Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Qupperneq 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Qupperneq 40
Skyggni strandfógetinn eftir A. Nielsen, Strande 1 litlu dalverpi lengst úti við sjó- inn stendur gamli strandfógeta- bærinn, en tilheyrandi landar- eign endar að mestu á háum bökkum meðfram sjónum. Gömlu húsin þarna eru nú lotin og lösk- uð orðin af langvarandi gnauði vestan vinda. Horfnar kynslóðir byggðu þau úr sjóreknum viði. Stofuhurðirnar eru úr skipum, þær eru með látúns-handföngum, sem eru fægð og skína eins og væru þau úr skíru gulli. Hurðir þessar voru einusinni í skipum sem sigldu um Norðursjó. Strandbúar keyptu þær á upp- boðum eftir skipströnd þama vesturfrá, eða tíndu þær upp á rekafjörum. Ennþá eftir nálega eitt hundrað ár, hanga hurðir þessar á sömu járnum í strand- fógeta-bænum. Sama gildir um gólfin, þau eru gerð úr sverum eikarplönkum einnig úr strönd- uðum skipum sem voru höggvin upp. Þessi gólf eru nálega óupp- slítanleg. Kynslóð eftir kynslóð hefir gengið og dansað á þessum gólfum, og þó eru þau ennþá eins ný og falleg og þegar þau voru lögð. Yfir dyrunum í útihúsinu voru nafnfjalir festar upp, sem gáfu til kynna að ,,Etna“, „Karoline“, „Pröven", og „Stradivarius", höfðu borið beinin þarna við ströndina á umliðnum árum. Yfir hlöðudyrunum voru tveir svanir útskornir í tré, negldir upp hlið við hlið. Þeir höfðu líka verið til skrauts á skipi sem þama hafði strandað. í húsagarði strand- varðarins var Galions-mynd, - kona í líkamsstærð. Hún var skorin í tré. Svart bylgjandi hár- ið lá niður eftir bakinu. Sem vemdarengill hafði hún setið framan á skrautlegu barkskipi sem siglt hafði um heimsins höf - undir suðrænni sól og til sval- andi norskra stranda. En að lok- um strandað hér á grynningum við Jótlandsstrendur. „A kjövt hin ve aksjon“, sagði gamli strandfógetinn. Og nú stóð konan í húsagarði hans og sneri and- litinu í vesturátt. Með þunglynd- islegu augnaráði starði hún út á Norðursjó, þaðan hafði hún síð- ast komið. Gamli bærinn bar minjar sjávarins, og vitnaði um að fólkið á ströndinni hafði átt þar heima kynslóð eftir kvnslóð. í desember skammdeginu lá hafþokan rök og köld yfir þessu gamla sjávarbýli, en því fylgdi landræma meðfram sjónum, sem hafði gengið að erfðum frá föður til sonar í marga ættliði. Þegar faðirinn var orðinn of gamall, var sonurinn skipaður strand- fógeti í hans stað. Nú var sonur strandfógetans kvæntur og búinn að taka við býlinu og embættinu. Gamli strandfógetinn Peer Olesen, átti þarna einnig heima. Hann var langt frá því að vera útslitinn, eins og sagt er, hann gat vel litið eftir rekanum, og það var upp- áhalds sýslan hans. Á hverjum morgni, áður en bjart var orðið, tók hann krók- staf sinn og hélt niður í fjöru. Yrði sjórekinn planki á vegi hans í fjöruborðinu, krækti hann stafnum í hann og dró hann undan sjó. Smá rekaspýtum safn- aði hann saman í hrúgur, bar steina á hverja einstaka til merk- is um að strandfógetinn hafði verið þarna að verki. Einn af fyrstu dögum jólamánaðarins kom gamli Peer Olesen heim úr morgunferð sinni og virtist hafa ærið að starfa. Hann leitaði í öll- um krókum og loftum og dró saman alla klossa og skó sem hann fann. lét í hvern einstakan hreinan hálmvisk og raðaði þeim eins og við átti úti í hlöðu. Unga konan horfði á þetta alveg undrandi og spurði mann- inn sinn, son gamla mannsins, hvað til stæði. „Gamli maðurinn stendur í þeirri meiningu að hann sé skyggn, og heldur því fram, að hann sjái strönduð skip á grynningum löngu áður en þau koma. Nú í morgun heldur hann því fram að hann hafi séð strand- að skip, og það er fyrir sjómenn- ina, að hann hefir tínt saman alla þessa skó, svo að þeir séu til taks ef á þarf að halda“. „Já, -ef til vill koma hingað gestir nú um jólin, sem þurfa að- hlynningar við, - veslings fólkið, sagði gamli strandfógetinn mjög ákveðinn. Uti á yzta odda Jótlands, þar sem hið frjósama land endar á nálega 100 feta lóðréttum bökk- um við sjó fram. þar bjó Niels Peesen. Jarðeignin hafði fyrr á tímum verið margar tunnur lands, en nú var sjórinn búinn að brjóta það svo, að íbúðarhúsið stóð yzt á síðasta blettinum sem eftir var. Frá vesturgaflinum og út á bakkabrúnina voru aðeins 28 álnir eftir. Tvisvar hafði Ni- els Peesen orðið að nema af hús- inu eitt stafgólf í hvert sinn. til þess að fjarlægjast þennan gráð- uga nábúa sinn, en það dugði ekki til, því siórinn orsakaði sífellt hrun í bakkanum svo að nú var Niels Peesen alveg á bakkabrún- inni. Landareign strandfógetans náði úteftir framhjá húsi Niels Peesen. Nóttina milli 21. og 22. des- ember lá dimm regnþoka yfir Norðursjónum. Það var svo dimmt þangað út að líta sem í myrkvastofu. Um '5-leytið um morguninn vaknaði Niels Peesen af værum blundi við feiknlegan eimpípu-blástur utan frá sjónum. Blásturinn var svo kröftugur að siávarbakkarnir virtust skiálfa. Niels Peesen þaut upp og flýtti sér fram á bakkabrúnina. Þaðan grillti hann óljóst í gegnum þok- una tvö rauð skipsljós sem rugg- uðu á grynningunum. Hann var þegar viss um. að þarna var skip strandað - þessi VÍKINGUR 152

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.