Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Blaðsíða 20
gersemi og mala hana í gúanó hefur valdið sprengingum á síld- arþróm og tönkum. Þetta hráefni, loSnan, sem ausið hefur verið upp við Suður- og Suðvestur- iandið að undanförnu, hefur orð- ið þess valdandi, að síldarþrær hafa brostið og tankar sem meira eru „nýtízkulegir“ hafa rifnað eins og pappírspokar utan af strásykri, loðnan brotizt út úr hinum nýtízkulegustu umbúðum og streymt út í frelsið, þótt dauð sé, eins og snjóskriða úr háfjöll- um, og má þakka forsjóninni (ef það er ekki úrelt hugtak), að ekki hafi orðið dauðsföll á mönn- um af þessum hamförum. Tæknimenn virðast ekki á einu máli um ástæðu fyrir því að loðna er erfiðari í geymslu en t. d. lýsi og síld, en það er önnur saga og verður ekki krufin til mergjar að þessu sinni. Hitt er svo annað mál, að Austfirðingar, sem einnig eiga sínar (síldar)- verksmiðjur sjá nú ofsjónum yfir hinum allt of tíðu löndun- um á Suður- og Suðvesturlandi, lái þeim hver sem vill, og vilja nú finna nýja veiðiaðferð til þess að taka loðnuna á leiðinni til Suðurlands — væntanlega með aðstoð ríkisstjórnarinnar og hinna ötulu fiskifræðinga (eða fiskileitarmanna) Islands. Þetta eru e. t. v. allt eðlileg og nútímaleg viðbrögð einstak- linga í okkar velferðarríki. Við- brögð til þess að ná sem stærst- um hluta kökunnar og er ekkert nema gott um það að segja með- an hið frjálsa framtak heldur enn þá velli á voru landi. En er ekki eitthvað bogið við það og eitt- hvað annað en upphaflegur til- gangur með aflatryggingarsjóói, þegar ofveiói (eða í það minnsta meiri veiði en bjartsýnustu menn bjuggust við) er greidd niður með ákveðnum kvónufjölda pr. kíló? Aflatryggingarsjóður virðist (eftir nafngift) eiga að bæta tjón af aflabresti en ekki of- veiði. Reykjavík, 28. febr. 1972. Guófinnur Þorbjörnsson. Ú R ERLENDUM B LÖÐ U M Rockall í norska vikuritinu „Fiskcts gang“ frá 6. jan. 1972, gefur að lesa eftirfar- andi: „f neðri málstofu brezka þingsins var þ. 13. des. 1971 til umræðu frumvarp til laga um innlimun Roekall í Skotland. Fulltrúi Skotlands, Mr. Alick Buchanan Smitli, hélt því fram að eyjan hefði, með konungsúrskurði frá 14. september 1955 orðið hluti af landeignum Hennar Hátignar, en eyjan væri ennþá ekki talin liluti af hinu brezka konungsríki og heyrði ekki undir neitt lögbundið stjórnkerfi. Þegar hin nýju lög verða samþykkt, inun eyjan verða hluti af hinu saniein- aða konungsríki. Lögin uin fiskveiði- takmörkin frá 1964 munu þá gilda fyrir eyjuna. Samkvæmt landgrunnslögunum frá 1964, mun þá einnig tiltækilegt að ákveða með konunglegri tilskipun, ef verzlunarniálaráðherrann síðar meir ósk- aði af hefja rannsóknir á nytjun þessa svæðis. Raunverulega eða nærtækara mál væri þó sú hætta, er eyjan væri fyrir siglingarnar. Þegar hefði verið hafizt handa um að byggja vita á eyjunni. Hann ætti að vera fullgerður á næsta ári ef veðráttan leyfði. Frá stjórnarandstöðunni komu engin teljandi mótmæli. Rockall hefði verið skozkt land síðan eyjan var tekin af víkingunnm. Mr. Laurance, íhaldsþingmaður, henti á, að með því að nefna eða lýsa Rockall ekki sem skeri eða því um líkt, heldur eyju, mundi Rockall koma undir Genéva- samþykktina frá 1958 um landgrunns- sökkulinn, sem í 1. grein (b) tekur frain, að sáttmálinn eigi við svæði neðan- sjávar sem nái upp að ströndinni krigum eyjarnar. Ef þessi lögfræðilegu herhrögð lukkast, hafi Stóra-Bretland ekki aðeins tryggt sér landssvæði em er 80 fet í ummál, en einnig yfirráðin yfir ekki minna en 150,000 fermílum af liafsbotn- inum sem annars hefði tilheyrt Eire, íslandi og Danmörku. Svæði þetta er hernaðarlega mikilvægt, og liugsanlegt að á því séu olíuverðmæti. Sé svo þessi röksemd látin ná til hinna ótölulegu eyja, rifa og liringrifa á öllum þeim höfum sem tilheyra Stóra- Bretlandi, er liægt að fullyrða að verið sé að skapa fordæmi um og gera kröfu til svæða á liafsbotni sem er um 12 milljónir fermílur, en það er álíka stórt og hrezka heimveldið var, þegar það var stærst. Aðspurður livort Færeyingar teldu sig eiga sögulegan rétt til fiskveiða í kring- um Rockall, svaraði fulltrúinn því til, að ekki væri kunnugt um neinn slíkan sögulegan rétt þeirra á þessu svæði. Stóra-Bretland mundi lialda fast við samsvarandi takmörk og ákveðin voru í landgrunns-samkomulaginu frá 1958, eða þau takmörk sem kynnu að verða ákveð- in á hafréttarráðstefnu Sameinuðuþjóð- anna 1973.“ Athyglisverö vélasamstœöa. Hin kunna vélaverksmiðja, Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn, sem nú, eftir fjárhagslegan aSskilnað frá skipasmiSj- unni á Refshaleöen, er kölluS: „A/S Burmeister & Wains Motor- og Maskin- fahrik af 1971,“ liefir hannaS diesel- vélasamstœSu fyrir skip, sem mun vera sú lang stærsta í heimi, eSa 78,600 virk hestöfl. Um þetta skrifar danska tímaritiS „Vikingen“ október liefti s. I. á þessa leiS: (sumpart endursagt). A/S Burmeister & Wains Skipsbyggeri, en það er skipasmiðjan nú kölluð eftir fjárliagslegan aðskilnað frá mótorvéla- smiðjunni, hefir nú fengið bætta fjár- liags aðstöðu að nokkru, með því að framleiðni hefir verið aukin, og unnið er af kappi að því að styrkja fjárliaginn enn betur. Með því að selja lilutabréf í dieselvéla-verksmiðjunni fékkst hand- hært fé hæði til þess að rétta við fjár- liaginn, og til að auka afkastagetu skipa- smiðjunnar í framtíðinni. A/S Burmeister & Wains Motor og Maskinfabrik af 1971, hefir nú kynnt fyrir almenningi stærstu diesel-vélasam- stæðu fyrir skip sem smíðuð liefir verið, er nú hönnuð og smíðuð í vélsmiðjunni í Kristjánshöfn. Er liér um að ræða 12 strokka tví- gengis krosshöfuð vél ineð forþjöppun af gerðinni K84EF, 31,400 virk hestöfl. 132 VlKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.