Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Side 28
A frívaktinni
Þekktur enskur prestur Brom-
field að nafni ferðaðist víða um
lönd.
Eitt sinn var hann staddur í
Suðuramerískum smábæ. Einn
morguninn sá hann dauðan asna
liggja á gangstéttinni.
Presturinn hringdi þegar í
heilbrigðisyfirvöldin, kynnti sig
og bað þau að fjarlægja asnann.
„Við héldum nú, að prestarnir
sæu um hina dauðu, svaraði háðs-
leg rödd í símanum.
„Það gerum við reyndar,“ svar-
aði séra Bromfield að bragði.
„En við tölum alltaf fyrst við
nánustu ættingja þeirra.“
*
Tvær yfirspenntar og hyster-
iskar konur mættust í dyrunum
hjá geðlækni.
„Er ég að koma eða fara,
spurði önnur.
„Ef ég vissi það nú,“ svaraði
hin, „þá væri ég alls ekki hér.“
*
Eldri kona, sem var í þann
veginn, að stofna hænsnabú,
hringdi í landbúnaðarráðuneytið
og spurði hversu lengi hún ætti
að hafa hanann inni hjá hænun-
um.
„Aðeins andartak," svaraði
stúlkan við skiptiborðið. „Þakka
yður kærlega fyrir“, svaraði sú
gamla og lagði tólið á.
*
„Hvers vegna í ósköpunum
hafið þér orðið svona magaveik-
ur.‘“ spurði læknirinn.
„Jú, skiljið þér, að ég er nefni-
lega prófdómari í matreiðsludeild
húsmæðraskólans."
Andvarp föðurs, sem á ein-
býlishús, bíl, sumarbústað, hefur
allskonar tryggingar og á þrjú
börn í framhaldsskóla. „Ef fjöl-
skyldan á að geta lifað áfram með
öllum þessum kostnaði, hefi ég
alls ekki efni á því að deyja á
eðlilegan hátt. Það verður að ske
slys.“
— Hvar sögðust þér hafa skotið þetta
tígrisdýr?
— Við verðum að taka með okkur
smáminjagrip.
Heimilishjal.
Áður fyrr varstu vanur að
halda í hendina á mér, sagði kon-
an við mann sinn, þar sem þau
lágu saman í rúminu.
Hann teygði út handlegginn
og greip í hönd hennar.
„Svo varstu líka vanur að
kyssa mig.“ Maðurinn sneri sér
að henni, rak henni rembings-
koss, en velti sér síðan aftur á
hina hliðina til að sofa.
„Svo beitztu mig líka stundum
í eyrað,“ hélt konan áfram. Mað-
urinn rauk uppúr rúminu og
ætlaði fram í baðherbergið.
„Hvert ertu að fara, maður
hrópaði konan.
„Sækja tennurnar mínar!“
Læknisráð.
Þegar ég yrki kvæði seint á
kvöldin hr. læknir, sofna ég
sjaldan fyrr en undir morgun,
„Eg á ódýrt og óbrigðult með-
al við þessu,“ svaraði læknirinn.
„Lesið það, sem þér hafið
orkt.“
#
«
Sigurður gamli varð hálfátt-
ræður og eftir veizluna kom ungi
presturinn til hans og dáðist að,
hve hann væri unglegur í útliti
og spurði hvernig hann hefði far-
ið að því að halda sér svona vel.
„Það skal ég segja þér sonur
sæll.“
Ég hefi haft það fyrir reglu,
þegar konan mín hefir byrjað að
rífast, þá hefi ég gripið hattinn
minn og fengið mér langan
göngutúr. Og þú getur rétt í-
myndað þér hve miklu af heil-
næmu lofti ég hefi notið í þessi
50 ár, sem við höfum verið gift.“
VlKINGUR
140