Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Blaðsíða 26
Bréf til Víldngs „Víkingur" fékk fyrir skömmu línu frá gamalli vinkonu, Hjör- dísi Sævar. Hún starfar sem loft- skeytamaður á M.s. Diskos frá Porsgrunn. Var hér áður fyrr loftskeytamaður á íslenzkum togurum, við góðan orðstír. Fer hér á eftir bréf Hjördís- ar og úrklippan, sem þar um getur, í lausl. þýðingu: G.J. Dakar 5. 4. 1972. Víkingur Reykjavík. Sendi ykkur hér laglega úr- klippu, ásamt nokkrum ekstra upplýsingum um kvenverur norska flotans, sem samanlagt eru í utanríkisfart ca. 4500 og gera ekki landi sínu skömm útá- við. Starfa á skipunum liðlega 350 kvenlegir loftskeytamenn, ca. 20 brytar, 40 kokkar, að ógleymdum þilfars- og vélarúmsstúlkum, á- samt þernum og messastúlkum. Ég hélt fram hér á árum áður að vel mætti manna togara með kvenfólki, og er samt heldur harðara á Halanum en um borð í kaupskipunum. Kannski Islend- ingar fari að iiðka á einokuninni í flotanum gagnvart kvenfólkinu. Sjálf hætti ég nú hér um borð í endaðan apríl, eftir nær 3 ár á sama skipi. Fríið verður kær- komið, og notað til að setja í stand eigið hús í Noregi. Lítur ekki út fyrir tilboð um sömu vinnu og laun heima. Kveðjur til Guðmundar Jens- sonar, Halldórs Jónssonar og annara kunningja. Hjördís Sævar, Sollia, Helle, 3770 Kragerö, Norget. Hjördís Sævar í einkennisbúningi loftskeytamanns. Tveggja barna móðir verður stýrimaður Fyrir nokkru síðan birtist í norska blaðinu „Arbeider Avisa“, grein um Anne Mari írytz, tveggja barna móður frá Þránd- heimi með 41 mánaðar siglinga- tíma að baki. Hefir hún nú fyrst norskra kvenna nægan siglingatíma til að setjast í stýrimannaskóla. Áður, eða fyrir meir en 3 ár- um var hún með fyrstu stúlkum sem starfaði á dekki til sjós í norska flotanum. Við spurningu um hvort ekki hefði verið erfitt að vera kven- maður á dekki, svaraði hún af- dráttarlaust: „Nei, mér hefir líkað þetta á- gætilega og hef aldrei veigi’að mér við að taka til hendinni. Gangi allt samkvæmt áætlun ætlar hún að skrá sig sem 2. eða 3. stýrimaður í siglingar að vori komanda. Hún verður örugglega einn laglegasti stýrimaðurinn á norska flotanum! Tvær aðrar konur hafa sótt um inntöku við stýrimannaskólann haustið 1972. 1 fyrravor tók próf við Vél- skólann í Osló 23ja ára frú, sem siglir, sem aðstoðarvélstjóri, hjá Wilh. Wilhemsensfélaginu. Maðurinn hennar siglir sem 2. vélstjóri á sama skipi. Bæði voru í skólanum, hann 2. veturinn, hún hinn fyrsta. Fékk hún til og með hærri prófeinkunn en flestir aðr- ir — eiginmaðurinn meðtalinn! 138 VlKINGUE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.