Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Qupperneq 3
Samninginn frá 1901 átti ekki að
viðurkenna.
Samningnum frá 24. júní 1901
hefur verið sagt upp. Ég hef áður
látið þá skoðun í ljós, að þessum
samningi átti ekki að segja upp,
heldur lýsa hann ógildan og ómerk-
an (ipso jure nullum) fyrir ísland,
þar sem hann var gerður að ís-
lendingum forspurðum og aldrei
samþykktur á Alþingi fyrr en nú
með uppsögninni, og það tel ég illa
farið, uppsögnin vopn orðin í hend-
ur Breta, því með uppsögninni er
bein játning gerð um gildi samn-
ingsins.
Óvarlegt að vísa landhelgismáli
okkar lítt undirbúnu til nefndar S. Þ.
Loks hefur landhelgismáli okkar
íslendinga verið vísað til sérfræð-
inganefndar S. Þ. og með því talið,
að „merkilegum áfanga“ hafi verið
náð. Réttara hefði verið og öllu
varlegra að segja, að með þessu
móti gæti merkilegur áfangi náðzt,
en ég svo lundu farinn, að þau
mál, sem ég tel landi mínu dýrmæt-
ust, vil ég sem allra síðast og sízt
leggja undir útlönd.
„Sjálfs er höndin hollust" og
„holt er heima hvað“, eru máltæki,
sem fæðst hafa í íslenzkri tungu
af íslenzkri reynzlu. í þeim er sama
hugsunin eins og í ákvæði „Gamla
sáttmála": „Utanstefnur viljum við
engar hafa“. Nú er farið að stefna
landhelgismáli okkar til utanferða
og gera því þann vafasama heiður,
að komast undir úrskurð sérfræð-
inga Sameinuðu þjóðanna og þetta
er gert áður en Alþingi er búið að
láta uppi skoðun sína og vilja á
stærð landhelginnar og hvernig og
hvar landhelgislínan skuli dregin.
Þetta finnst mér í meira lagi ó-
varlegt. Þegar landhelgismálið okk-
ar er komið út fyrir landsteinanna í
hendur útlendinga til umsagnar og
til ákvörðunar, má að því vísu
ganga, að Bretar sitji fyrir okkur
í hverri nefnd og í hverju horni og
setji fyrir okkur alls staðar fótinn,
og fóturinn á „Jóni Bola“ hefur
reynzt smáþjóðunum þungur götu-
þrándur í landhelgismálum þeirra.
Aiþingi ákveði þegar stærð hinnar
íslenzku landhelgi.
Nú sem fyrr er það óskipt skoð-
un mín, að Alþingi beri að ákveða
þegar á þessu ári, án frekari undan-
dráttar, landlielgi Islands með lög-1
um og sjá svo um, að þingsályktun-
artillaga sú, sem borin var fram
á Alþingi á öndverðum vetri 1948,
komizt þegar í framkvæmd.
í landhelgismálinu þarf engu síð-
ur hnefann á borðið en í sjálfstæðis-
málinu, hnefa Ófeigs í Skörðum,
svo hinir ríku Bretar upp hrökkvi
og undan láti.
Islenzka þjóðin má ekki lengcr
vera áliugalaus um landhelgismálið,
hún verður að muna og skilja, að
stækkun Iandhelginnar er nú ein-
liver mikilvægasti þátturinn í sjálf-
stæðisbaráttu hennar.
Húsavík 13. febr. 1950.
Júl. Havsteen.
Þannig fórust einum helzta vöku-
mann þjóðarinnar orð um land-
helgismál okkar fyrir rúmum 22
árum.
Talið er að sögulegar staðreynd-
ir, sem málssvarar Norðmanna báru
fram í málfærzlu sinni fyrir dóm-
stólnum í Haag hafi í mörgum at-
riðum verið þungar á metunum hjá
dómendum í þeirri virðulegu stofn-
un.
Má þó í því sambandi benda á
að í þeim efnum stöndum við ís-
lendingar í mörgum sögulegum at-
riðum sterkar að vígi en Norðmenn.
Við höfum t. d. aldrei í okkar
sögu þ. e. a. s. frá því að við
tókum innanríkismálin í okkar
hendur 1918 viðurkennt eða fallizt
á neina hámarksf jarlægðir fiskveiði-
lögsögunnar út frá ströndum lands-
ins og með lögunum, sem samþykkt
voru á Alþingi 5. apríl 1948 þar
sem réttur íslendinga til „Vísinda-
legrar verndunar gegn fiskveiðum á
landgrunninu" var áskilinn, undir-
strikuðum við, svo ekki þurfti um
að villast framtíðar heimild okkar
til að gera þær ráðstafanir til að
vernda og eiga umráðarétt yfir
fiskimiðunum á okkar landgrunni.
Til frekari fróðleiks má geta
þess, að fyrr á öldum skiftu Norð-
menn fiskimiðum sínum meðfram
ströndum Noregs í einskonar „al-
menninga" og náðu þau eins langt
1 haf út og komist var, eða út
landgrunnið. Skifting þessara veiði-
svæða voru djúpálar fjarðanna.
Fyrirkomulag þetta þótti gefazt
vel og ríkti um langann aldur. Kom
það í veg fyrir, að fiskimenn, sem
sóttu og eignuðu sér miðin, lentu
hvor fyrir öðrum og losnuðu þeir
þannig við innbyrðis ágreining um
hvar leggja skyldi lóðir og net.
Það verður seint til fulls metið
að á Alþingi náðist full samstaða
allra stjórnmálaflokkanna um út-
færzlu landhelginnar í 50 mílur. Þar
var stigið mikið og stórt heillar-
spor og mun mega teljast meðal
stórpólitískra viðburða seinni ára.
Ekki ætti íslenzk sjómannastétt að
láta sitt eftir liggja að ljá þessum
málum lið í ræðu og riti. Margir
framámenn hennar létu óspart í
sér heyra í „Þorskastríðinu" 1958-
1959 og oftar, og margar skeleggar
greinar hafa birzt í þessu blaði
gegnum árin.
Landhelgismálunum verðu von-
andi gerð ýtarlegri skil í Víkingnum
síðar í sumar og er þess að vænta,
að starfandi sjómenn láti til sín
heyra, mun blaðið standa þeim op-
ið fyrir slíkar greinar, sem og aðrar,
sem varða hag þeirra og velferða-
mál.
Alltof fáir starfandi sjómenn láta
frá sér heyra í blaðinu og er það
illa farið. Það þurfa ekki að vera
langar greinar. í stuttu máli má oft
segja ýmislegt það sem athyglisvert
er og vekur menn til umhugsunar.
VlKINGUR
115