Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Blaðsíða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Blaðsíða 31
Sigurður Haraldsson, skólastjóri. fyrir að þessi námskeið gætu, ef til vill, myndað grundvöll að fisk- iðnskóla. Rannsóknarstofnunin lagði aðaláherzluna á, að halda námskeið í hreinlætistækni við fiskvinnslu, til þess að undirbúa hlutaðeigandi aðila, að mæta væntanlegum auknum kröfum í U. S. A. um allt hreinlæti við framleiðslu fiskafurða, sem þar verða á boðstólum. Þegar þessar kröfur verða gerðar, er óhjákvæmilegt að við verðum að hafa breytt miklu í sambandi við vinnslu aflans í frystihúsunum, hér heima, ef við ætlum að halda áfram að flytja út frystar fiskafurðir til U. S. A. Ekki nægir aðeins að breyta um búnað og húsakynni frystihús- anna, heldur verða öll vinnubrögð og umgengni starfsfólksins að breytast líka. Ég fullyrði að nauðsynlegar breytingar nást ekki, nema með aukinni fræðslu og þjálfun, en fræðslumöguleikarnir hafa ekki veðrið fleiri 'en þeir sem ég var að telja upp. Var ekki fyrir löngu orðið tímabært að breyta hér um ? Áður en ég svara þeirri spurn- ingu, er eðlilegt að íhuga hvað helztu keppinautar okkar á fisk- mörkuðum gera á þessu sviði. Við skulum líta til Kanada og til Noregs. VlKINGUR í St. John’s á Nýfundnalandi er skóli, er nefndur er „College of Fisheries". Þar er hægt að stunda nám í flestum greinum, sem tengdar eru sjávarútvegi, m.a. í fiskefnisfræði. Það er þriggja ára nám og eru inntöku- skilyrði nám sem mun vera hlið- stætt eða heldur meira en gagn- fræðanám, hér heima. Námið er aðallega bóklegt, en skólinn er vel búinn venjulegum fiskvinnslu- tækjum og fer einhver kennsla fram í meðferð þeirra og einnig eitthvað í fiskverkun. Nemenda- fjöldinn er um 40-60 í fiskitækni- deildinni. Þeir, sem útskrifast fá venjulegast ábyrgðarstörf hjá fiskvinnslufyrirtækjum og opin- berum eftirlits- og matsstofnun- um. I Noregi eru ýmsar stofnanir, sem veita starfsfólki fiskiðnað- arfræðslu. Þá skal fyrst telja fiskiðn- skólann í Vardo í Norður Noregi. Nokkrir íslendingar hafa sótt þann skóla. Skólinn rekur tvenns- könar námskeið í fiskverkun. Annað þeirra er í 10 mánuði en hitt í 4 mánuði, 10 mánaða nám- skeið er einnig haldið í fram- leiðslu lýsis og mjöls, en fjórða námskeiðið er 6 mánaða nám- skeið fyrir verkstjóra. Námið er bæði bóklegt og verklegt. Um 60 nemendur sækja námskeið þessi árlega. Þá er niðursuðuskóli í Stav- anger og matvælaskóli í Þránd- heimi með sérdeild fyrir kjöt og fisk. Iðnskólinn í Melbu í Lofoten hefur einnig hafið kennslu í fisk- iðnaðargreinum. Tækniskólinn í Bergen er enn fremur með eins árs framhaldsdeild, sem útskrif- ar fisktæknifræðinga. „Fiskeridirektoratet" starf- rækir og námskeið fyrir fólk sem starfar við sjávarútveginn um borð í veiðiskipunum og í landi við vinnslu aflans. Þama eru tek- in fyrir ákveðin viðfangsefni og geta þau verið margbreytileg. Auk þessara stofnana, eru síð- an háskólamir í Oslo og í Berg- en, Verzlunarháskólinn í Bergen og tækniháskólinn í Þrándheimi, sem veita nokkra fræðslu á sviði sjávarútvegs. Að vísu er kennsla , þessara æðri menntastofnana þröngt afmörkuð á sérsviðum. T.d. eru haffræðideildir við há- skólana í Bergen og Osló og við- skiptafræðingar geta aflað sér framhaldsmenntunar á sínu sviði með verzlunarháskólana undir leiðsögn sérstaks prófessors í sjávarútvegsviðskiptafræðum. Hægt er einnig að taka fyrir verkefni úr fiskiðnaðinum til tækniprófs við tækniskólann í Þrándheimi. Samkvæmt framansögðu virð- ast Norðmenn þegar gera tolu- vert til að mennta starfsfólk í fiskiðnaðinum. Ráðamenn þar í landi eru samt ekki nógu ánægð- ir. Þeir vilja bæta þær leiðir, sem þegar em fyrir hendi, endur- skipuleggja þær og mynda nýjar. 1 undirbúningi eru ýmsar breyt- ingar, sem ná allt til sérfræði- náms við háskóla. Námsleiðir eiga að vera mjög breytilegar og námið sveigjanlegt, en þannig uppbyggt, að hvergi verði um neina fyrirstöðu að ræða að halda áfram námi, allt þar til háskóla- námi lýkur, sé vilji og geta fyrir hendi. Sérstakri stofnun á að koma á fót til að skipuleggja og efla allt háskólanám, sem að notum getur komið fyrir sjávar- útveginn. Stofnun þessi á að bera heitið „Norski sjávarútvegsskól- inn“. Það fer nú ekki milli mála, að Norðmenn hafa áttað sig á, að leggja beri mikla áherslu á að auka menntun allra starfs- manna við sjávarútveginn, svo tryggt verði að atvinnuvegur þessi staðni ekki, eða leggist alveg niður vegna þess að hann verði ekki lengur arðbær. Að þessu athuguðu skulum við aftur íhuga, hvort ekki var orðið tímabært að breyta hér um og bæta við fræðslumöguleikum fyr- ir það starfsfólk, sem starfar við eða hyggst starfa við íslenzkan sjávarútveg og vinnslu aflans. Ég býst við, að flestir séu mér sammála um, að ekki mátti bíða lengur, en hefjast heldur strax handa um að byggja hér upp nýj- 143
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.