Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Qupperneq 42
stóru fjöldagröf. Þú munt kom-
ast að raun um, að hún er vel
girt og vel við haldið. Þú munt
sjá stóra minnismerkið með hvítu
dúfunni sem horfir niður á
þriggja álna jarðarblettinn, þar
sem útlendu sjómennimir hvíla.
Fólkið á ströndinni mun sýna
þér staðinn þar sem fómarlömb-
in í þessum Norðursjávar-sorg-
arleik sofa síðasta svefni sínum.
Mér hefir tekist að fá vitn-
eskju um hvar áminnst gufuskip
strandaði og nafn þess. Það hlýt-
ur að hafa verið „Stanley" frá
Bergen, sem sigldi á land við
Bovbjerg þann 22. desember
1894 kl. 5 að morgni. Annan bát-
inn rak við Viksö en hinn við
Lildstrand. Á síðarnefnda staðn-
um synti þessi eini maður sem af
komst í land, og þar fundu leit-
armenn hann, hinir 15 fórust.
í gömlu fregninni frá 1894 er
þannig sagt frá: Aðalorsökin til
þess að svona hörmulega tókst til
við þetta skipsstrand liggur í því,
að skipverjar biðu ekki eftir
hjálp björgunarsveitarinnar, en
reyndu að bjarga sér á skips-
bátunum, en það tekst mjög
sjaldan við aðstæður eins og
þama voru fyrir hendi. Ástæðan
til þess að skipið strandaði var
straumstefna sem menn gerðu
ekki ráð fyrir og dimmviðri.
Þýtt eftir danska tímaritinu
„Vikingen“. Hallgr. J.
Athyglisverður
málflutningur
í FYRIRSPURNARTÍMA í
sænska ríkisþinginu þ. 6. des.
1971, tók ríkisþingmaðurinn
Georg Áberg til orða og mælti
eitthvað á þessa leið: Síðan í árs-
byrjun 1971 hafa íslendingar
rætt um útfærslu f.skveiðiland-
helgi sinnar úr 12 í 50 sjómílur,
og eitt af fyrstu framkvæmdum
núverandi ríkisstjórnar, eftir að
hún kom til valda, var að til-
kynna hlutaðeigandi ríkisstjóm-
um að frá og með september
1972, verði fiskveiðitakmörkin
færð úr 12 í 50 sjómílur frá
grunnlínum.
Vissulega mætti líta svo á, að
þetta hefði ekki mikil áhrif á
sænskar fiskveiðar, með því að
þeir veiða nú orðið fremur lítið
við strendur íslands. En reynslan
af hinni mislukkuðu hafréttar-
ráðstefnu árið 1960 og síðar,
benda þó til þess, að jafn skjótt
og eitt landið færir út fiskveiði-
landhelgislínu sína, koma önnur
lönd á eftir. Má benda á að 12
mílna fiskveiði landhelgin er nú
viðurkennd og komin í fram-
kværnd hjá öllum löndunum sem
liggja að Norðursjónum.
Fiskimannafélögin í Noregi
eru þegar farin að ræða um og
gera kröfur til, að 50 mílna land-
helgin verði tekin þar upp jafn-
skjótt og íslendingar hrindi á-
ætlunum sínum í framkvæmd.
Verði slík stækkun á landhelgi
Noregs framkvæmd, verður hún
eflaust tekin upp af öðrum lönd-
um sem liggja að Norðursjó og
Eystrasalti. Aðliggjandi veiði-
Ef Norðmenn, Danir og Bretar fylgja fordæmi Islendinga að færa út sína fisk-
veiðilögsögu í 50 sjómílur, þrengist æði mikið um frjáls veiðisvæði í Norður-
sjónum. Beltið milli Noregs og Shetlandseyja verður aðeins 65 sjómílna breitt.
Myndin sýnir hvað eftir verður af frjálsum veiðisvæðum þar um slóðir.
154
VlKINGUR