnum stíl gefur ekki tilefni til mikillar aukningar vinnsluvirðisins, nema stóraukinn afli komi til. Þróun í eftirspurn á fiski er, eins og fyrr er getið, talin aukast verulega á Iðandi líf við höfnina í Reykjavík. (Ljósm. Snorri Snorrason, yngri.) Ný endursmíði frystihúsa og skipaflotans er nú í örri uppbyggingu. Á myndinni sjáumi við mb. Þorstein GK. (Ljósm. Snorri Snorrason, yngri.) 122 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.