Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Blaðsíða 8
Próun fiskvinnslustöðva eftir Pál Pétursson Ég ætla hér að ræða um þróun fiskvinnslustöðva og mun ég skipta þessari grein minni í tvo aðalkafla: 1. Þróun f iskvinnslustöðva á und- anförnum árum. 2. Þróun þeirra á komandi árum. 1 þessari stuttu grein mun ég aðeins geta spjallað um aðalatrið- in. Eg vil í upphafi máls míns benda á það, að ég er aðeins sér- fræðingur í niðursuðu- og niður- lagningu sjávarafurða, og hef því orðið að fá upplýsingar frá viðkomandi aðilum um aðrar greinar fiskiðnaðarins. Mér varð ljóst, hve sáralitlar upplýsingar liggja fyrir hjá hinum ýmsu sölu- samtökum, er varðar fjármuna- eign í verksmiðjubyggingum, vél- um og öðrum tækjum. Það er einnig erfitt að fá fram skoðanir ýmissa forystumanna í fiskiðn- aði okkar um þróun komandi ára. Það vakti þá áhuga hjá mér, að reyna að gera mér einhverja grein fyrir heildarmyndinni í fiskiðnaðinum, sérstaklega fisk- vinnslustöðvunum, í dag og á komandi árum. Mér finnst hin ýmsu sölusamtök sjávarafurða starblína um of á sína eigin fram- leiðslu og eigi því erfitt með að skilja uppbyggingarþörf annarra greina fiskiðnaðarins. Ég mun nú ræða um þróun fiskvinnslustöðva hér á landi á undanförnum árum.. Fjöldi fiskvinnslustöðva í flest- um greinum hefur lítið breytzt á undanförnum 10 árum, nema þá í saltsíldariðnaði og mjöl- og lýsis- framleiðslu. Eitt er sameiginlegt með mjög mörgum fiskvinnslustöðvum hér, en það er að salerni, kaffistofur og búningsherbergi eru langt fyr- ir neðan þær lágmarkskröfur, er varða hreinlæti, sem slíkum fyrir- tækjum eru settar í flestummark- aðslöndum okkar. Hraðfrystiiðnaöurinn Hraðfrystar fiskafurðir hafa aukizt jafnt og þétt á síðustu ár- um, þannig að þær eru komnar í 1. sæti í heildarútflutningi sjáv- arafurða bæði er varðar magn, en það var 33,5% árið 1970 og andvirði, sem var 52,2%. Fjöldi hraðfrystihúsa hefur lítið aukizt á s.l. 10 árum, en 1960 voru alls 88 hraðfrystihús á landinu og 1971 voru þau orðin 101 talsins. Stækkun frystihúsa er víða þannig framkvæmd hér á landi, að smá viðbyggingum er bætt við eftir þörfum hvers tíma, en ekki gerð byggingarplön fram í tím- ann. Þessar viðbyggingar hafa svo oft alls ekki passað inn í vinnslulínuna, sem fyrir hendi var, og er hún því víða marg- brotin og vinnuhagræðing því oft sáralítil. Nýjungar í sambandi við um- búðir og nýjar framleiðsluteg- undir hafa verið fáar. Fiskmót- tökur í flestum hraðfrystihús- unum eru þannig, að þær eru of litlar og auk þess ekkert kæli- kerfi í þeim. Flest hraðfrystihús- in eru sæmilega búin vélum, er varða flökun og hraðfrystingu. Ég vil hér bæta við, lesendum til fróðleiks, fjölda rækju og hörpudiskvinnslustöðva, sem sumar eru beint tenedar frysti- húsum: Rækjuvinnslustöðvar 1970 voru alls 40 og hörpudisk- vinnslustöðvar 1970 voru alls 17. SaltfiskverJcun Nýbyggingar eru töluverðar á hverju ári, en aðallega er þó aukningin, vegna stækkunar á þeim saltfiskverkunarstöðvum, sem fyrir hendi eru. 1968 voru þær 212 og 1971 eru þær taldar vera um 250 talsins. 30—40% af öllum saltfiski er framleiddur í frystihúsunum. Vinnslukerfi flestra stöðvanna er allfullkomið og víða eru flatningsvélar, en gaffallyftara og kæligeymslur fyrir fullverkaða saltfiskinn vantar algjörlega, sérstaklega er þetta tilfinnanlegt yfir sumar- mánuðina. Þurrfiskframleiðslan hefur aukizt verulega hin síðustu ár, t. d. 1966 var hún 7% af árs- framleiðslunni, en 1971 um 27% Saltsíldariðnaður Fjöldi síldarsöltunarstöðva var 1960 um 76 talsins, 1965 voru þær 108 og 1970 um 74. Fjármunaeign í síldarsöltunar- stöðvum í dag á Norður- og Aust- urlandi er sáralítil, þar sem mjög lítið og sumstaðar alls ekkert hefur verið saltað þar á síðustu árum, og flestar eru undir berum himni og lítið við haldið eða alls ekkert. Aðalsíldarsöltunarstöðv- arnar eru nú á Suðvesturlandi og í Vestmannaeyjum. Þær eru flest- ar undir þaki, þar sem síldveiðar til söltunar byrja nú á síðari ár- um 15. sept. og eru jafnvel fram í miðjan janúar. Hús þau, sem notuð eru undir síldarsöltunina, eru stundum saltfiskverkunarhús og frystihús, sem rýma til á þess- um tíma fyrir síldarsöltuninni, en þess á milli er allt viðkomandi henni sett í geymslur. Tækniþró- un í saltsíldariðnaðinum hefur verið sáralítil og í mörgum síld- arsöltunarstöðvum er hreinlæti og vöruvöndun mjög ábótavant. Kæligeymslur vantar nær alls staðar undir fullunnu síldartunn- urnar og víða eru þær geymdar undir berum himni. Grásleppuhrognaframleiðsla Samkvæmt heimildum Fisk- mats ríkisins voru virkir um 300 grásleppuhrognaframleiðend- VlKINGUR 120
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.