Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Qupperneq 32
ar námsleiðir fyrir þá, sem starfa
eða starfa vilja við fiskiðnaðinn.
Uppbyg’g’ing- fræðslustarfsem-
innar verður þó að fara fram á
réttan hátt, þ.e.a.s. við verðum
að byrja á réttri undirstöðu og
leggja síðan upp fræðsluna stig
af stigi. Nauðsynlegt er að
fræðslan verði bæði bókleg og
verkleg og námið þarf að falla
inn í farveg annarra námsbrauta
svo um frekara framhaldsnám
geti verið um að ræða.
Nú loksins er hafið skipulegt
nám á sviði fiskiðnaðar hér á
landi. Stjórnvöld ákváðu að nám
við fiskvinnsluskóla skyldi hefj-
ast í haust.
Skóli þessi á sér nokkuð lang-
an aðdraganda, sem hér skal rak-
inn í stórum dráttum.
1 nóvember 1964 skipaði þá-
verandi sjávarútvegsráðherra,
Emil Jónsson, nefnd manna til
að gera tillögur um stofnun og
starfstilhögun almenns fiskiðn-
skóla í landinu. Formaður nefnd-
arinnar var Hjalti Einarson,
efnaverkfræðingur.
Nefndin safnaði miklum gögn-
um um skipan fræðslumála fisk-
iðnaðarins í öðrum löndum. Það
var samdóma álit Fiskiðnaðar-
skólanefndarinnar, að fisk-
vinnslufræði væri orðin mjög sér-
hæft fag og væri þegar orðin til-
finnanlegur skortur á kunnáttu-
mönnum. Fjölbreytni í fiskfram-
leiðslu færi vaxandi og stofnun
fiskiðnskóla því knýjandi nauð-
syn. Nefndin skilaði áliti sínu í
des. 1966, sem uppkasti að frum-
varpi að lögum um fiskiðnskóla.
Af ýmsum ástæðum var frum-
varp þetta ekki lagt fyrir Alþingi
og lítið gerðist í undirbúningi
fiskiðnskóla fyrr en haustið 1968,
þegar Sjávarútvegsráðunevtið
ákvað að stofna til fiskiðnaðar-
námskeiða í húsakynnum rann-
sóknarstofnana sj ávarútvegsins,
að Skúlagötu 4. Rannsóknar-
stofnun fiskiðnaðarins var falið
að undirbúa og reka þessi nám-
skeið, sem ætlast var til að gætu
orðið grundvöllur að væntanleg-
um fiskiðnskóla eins og áður var
minnst á.
Alls sóttu um 200 manns ýmis-
konar námskeið sem stofnunin
hélt. Einnig má nefna að nem-
endur fiskimannadeildar Stýri-
mannaskólans í Reykjavík, sóttu
þangað námskeið um meðferð afl-
ans og vinnslu hans. Þessi fiski-
námskeið ásamt fiskmatsmanna-
námskeiðum, sem Fiskmatsskól-
inn hefur haldið, er allt það sem
hægt er að telja upp, sem gert
hefur verið til að mennta starfs-
fólk við fiskiðnaðinn hér á landi.
Því hlaut að koma að því að þetta
ástand yrði ekki þolað lengur, og
varð sú raunin á, sem merkja má
á því, að á síðasta Alþingi voru
lögð fram fjögur frumvörp, sem
öll fjölluðu um skóla fyrir fisk-
iðnaðinn. Eitt þeirra var sam-
hljóða tillögum fiskiðnskóla-
nefndarinnar. Annað var stjórn-
arfrumvarp en það var það eina
sem náði fram að ganga.
Lagafrumvarpið var samið af
nefnd, sem menntamálaráðuneyt-
ið skipaði hinn 10. júlí 1970 ,,til
að kanna stöðu tækjamenntunar
innan skólakerfisins og eðlileg
tengsl hinna ýmsu fræðslustiga
og gera tillögur um endurbætur
í þessum efnum“.
Formaður þessarar nefndar er
Andri ísaksson, deildarstjóri
skólarannsóknardeildar mennta-
málaráðuneytisins. Nefnd þessi,
sem venjulegast er kölluð verk-
og tæknimenntunarnefnd hafði
samráð við ýmsa sérfræði aðila í
fiskiðnaðinum við undirbúning
og samningu lagafrumvarpsins.
Frumvarpið var sambvkkt, lítt
breytt, sem lög frá Alþingi þann
15. apríl á þessu ári.
Lögin fjalla um markmið skól-
ans, stjórnun. húsnæði. kostnað,
nám, próf, undirtökuskilvrði og
námsefni svo eitthvað sé nefnt.
Samkvæmt lögunum á megin-
hlutverk skólans vera að veita
fræðslu í vinnslu siávarafla.
Skólinn skal útskrifa fiskiðn-
aðarmenn, fiskvinnslumeistara
og fisktækna eftir mislangt nám.
Ennfremur skal skólinn starf-
rækja námskeið fyrir starfsfólk
í ýmsum greinum fiskiðnaðarins,
sem miði einkum að því að veita
þeim starfsmönnum fiskiðjuvera,
er vinna að móttöku og verkun
sjávarafla, hagnýta fræðslu um
meðferð og vinnslu aflans. Nám-
skeið þessi á að halda í verstöð-
um landsins, eftir því sem við
verður komið. Einnig skal fela
skólanum að halda námskeið í
meðferð sjávarafla fyrir nem-
endur stýrimannaskólanna.
Skólinn er sérstök stofnun
undir yfirstjórn menntamála-
ráðuneytisins, en staðsetning er
ekki ákvörðuð öðruvísi en svo að
hann skal vera staðsettur á Suð-
vesturlandi en gert er ráð fyrir
a.m.k. öðrum skóla í Vestmanna-
eyjum. Við skólann starfar
þriggja manna skólanefnd. Einn
nefndarmaður er tilnefndur af
Rannsóknastofnun fiskiðnaðar-
ins. Annar nefndarmaður er full-
trúi fiskiðnaðarins og tilnefndur
af Fiskimatsráði. Þriðji nefndar-
maður er skipaður án tilnefning-
ar og er hann formaður nefndar-
innar.
Guðmundur Magnússon, próf-
essor, er skólanefndarformaður
skipaður án tilnefningar, en aðrir
nefndarmenn eru þeir:
Hjalti Einarsson, efnaverk-
fræðingur, tilnefndur af Ríkis-
málaráði og Guðlaugur Hannes-
son, gerlafræðingur, tilnefndur
af Rannsóknarstofnun fiskiðnað-
arins.
Varamenn eru þeir Guðlaugur
Þorvaldsson, prófessor, og Þórð-
ur Þorbiarnarson, forstöðumaður
Rannsóknastofnunar fiskiðnað-
arins.
Skólanefndin tók fljótlega til
starfa, eftir að hún var skipuð.
I sex mánuði ásamt skólastjóra
vann hún að undirbúningi þess að
skólinn gæti byrjað þegar á sl.
hausti en lögin gerðu annars ráð
fyrir að skólastjóri hefði ársund-
irbúningstíma áður en skólahald
hefðist.
Tillögur þess efnis voru sendar
menntamálaráðuneytinu sem síð-
an veitti heimild að starfrækt
yrði á þessu skólaári bráðabirgða
undirbúningsdeild við skólann
með hliðstæðu námsefni og mat-
vælakjörsvið við framhaldsdeild-
VlKINGUR
144