Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Síða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Síða 26
Bréf til Víldngs „Víkingur" fékk fyrir skömmu línu frá gamalli vinkonu, Hjör- dísi Sævar. Hún starfar sem loft- skeytamaður á M.s. Diskos frá Porsgrunn. Var hér áður fyrr loftskeytamaður á íslenzkum togurum, við góðan orðstír. Fer hér á eftir bréf Hjördís- ar og úrklippan, sem þar um getur, í lausl. þýðingu: G.J. Dakar 5. 4. 1972. Víkingur Reykjavík. Sendi ykkur hér laglega úr- klippu, ásamt nokkrum ekstra upplýsingum um kvenverur norska flotans, sem samanlagt eru í utanríkisfart ca. 4500 og gera ekki landi sínu skömm útá- við. Starfa á skipunum liðlega 350 kvenlegir loftskeytamenn, ca. 20 brytar, 40 kokkar, að ógleymdum þilfars- og vélarúmsstúlkum, á- samt þernum og messastúlkum. Ég hélt fram hér á árum áður að vel mætti manna togara með kvenfólki, og er samt heldur harðara á Halanum en um borð í kaupskipunum. Kannski Islend- ingar fari að iiðka á einokuninni í flotanum gagnvart kvenfólkinu. Sjálf hætti ég nú hér um borð í endaðan apríl, eftir nær 3 ár á sama skipi. Fríið verður kær- komið, og notað til að setja í stand eigið hús í Noregi. Lítur ekki út fyrir tilboð um sömu vinnu og laun heima. Kveðjur til Guðmundar Jens- sonar, Halldórs Jónssonar og annara kunningja. Hjördís Sævar, Sollia, Helle, 3770 Kragerö, Norget. Hjördís Sævar í einkennisbúningi loftskeytamanns. Tveggja barna móðir verður stýrimaður Fyrir nokkru síðan birtist í norska blaðinu „Arbeider Avisa“, grein um Anne Mari írytz, tveggja barna móður frá Þránd- heimi með 41 mánaðar siglinga- tíma að baki. Hefir hún nú fyrst norskra kvenna nægan siglingatíma til að setjast í stýrimannaskóla. Áður, eða fyrir meir en 3 ár- um var hún með fyrstu stúlkum sem starfaði á dekki til sjós í norska flotanum. Við spurningu um hvort ekki hefði verið erfitt að vera kven- maður á dekki, svaraði hún af- dráttarlaust: „Nei, mér hefir líkað þetta á- gætilega og hef aldrei veigi’að mér við að taka til hendinni. Gangi allt samkvæmt áætlun ætlar hún að skrá sig sem 2. eða 3. stýrimaður í siglingar að vori komanda. Hún verður örugglega einn laglegasti stýrimaðurinn á norska flotanum! Tvær aðrar konur hafa sótt um inntöku við stýrimannaskólann haustið 1972. 1 fyrravor tók próf við Vél- skólann í Osló 23ja ára frú, sem siglir, sem aðstoðarvélstjóri, hjá Wilh. Wilhemsensfélaginu. Maðurinn hennar siglir sem 2. vélstjóri á sama skipi. Bæði voru í skólanum, hann 2. veturinn, hún hinn fyrsta. Fékk hún til og með hærri prófeinkunn en flestir aðr- ir — eiginmaðurinn meðtalinn! 138 VlKINGUE

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.