Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Síða 5
Upsinn við Edinborgarbryggju í Vest-
mannaeyjum. Aftast á þilfarinu má sjá
Jóhann, formann bátsins.
Jóhann Jónsson, form. Suðurgarði,
Vestmannaeyjum.
Árni Johnsen, kaupmaður og útgerðar
maður í Vestmannaeyjum.
síns á Hótel íslandi. Sjá þeir þá
hvar tveir lögreglumenn standa
við dyrnar báðir með gasgrímur
fyrir andlitum. Voru þeir þangað
komnir í embættisbifreið með
bílstjóra, sem einnig bar gas-
grímu. Lögreglumennirnir sneru
sér að Jóhanni og Sigurjóni og
spurðu þá hvað þeir hétu og
hvaðan þeir væru. Sögðu þeir
til sín. Var þeim þá tilkynnt að
þeir væru teknir fastir og yrðu
að dvelja í Farsóttarhúsinu í 8
daga í sóttkví. Orsakir fyrir
þessu voru þær, að daginn sem
þeir fóru frá Vestmannaeyjum
kom þar upp veiki, sem ætlunin
var að reyna að verjast að bærist
til Reykjavíkur. Helzt var haldið
að veikin væri angi af spönsku
veikinni, sem gekk hér haustið
1918 og veturinn 1919. Fengu
þeir félagar með naumindum að
láta vita á hótelinu um þá breyt-
ingu, sem orðin var á þeirra
vistarveru.
Þegar á Sóttvörn kom, voru
þar fyrir þrír Vestmanneying-
ar, Gísli Lárusson, gullsmiður frá
Stakkagerði, Erlendur Árnason,
sníkkari frá Gilsbakka og Magn-
ús Jónsson, sjómaður, meðal
bræðra hans var Guðjón á Sand-
felli. Voru þarna saman komnir
kátir og skemmtilegir kunningj-
ar allir frískir og fjörugir.
Á Sóttvörn var einn læknir og
ein hjúkrunarkona. Höfðu þau
gasgrímur fyrir andlitum. Hjúkr-
unarkonan færði þeim matinn og
annað er með þurfti. Á öðrum
degi tók hún af sér grímuna, er
hún var komin inn í herbergið
til þeirra og hafði lokað hurðinni
á eftir sér.
Hélt hún þeirri reglu eftir það,
en alltaf setti hún grímuna aft-
ur á sig, þegar hún fór út frá
þeim og læsti herbergi þeirra að
utanverðu, svo að tryggt væri
að enginn félaganna kæmist út
af sjálfsdáðum.
Þeir Eyjamenn voru látnir
mæla í sér hitann kvölds og
morgna, en eitthvað vildi nú skol-
ast til með fastar reglur á því.
Læknirinn kom alltaf daglega til
að líta á þessa „sjúklinga" sína.
Á Sóttvörn var ýmislegt til að
stytta sér stundir við, þar voru
manntöfl, spil, bækur og blöð.
Allur annar viðurgerningur var
þar eins og bezt mátti verða.
Ekki var þeirra hluta vegna á-
stæða til að láta sér leiðast, en
þar sem þeir voru óvanir sjúkra-
húsi og í fullu fjöri með allan
hugann við bátinn, þá fannst
þeim þessi vera sín talsvert ó-
frelsi og töf frá áhugamálum
sínum. Frelsinu urðu þeir því
mjög fegnir, þegar þeir voru
lausir af Sóttvörn.
Símasambandslaust hafði ver-
ið milli Eyja og lands allan tím-
ann frá því þeir fóru að heiman.
Bárust því engar fréttir heim,
hvernig komið var um hagi
þeirra. Fréttin um veikina í
Eyjum, sem leiddi til handtöku
þeirra, barst eftir öðrum leiðum
en símanum.
Hófust nú félagarnir handa
af fullum krafti við að stand-
setja Upsann. Stefnt var að því
að komast sem allra fyrst af
stað eftir þessa löngu töf. Um
þetta leyti var mikið frost í
Reykjavík, var höfnin öll þykk-
um ísi lögð.
Lá Upsinn inni frosinn úti á
höfninni, og gátu bátsverjar
gengið út í skipið. Rennu þurfti
að brjóta í ísinn til að koma
bátnum að bryggju, var það
ekkert áhlaupaverk, en hafðist
þó. Eftir að hafa tekið um borð
olíu, vatn og ýmislegt fleira hélt
Upsinn frá bryggju áleiðis til
Vestmannaeyja. Lagt var af stað
skömmu upp úr hádegi með kost
til þriggja sólarhringa.
Áttu þeir að vera mjög vel
birgir með mat, ef allt gengi
117