Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Qupperneq 12
Grunnbrot framundan
stýrimaður!
3löö úr gamalli
Jeiðarbók
eftir
W. J. Wade, M. B. E.,
skipstjóra
ÞAÐ var jóladagur, ég átti seinni „hundavaktina"
■ frá kl. 6—8 um kvöldið. Við vorum út af strönd
Ástralíu á leiðinni frá Adelaide til Melbourne, og
höfðum við haft stefnu suðurhalt frá landi allan
daginn þar til kl. 4 síðdegis, er skipinu var vent,
og nú var stefnan að landi aftur SB bóg. Stefna
skipsins var nú um suð-vestur, en þrálátur mót-
vindur hafði hindrað okkur í nokkra daga, og
vorum við neyddir til að slaga okkur áfram.
Ég var 1. stýrimaður á skipinu, sem var eitt af
hinum frægu seglskipum (clippers) af þeirri gerð
sem nú er, því miður, liðin undir lok. Ég gekk
fram og aftur um skutpallinn og horfði án ár-
angurs eftir veðurmerkjum um hugsanlega breyt-
ingu sem gæfi okkur tækifæri til að setja stefnuna
beint fyrir Otvay-höfða, en þá mundi greiðast
leiðin fyrir Melboume-höfðana. Ég átti marga
vini í Melbourne - og þar var stúlkan sem nú er
eiginkona mín, og þessi töf sem mótvindurinn olli
kom óþægilega við mig.
Rétt fyrir kl. 8 kom skipstjórinn á þilfar, og
það leyndi sér ekki að hann var freklega „hífaður"
eins og sagt er. Old Jock var skipstjóri af gamla
skólanum, Skoti, um fimmtíu og sex ára gamall,
reyndur og ágætur sjómaður, en fremur grófyrtur
og ruddalegur í framkomu, og spegilmynd af glað-
lyndum og góðviljuðum skipstjórnarmanni. Okkur
hafði hingað til komið mjög vel saman, enda hafði
ég ekki kynnst hans innra manni í neinu, svo að
ég lét þetta gott heita og taldi víst að hann hefði
verið að halda upp á jólin með einhverjum far-
þegunum - „ekki skynsamlega, og þó einum um
of“.
Nokkrir af farþegunum voru þeirrar gerðar sem
iðulega voru með seglskipum í Ástralíuferðum -
höfðu vinir þeirra sent þá að heiman í von um, að
þeir læknuðust af óhóflegri víndrykkju, með því
að útiloka þá frá glaðværum félagsskap og freist-
ingum hans.
Old Jock var strangur húsbóndi. Hann hafði
verið yfirmaður nálega 30 ár og gat ekki þolað
neinum að malda í móinn við fyrirskipunum, eða
koma með tillögur um eitt eða annað sem laut að
siglingu skipsins, sem ekki var samhljóða hans
skoðun. Hann átti sjálfstraust og trúði á eigin
dómgreind og dugnað. Einkennilega stífur var
hann á meiningunni, er hann hafði tekið eitthvað
í sig. Þegar hann hafði horft í kring og litið á
áttavitann, settist hann fremur þyngslalega á há-
gluggann yfir salnum og sneri sér að mér og
sagði: „Jæja, stýrimaður nú gengur það betur.
Ég tel víst að við náum fyrir Northumberland-
höfðann í þessum slag“.
Með því að það hafði ekki orðið nokkur breyt-
ing á vindstöðunni, var mér alveg ljóst að þetta
var ómögulegt, og að hætta var framundan, svo
að ég svaraði: „Ég get ekki séð að það takist, hann
hlýtur að vera nálega 30 mílur á kulborða“. „Mér
er alveg sama þó hann væri 100 mílur á kulborða,
stýrimaður, við náum fyrir hann í þessum slag,
mér er alveg sama hvað sem hver segir“. Þar sem
hann hafði nú fengið þessa flugu í höfuðið að skipið
næði fyrir áminnstan höfða á þessum bóg, og var
auðsjáanlega alvara, var mér ljóst að við mundum
lenda í hættu, nema mér tækist að sannfæra hann
um þessa skekkju. Eftir útreikningi mínum af
stjörnumiðunum, var ég fullkomlega viss um að
við værum ennþá 30 mílur vestanverðu við höfð-
ann, og ég sagði honum það. „Ástæðan er sú“,
sagði ég, „að þegar við síðast ventum frá landi,
Brot framundan.
VlKINGUR
124