Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Qupperneq 53
var lyft af sterkum örmum yfir
í skútuna. Þeir rifu af okkur
blaut og salti stokkin fötin, en
áður en ég féll í væran, sætan
svefn, sagði einhver við mig:
„Langar þig ekki til að líta
skipið þitt í síðasta sinn?“
Mér var lyft upp. Aldrei mun
mér úr minni líða þessi síðasta
sjón af skipi, sem nú var aðeins
flak með skutinn ofansjávar. Þil-
farshúsið sat á sjónum eins og
smá þúst og við að hún lyfti
sér gat ég yfir bylgjudal greint
ryðfallna bókstafina:
MARY DEARE
SOUTHAMPTON
Hvað mér sjálfum viðvék lauk
frásögninni af Mary Deare í
námunda við Minquiers. En svo
var ekki með Patch. Hann var
nákomnari viðburðarásinni en ég
og ég var minntur á það um leið
og ég rankaði við mér á sjúkra-
húsi í Peter Port.
Ég vissi ekki þá, að ég hafði
sofið samfleytt í tæpan sólar-
hring.
Ég var banhungraður, en hið
eina, sem ég fékk, var soðinn
fiskur, sem hjúkrunarkonan
færði mér, og hún sagði mér, að
einhver væri frammi, sem þyrfti
nauðsynlega að hafa tal af mér.
Eg hélt að það væri Mike, en
þegar dyrnar lukust upp, stóð
ung stúlka í gættinni.
Það var Janet Taggart.
Ég þekkti hana strax, enda
þótt hún væri mj ög þreytuleg með
með bauga undir augunum.
„Ég varð að tala við yður,
strax og þér vöknuðuð. Hún
beygði sig yfir mig:
„Hlustið á mig, herra Sands,
ég má aðeins vera hér nokkrar
mínútur".
Rödd hennar skalf af geðs-
hræringu, og þegar hún hikaði
andartak, spurði ég:
„Hvert er erindi yðar?“
Mér fannst erfitt að hugsa
skýrt, en ég vildi vita um margt.
„Lögreglan kemur bráðum og
tekur skýrslu af yður. Hún þagn-
aði aftur og virtist leita að rétt-
um orðum til að tjá sig.
VlKINGUR
„Bjargaði Gideon ekki lífi yð-
ar?“
„Gideon?“ tautaði ég, — en
auðvitað átti hún við Patch.
„Jú, já, ég held, að hann hafi
gert það. Hvernig líður honum ?“
„Var yður ekki sagt, að hann
væri með lungnabólgu ? Ég mundi
óljóst eftir, að læknirinn, sem at-
hugaði öxlina á mér, hefði sagt
mér það.
Já, hann var mjög veikur, en
það urðu sóttbrigði í nótt. Hann
nær sér fljótlega, vona ég“.
„Voruð þér hjá honum allan
tímann ?“
„Já, ég heimtaði það; var
neydd til þess, ef hann kynni að
segja frá einhverju í óráði. Hr.
Sands, það er varðandi Dellimare.
Þér vitið, hvað kom fyrir, er það
ekki ?“
Ég kinkaði kolli. Svo hann
hafði þá sagt henni allt, ég var
feginn því.
„Enginn þarf að fá vitneskju
um það“, hvíslaði ég þreyttur og
sljór. Skipið brotnaði í tvennt á
rifinu“.
„Ég veit það, og þess vegna
varð ég að tala við yður, áður en
þér gefið skýrslu yðar. Segið eng-
um frá því. Þér lofið mér því.
Hann er búinn að líða svo mikið.“
„Nei“, svaraði ég. „Ég skal
ekki segja neinum frá því. En
Mike, hann veit um þetta.“
Mike Duncan? Ég hef þegar
talað við hann, og hann hefur
engum sagt neitt. Hann aðhefst
ekkert fyrr en hann hefur talað
við yður. Hann mun haga sér í
þessu nákvæmlega eins og þér
gerið“.
„Svo þér hafið talað við Mike.
Hvernig líður honum? Vel', er það
ekki?“
„Jú, hann er í Peter Port“,
svaraði hún og hallaði sér aftur
að mér.
„Má ég segja honum, að þér
munið gleyma því, sem Gideon
sagði yður. Má ég segja honum,
að þér óskið eftir, að hann stein-
þegi um þetta?“
„Já, svaraði ég, „það er engin
ástæða til að segja neitt um þetta
nú“.
Ég spurði hana, hvernig hon-
um hefði verið bjargað.
Það var fiskimaður frá St.
Helier, sem fann mótorbátinn áð-
ur en stormurinn skall á. Þar var
einnig um borð maður, Burrows
að nafni. Hann var illa slasaður
en gat gefið lögreglunni skýrslu
um Higgins".
„Nú verð ég að yfirgefa yður.
Verð að tala við Mike og vera hjá
Gideon, þegar hann vaknar; verð
að gæta þess, að hann segi ekki
neitt. Hann gæti tekið upp á að
segja eitthvað heimskulegt."
„Ég er mjög þakklát yður“,
bætti hún við með veiku brosi.
„Biðjið Mike að heimsækja
mig“, sagði ég, þegar hún var
komin fram að dyru'm. Og segið
Gideon, þegar hann vaknar, að
hann skuli engar áhyggjur hafa
lengur, bókstaflega engar“.
Nú leið bjart bros yfir andlit
hennar og hjá henni brá aftur
fyrir þeim glampa, er ég tók eftir
á myndinni af henni á skrifborði
föður hennar um borð í Mary
Deare.
Ég lagðist aftur á koddann og
var þegar sofnaður.
Þegar ég vaknaði, voru glugga-
tjöldin dregin frá og sólin skein
inn um gluggann.
Lögreglan var komin og ég gaf
skýrslu mína.
Einn þeirra var borgaralega
klæddur. Hann var mjög stuttur
í spuna.
Hið eina, sem ég fékk hann til
að segja um Patch var, að hann
hefði enga skipun fengið um að
taka hann fastan. Síðar komu
nokkrir blaðamenn og svo kom
Mike. Lögreglan hafði neitað
honum um viðtal við mig áður
en ég hafði gefið skýrslu mína.
Mike hafði margt í fréttum að
segja. Afturhlut Mary Deare
hafði rekið á land við Chausey
eyju.
Hann sýndi mér fréttamynda-
úrklippur, þar sem skipsflakið lá
um fjöru innan um hrærigraut af
skerjum, og daginn áður hafði
Snerterton, fulltrúi tryggingar-
félagsins komið við í Peter Port,
165