Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Qupperneq 55
leigt fiskibát og haldið þaðan til
Chansey eyju með björgunarlið.
„Og ég hef staðið í sambandi
við tryggingarfélagið okkar“,
hélt Mike áfram. Þeir féllust á
að greiða allt tryggingarféð. Við
getum því látið smíða nýjan bát
eftir okkar höfði, ef við viljum“.
„En það þýðir, að við missum
af heilli vertíð við björgunar-
störfin“, sagði ég.
Mike kímdi.
Það vill nú svo vel til, að ég
rakst á bát hérna í Peter Port,
sem er til sölu og ég held, að hann
sé mjög hentugur fyrir okkur. Ég
leit nánar á hann í gær. Að
vísu er hann ekki eins flott og
gamla Sætröllið okkar, — auð-
vitað ....
Síðar fórum við niður að höfn
og skoðuðum bátinn. Kaupverðið
fannst okkur sanngjarnt, þar
sem hann var í góðu standi, svo
að við keyptum hann á staðnum.
Um kvöldið kom Snerterton í
heimsókn á hótelið okkar. Hann
var að venju mjög snyrtilega
klæddur, enda þótt hann hefði
dvalið í tvo daga á Chansey eyju.
Þeir höfðu opnað fjögur-lest-
ina um fjöru og opnað þrjá af
kössunum, sem í áttu að vera
flugvélahreyflar.
1 ljós kom, að þeir innihéldu
sementsblokkir.
„Fullnægjandi sannanir, hr.
Sands. Mjög fullnægjandi. Ég
hef nú þegar sent ýtarlega
skýrslu til Scotland Yard“.
En ber ekki tryggingarfélag-
inu í San Francisco samt sem áð-
ur að greiða tryggingarféð ?“
spurði ég.
„Jú, auðvitað, en við fáum það
endurgreitt frá Dellimarefélag-
inu. Það vill svo vel til að það á
háa fjárhæð geymda á banka í
Singapore. Okkur tókst að loka
fyrir þeim þessari innstæðu.
Þetta var einn af okkar viðskipta-
bönkum.
Snerterton varð hugsi:
„Ég hygg, að Gundersen hefði
lánast þetta betur, ef honum
hefði hugkvæmst eitthvert ann-
að firma sem millilið við þessa
sölu á flugvélahreyflunum. En
VlKINGUR
snjöllustu hugmyndir ....“
Hann. brosti og dreypti á
'sherryinu.
Þetta var þó mjög snjöll hug-
mynd, mjög snjöll, en hún mis-
tókst, og það getum við þakkað
Patch — og yður, bætti hann við
og sendi mér augnaskot yfir glas-
ið.
„Ég hef sent allar upplýsingar
til tryggingarfélags H. B. & K. M.
Ja, við sjáum hvað setur".
Mér gafst tækifæri til að hitta
Patch áður en ég fór frá Peter
Port, og talaði nánar við hann
þrem vikum seinna, þegar við
bárum vitni við endurtekinn sjó-
rétt“.
Hann var þá ekki búinn að ná
sér eftir veikindin.
Gundersen hafði komist undan,
en nú var auðvelt að fá þá Bur-
rows vélstjóra og skipsfélaga
hans til að skýra rétt frá atburð-
unum.
Báru þeir allir, að þeir hefðu
fylgt Higgins að málum af ótta
við hótanir hans.
Rétturinn komst að þeirri nið-
urstöðu, að örlög Mary Deare
hefðu orsakast af skipulagðri
fjárglæfrastarfsemi útgerðarfé-
lagsins.
Patch var sýknaður af öllum
ákærum og málið afhent réttvís-
inni til frekari meðferðar.
Málið var mikið rætt í fjöl-
miðlum og af almenningi. Patch
varð „hetja dagsins“, sem end-
aði með því, að hann fékk skip-
stjórn á skipinu Wacomo, 10 þús-
und rúmlesta flutningaskipi.
Hann kvæntist Janet Taggart,
en við gátum ekki verið viðstadd-
ir brúðkaupið; vorum önnum
kafnir við köfun og björgunar-
störf, og við hittum hann ekki
fyrr en í september árið eftir.
Við Mike vorum staddir í
Avonmouth, tilbúnir að kafa í
skipsflak í Bristolkanalnum, þeg-
ar Wacomo kom aftur frá Singa-
pore og lagðist í dokkunni fyrir
framan okkur.
Og um kvöldið borðuðum við
um borð hjá Patch.
Ég þekkti hann varla aftur.
Hrukkurnar í andliti hans voru
horfnar, og þrátt fyrir, að hár
hans var gránað í vöngum, leit
hann unglegur og traustvekjandi
út í einkennisbúningnum með
gyltum borðunum.
Á skrifborði hans stóð sama
myndin frá því forðum í silfur-
rammanum, en neðst hafði Janet
skrifað:
Til eiginmanns rníns —
góöa ferð.
Og innrammað á veggnum
hékk skjal frá H. B & K. M.
Corporation í San Francisco.
Skjalið hafði Snerterton afhent
frú Janet Patch eftir brúðkaupið
og því fylgdi fimm þúsund punda
ávísun, sem viðurkenning fyrir
hlutdeild manns hennar í því að
ljóstra upp stórfelldri fjárglæfra-
starfsemi gegn félagi þeirra —
mjög réttmæt viðurkenning.
I þann mund unnum við Mike
við flak út af Hook van Holland
og þegar við komum heim, beið
okkar svipað skjal með ávísun á
5 þúsund pund — sem bætur fyr-
ir að við misstum bátinn okkar.
Lík Higgins fannst aldrei, en
í ágúst sama ár sáu fiskimenn
jullu sem bar merki þess að hafa
einhverntíma borið bláa máln-
ingu. Hún lá þar saman klesst í
klettaskoru sunnarlega við Al-
dersey.
Og svo eitt að lokum.
Við höfum skrifað í dagbók
bátsins okkar — Sætröllið II hinn
8. september, þar sem við höfum
fundið og staðsett flak í Bristol-
kanalnum, eftirfarandi:
Kl. 11.48. Wacoma sigldi fram-
hjá okkur á útleið til Singapore
og Hong Kong. Okkur voru send
eftirfarandi ljósmerki:
„Patch skipstjóri sendir ykkur
kveðju sína og mun ekki — end-
urteJáð: mun ekki reyna að sigla
ykkur niður í þetta skipti.“
Síðan gaf hann þrjú stutt
merki með eimpípu skipsins, og
við svöruðum með þokulúðrinum
okkar.
Mánuði síðar lögðum við Sæ-
trölli II í vetrarlegu og ég hóf að
skrifa þessa frásögn af Mary
Deare.
E N D I R
167