Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Qupperneq 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Qupperneq 39
fram úr 2 klst. Ef þið togið lengur þá skemmir það fiskinn sem er í vörpunni. Varizt að taka of stóra poka með fiski, því að það kemur niður á gæðum aflans. 3. Á línuveiðum skuluð þið leggja áherzlu á, að fiskur sé aðeins goggaður í hausinn. Gogg- stunga í bol veldur verðrýrnun á fiski. 4. Sjáið um að allur fiskur sé blóðgaður fljótt, eftir að hann er kominn um borð í skipið, á meðan hann er vel lifandi. Blóðgið aldrei fisk- inn beint niður í lestina, en látið hann liggja sem dreifðastan á þilfarinu á meðan honum er að blæða úr. Bezt af öllu er að blóðga fisk- inn niður í sjóker, sé hægt að koma því við því á þann hátt tæmast blóðæðar hans bezt. Blóðgið líka fisk, sem kemur dauður úr neti, því að hann batnar við það. 5. Slægið aldrei fisk, fyrr en honum hefur blætt út og hann er örugglega dauður. Ef fiskur er ristur á kviðinn um leið og hann er blóðgaður, eða áður en hann er dauður, þá tæmast ekki blóðæðar hans nema að nokkru leyti. Kviðsár þessa fisks verður rautt og þekkist hann örugg- lega á því. Slíkur fiskur hefur lítið geymslu- þol og er ekki gott hráefni til vinnslu. 6. Vandið slægingu og uppþvott á öllum fiski og leggið hann í ís, þannig að kviðsárið vísi niður. Þegar fiskur er ísaður á hillur, er það mikil- vægt atriði að hann sé einangraður frá öllu tréverki með ís. Vinnið að því öllum árum að upp verði teknir kassar til geymslu á ísvörðum fiski, þar sem hægt er að koma þeim við um borð í skipum. 7. Minnist þess í starfi að með nógu fljótri og góðri niðurkælingu á fiski, er hægt að lengja geymsluþol hans og gera hann að betra hrá- efni til vinnslu. Ég hef hér að framan stiklað á stóru og talið upp nokkur mikilvægustu atriðin sem stuðlað geta að bættri meðferð og betri og verðmætari afla. Þið sem hafið valið ykkur sjómannastarfið að at- vinnu, ykkur er mikil nauðsyn á því, að geta til- einkað ykkur þá kunnáttu, sem þarf til þess, að geta skilað sem verðmestum afla á land hverju sinni. Eg er viss um, að takizt ykkur að beita þeim ráðum, sem ég hef hér komið inn á í þessu stutta erindi, þá muni ykkur vel farnast í starfi á sjónum. Allar mínar ábendingar miðast við að bæta fiskgæðin og gera aflan verðmætari. Ég óska að ykkur megi takast þetta sem bezt. Undir því er kominn sá árangur sem við þurfum að ná í meðferð aflans á sjónum. VÍKINGUR Dægradvöl á frívakt Ný verkefni verða ekki í þessu blaði, þau bíða „næsta túrs“. Lausnir á verkefnum í síðasta blaði eru þessar: 1. Auðvitað verður dæmið svona. 98765 1234 3. Að sjálfsögðu getur þetta verið rétt, því að þingmaðurinn er kona. 4. Hagfræðingarráðunautur sýndi okkur þetta dæmi og mann hagræddi tölunum 349 þannig. Hann snéri tölustafnum 9 við og setti í tug- sætið, 364 deilt með 7 gengur upp. 5. Engan. Með fyrsta teningnum verður kassinn ekki „tómur kassi“. 6. Skerið 1 hringskurð og síðan í kross. 2. færið til peninga númer 1, 7 og 10. 151

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.