Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Qupperneq 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Qupperneq 44
Félags mála opnan F armannasamn ingar 26. janúar 1972 var haldinn fyrsti fundur farmanna og vinnu- veitenda. Á þeim fundi voru lagð- ar fram kröfur farmanna og var þeim fylgt úr hlaði, af formönn- um félaganna. Annarsvegar var um að ræða sameiginlegar kröfur svo sem al- menn launahækkun, liinsvegar sérkröfur hvers félags. Meðal þess sem sameiginlegt var má nefna styttingu vinnu- vikunnar, en eins og alkunnugt er voru sett lög þar um á síðasta ári og voru þau samþykkt 17. des- ember 1971. I 1. gr. þessara laga segir: Lög þessi taka til allra launþega í landinu, annara en þeirra, sem hér eru taldir: a) Sjómanna á fiskiskipum. b) Kaupafólk og vinnuhjú, nema ráðin séu til verkalýðsfélaga og vinnuveit- enda. c) Launþegar sem vinna heimavinnu eða önnur störf, sem vinnuveitandi hefur ekki ástæðu til að fylgjast með. d) Forstöðu- menn og sérstakir fulltrúar í störfum, sem eru þess eðlis, að eftirliti með vinnutíma verði ekki við komið. Þar sem rætt er um aðila í lögum þessum er átt við aðila vinnu- markaðarins. Eftir því sem lögin kveða á um var í rauninni ekki annað fyrir fulltrúa farmanna að gera en að semja um hvað skyldi greitt fyrir þann tíma sem 156 unninn var umfram 40 stundir viku hverja. Samkomulag varð um að bæta vinnutímastyttinguna á sama hátt og áður var gert. Sameigin- leg krafa var um lengingu orlofs, um það náðist samkomulag og er á eftirfarandi hátt: Sérhverjum vélstjóra, stýrimanni, bryta og loftskeytamanni ber eftir 10 ára þjónustu 30 virkra daga orlof en haldi þó fullum launum og fæðis- peningum í þessu tilfelli 34 daga fæðispeninga. Sameiginleg krafa var um allverulega hækkun slysa- og örorkubóta ásamt dánarbótum. Samkomulag varð um eftirfar- andi: Útgerðin tryggir á sinn kostnað hvern þann mann sem samningur þessi tekur til fyrir dauða eða varanlegri örorku af af völdum allra slysa hvort sem þau verða um borð eða í landi fyrir kr. 823.000,00 miðað við dauða, en 1.144.000,00 miðað við varanlega 100% örorku. Með þeirri vísitölu sem var þegar undir samningana var skrifað jafngilti þetta kr. 900.000 og 1,5 millj. kr. I framtíðinni er ætlast til að upphæðir þéssar fylgi kaup- gjaldsvísitölu. Tryggingarupphæðir sam- kvæmt þessari grein skulu hækka eða lækka tvisvar á ári, 1. júlí og 1. janúar, samkvæmt kaup- greiðsluvísitölu þó þannig að upp- hæðirnar standi á heilum þúsund- um króna. Krafa var gerð um að eiginkonur fastráðinna starfs- manna fengju frítt far einu sinni á ári (30 daga). Um eftirfarandi samdist: Er þetta samkomulag staðfest með sérstöku bréfi til félags- manna. Fastráðinn starfsmaður sem starfað hefur 5 ár eða lengur hjá útg. mun heimilt þegar því verður viðkomið að hafa eigin- konu með sér sem farþega í íbúð- arherbergi sínu, án endurgjalds í allt að tuttugu daga, annað hvert ár. Greiðslurnar í hina ýmsu sjóði taka í framtíðinni á sig kaupgjaldsvísitölu eins og hún er á hverjum tíma. Um yfirvinnu gildir eftirfar- andi: Taka skal 3 flokka til við- miðunar og nota deilitölu 173,33 til viðmiðunar og tek hér orðrétt úr samningi Vélstj. Islands 17. gr. Yfirvinnukaup vélstj óra skal ákveðið á þann hátt að grunnlaun 3., og 4. vélstjóra án mótortil- leggs í IV. flokki eftir 3 ár miðað við 40 klst. vinnuviku skal lagt til grundvallar og deilt í það með deilitölunni 173,33. Á sama hátt skal reikna út yfirvinnukaup að- stoðarvélstjóra og miða við kaup aðstoðarvélstjóra eftir eitt ár. 8,33% orlof greiðist á allar yfh’vinnugreiðslur. Sú breyting varð að í stað 40 frídaga á ári fá yfirvélstj. og brytar nú 50 daga á sama hátt og áður. Kauphækkun fer þannig fram að grunnlaun hækkuðu um 6% 1. marz 1972, um sömu upp- hæð 1.6. 1972 og síðan að hækkað yrði kaupið um 8% miðað við grunn 1.3. 1973. Ekki er hér um að ræða tæm- andi upptalningu á þeim breyt- ingum sem gerðar voru á samn- ingunum. Á milli 30 og 40 fundir voru haldnir og voru sumir þeirra langir og stóðu fram á nótt og sumir fram undir morgun. Þann 11. apríl voru samningarnir und- irritaðir með fyrirvara um sam- þykkt félaganna. Atkvæða- greiðsla stóð til föstudagsins 21. apríl og varð niðurstaða hennar sú að Stýrimannafélag íslands felldi samningana en önnur félög samþykktu þá. Ingólfur Stefánsson Félags mála opnan VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.